Málfríður - 15.09.1999, Page 8
Internet í tungumálakennslu
Þórhildur Rúnarsdóttir
Lítið hefur verið
rannsakað hvort
og hvernig eigi
að standa að því
að flétta saman
vefinn og
kennslu.
Höfundur þessarar greinar lauk BA-prófi í
þýsku við Háskóla Islands síðastliðið sum-
ar og fjallaði lokaritgerðin um hvernig
hægt er að nýta internetið í þýskukennslu.
Hér ætla ég kynna niðurstöður mínar
úr þeim hluta sem snýr að vefnum og
verkefnum sem hægt er að nálgast þar, þ.e.
hvernig hægt er að æfa hina fjóra þætti
tungumálanámsins með hjálp netsins auk
málfræði, landkynningar (Landeskunde)
og orðaforða. Einnig ætla ég að kynna
hvernig best sé fyrir kennara og nemend-
ur að nýta sér netið, hvað þarf að athuga
og íhuga áður en tekin er ákvörðun um
það.
I heildina litið kom það nrér nokkuð á
óvart hve lítið hefur verið rannsakað hvort
og hvernig eigi að standa að því að flétta
saman vefinn og kennslu. Einnig kom á
óvart hve mikið er af kennsluefni á vefn-
um og hve mikið af því er óvandað og á
ekkert erindi inn á vefinn.
Hvernig á að nota vefmn
Hvaða þætti internetsins á að nota? A að
nota netið sem upplýsingaveitu, nota viss-
ar vefsíður sem kennsluefni eða ítarefni
fýrir nemendur, eða á að nýta netið sem
samskiptatæki í gegnum tölvupóst eða
spjallrásir?
Ytri skilyrði:
• Internetkunnátta kennarans verður að
vera nokkur, hann verður að þekkja
möguleika og takmarkanir miðilsins
• einnig verður áhugi nemenda á inter-
netinu að vera fyrir hendi og einhver
kunnátta varðandi það
• nemendur verða að hafa greiðan að-
gang að tölvum með internet-aðgang
og fá aðstoð við notkun netsins
• væntingar kennara og nemenda mega
ekki vera of miklar.1
Mikill tími getur farið í tæknileg atriði og
þau geta truflað bæði nemendur og kenn-
ara, því er mikilvægt að allir hafi einhveija
þekkingu á miðlinum til að koma í veg
fýrir að tungumálanámið breytist í tölvu-
kennslu. Einnig verður kennari að gera
sér grein fyrir því að hann er ekki að spara
sér vinnu með því að nýta internetið í
kennslunni, vinnan eykst frekar ef eitthvað
er. Mikilvægt er fyrir kennarann að fylgja
þróuninni á vefnum, þekkja hvar og um
hvaða efni hægt sé að finna upplýsingar á
vefnum og geta metið efnið sem til staðar
er.
Mat á vefsíðum
Internetið er opinn miðill og hver sem er
getur komið efni sínu þar á framfæri, sem
er auðvitað styrkur hans. Mikið er af
kennsluefni á vefnum en það er eins og
annað kennsluefni mismunandi að gæðum
og því miður er lítið um ritdóma eða mat
á kennslusíðum, enda yrði það verkefni
óendanlegt því alltaf eru að bætast við síð-
ur og þær að breytast, það kemur því
óneitanlega í hlut hvers kennara að meta
námsefni sem hann fmnur á vefnum áður
en hann tekur það upp í kennslu. Hér er
matslykill sem ætlaður er sérstaklega til að
meta vefsíður í tungumálakennslu. Hann
er þó ekki tæmandi frekar en aðrir mats-
lyklar, hver kennari verður að laga hann að
markmiðum í hverjum áfanga fyrir sig.
Uppbygging:
Virkar vel fyrir augað (Framsetning vekur
áhuga /skipulögð)
Yfirsjáanleg (hver síða er hæfilega löng)
Vinnuleiðbeiningar alltaf sjáanlegar (líka
þegar unnið er áfram með krækjur)
Krækjur með mismunandi litum eftir gerð
þeirra
Fyrirsagnir/Efnisyfirlit/Lýsing á
krækjum
Hnitmiðaðar/einhlítar — finnur maður