Málfríður - 15.09.1999, Page 28
^■1.. ■■■■ J
Dagana 21. til 25. júní árið 2000 mun STÍL,
Samtök tungumálakennara á íslandi, halda rábstefnu í Reykjavík.
Einkunnarorö rábstefnunnar er:
Fjöltyngi er fjölkynngi
Markmib, vibfangsefni, kennsluhættir
og árangur af kennslu erlendra tungumála.
Þema ráðstefnunnar er m.a. valið með hliðsjón af stefnu
Evrópuráðsins um ab gera Evrópu að fjöltyngdu samfélagi
- a plurilingual society.
Rábstefnan er haldin á vegum norrænu-baltísku deildar
(NBR) Alþjóbasambands tungumálakennara (FIPLV).
Deildin stendur fyrir ráðstefnum fyrir félagsmenn sína á Norðurlöndum
og í Eystrasaltslöndunum á fjögurra ára fresti.
Síðast var rábstefna haldin í Helsinki í Finnlandi sumarib 1996.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna munu birtast fljótlega.
Upplýsingar veita:
Jórunn Tómasdóttir, netfang: jorunnto@fss.is og
Pétur Rasmussen, netfang: prasm@ismennt.is.