Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Side 14

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Side 14
Eins ótrúlega og það hljómar árið 2013, þá tíðkaðist fram til ársins 1992 að setja lík þeirra sem dóu úr alnæmi í lokaða poka og síðan var líkkistan boltuð vandlega aftur. Rökin voru þau, að verið væri að koma í veg fyrir smithættu. Aðstandendur fengu þar af leiðandi ekki að kveðja hinn látna á viðeigandi hátt með kistulagningu og samverustund eins og gengur og gerist. Allir sem hafa misst náinn ættingja eða vin, geta gert sér í hugarlund hversu skelfileg reynsla þetta hefur verið. Góðir menn börðust fyrir því að þessu yrði breytt, enda var orðið vitað hvernig veiran smitaðist og hvernig hún smitaðist ekki. Fundað var með smitsjúkdóma- læknum og öðrum þeim sem málið varðaði og að lokum var þessari vinnureglu aflétt stuttu síðar. Fyrir hiv-jákvæða í dag er það góð áminning að muna hversu hversu mikið vatn hefur til sjávar runnið, þrátt fyrir allt, frá því þessi hugleiðing var skrifuð. Mikið vatn til sjávar runnið! 14 RA U Ð I B O R Ð IN N

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.