Víðförli - 15.07.1985, Blaðsíða 15

Víðförli - 15.07.1985, Blaðsíða 15
Fjölskyldubúðir um frið- armál 27. júlí — 3. ágúst. Friðaruppeldi er yfirskrift vik- unnar og starfið fer fram við leik, söng og umræður. Utanfarir biskups Biskup íslands mun sitja fund höfuðbiskups norður- landa 10. sept. í Svíþjóð, en áð- ur sækir hann stjórnarfund Kirknasambands Morðurlanda (Fiordiska Ekumeniska Institut- et) á Gotlandi. Biskup mun halda utan 10. ágúst, og finna í Svíþjóð að Hirðisbréfi sínu sem væntanlegt er til útgáfu innan tíðar. Hagnýt og fróöleg árbók Kirknasamband Horður- landa, Nordiska Ekumeniska Institutet, hefur nýferið sent frá sér árbók sína, Bortom 1984, með forsíðumynd frá Landakirkju í Vestmannaeyjum meðan gos var í Heimaey. Efni árbókarinner er mikið og fjölbreytt, enda 360 blaðsíður. Heimsþingin tvö, Alkirkjuráðs- ins í Vancouver og Lúterska heimssambandsins í Búdapest í fyrra og hittiðfyrra fá athyglis- verða umfjöllun, ennfremur er þeirra Lúters og Grundtvig rækilega minnst á afmælum þeirra. Horrænt samstarf kirkj- unnar er glögglega kynnt með greinum og skýrslum, auk þess eru fjölmargir ritdómar og gagnlegar upplýsingar um ýmsar kirkjulegar stofnanir víða um heim. Greinarhöfundar eru frá öllum Horðurlöndunum, frá íslandi hafa lagt efni af mörkum: Sr. Jakob Hjálmars- son, Kristján Valur Ingólfsson, dr. Hjalti Hugason, sr. Bern- harður Guðmundsson og Sigur- geir Jónsson. Bókin fæst á Biskupsstofu. Biskup vísiterar Rangæ- inga í júlímánuði mun biskup visi- tera söfnuði og presta í Rangár- vallaprófastsdæmi. Mun biskup vera við guðsþjónustur í kirkjunum, ræða við safnaðar- fólk og kanna ástand kirkju- muna sem og safnaðarlífið. Prófasturinn séra Sváfnir Svein- bjarnarson á Breiðabólstað mun vera með biskupi á yfir- reið hans. Hentug handbók um kirkjulíf í Reykjavík Reykjavíkurprófastsdæmi hefur gefið út þægilega hand- bók þar sem hvert prestakall fær eina opnu til umráða og gefur þar ýmsar upplýsingar. Er þar greint frá sóknarmörk- um, viðtalstímum presta, nöfn- um og símanúmerum starfs- manna og sóknarnefndarfólks, messutímum og helstu þáttum safnaðarstarfsins. Hanbókina er að fá í Kirkju- húsinu og kostar hún aðeins 50 krónur. SRJNDARÞÚ VAXTARÆKT? Meó KJÖRBÓKINNI leggur þú rækt við fjárhag þinn VÍÐFÖRU - 15

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.