Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 2

Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 2
2 23. ARG. 3. TBL. V ÍÐ FORLI Ný fræðslustefna Þjóðkirkjunnar samþykkt Frá vöggu til grafar er yfirskrift nýrrar fræðslustefnu Þjóðkirkjunnar sem samþykkt var á nýafstöðnu Kirkjuþingi. Er þar fjallað um fræðslu kirkjunnar við alla aldurshópa eins og yfirskriftin ber með sér, um starfsmannaþjálfun og svo um samskipti kirkju og skóla. Fræðslustefnan skiptist í fjóra höfuðkafla. í fyrsta lagi sjálfa fræðsluna, í öðru lagi um starfsmannaþjálfun, í þriðja lagi um kirkju og skóla og í fjórða lagi um skipulag fræðslu- mála Þjóðkirkjunnar. í fyrsta kaflanum Fræðslu frá vöggu til grafar er fræðsl- unni skipt upp í fimm meginflokka. Þeir eru: Foreldrastarf, barnastarf, fermingarstarf, starf með unglingum og ungu fólki og fræðsla fullorðinna. í hverjum flokki eru sett fram markmið og verkefni. Helsta nýjungin er að fjallað er um foreldra sem sérstakan markhóp og með því viðurkennt að foreldrar/forráðamenn eru hvað mikilvægastir í trúarlegu uppeldi. Annar kaflinn fjallar um starfsmannaþjálfun. Lagt er til að hún verði stóraukin og að öllu starfsfólki Þjóðkirkjunnar, launuðu sem ólaunuðu verði boðið upp á grunnfræðslu um kristna trú og miðlun hennar, svo og mannleg samskipti og sálgæslu. Þá er einnig lagt til að skoða sérstaklega og efla sjálfboðastarf innan Þjóðkirkjunnar. í þriðja kaflanum er fjallað um samskipti Þjóðkirkjunnar og skólasamfélagsins, undir yfirskriftinni kirkja og skóli. Meðal markmiða er að styðja kennara í kristnum fræðum Gleðin í fyrirrúmi Gleðin sem þátttakendur upplifðu á Kirkjudögum 2001 er mörgum enn ( fersku minni. Til þess að auka tilhlökkun allra sem hafa áhuga á Kirkjudögum hefur nú verið opnuð vef- síða með upplýsingum um Kirkjudaga 2005 sem haldn- ir verða á Jónsmessu á Skólavörðuholtinu í Reykja- vík. Veffang síðunnar er www.kirkjan.is/kirkjudagar. Á henni er að finna allar helstu upplýsingar um Kirku- daga 2005 og þegar nær dregur mun síðan verða ítar- legri. Kirkjudagar eru hugsaðir sem uppskeruhátíð kirkjunn- ar, vettvangur til að skiptast á skoðunum og hugmyndum og til að kynnast fjölbreyttu starfi kirkjunnar, til að fræðast um kirkju og trúarlíf. Á Kirkjudögum 2005 verður lögð á- og koma að umræðu um mótun menntastefnu þjóðarinnar. Þessi kafli er í raun samantekt á skýrslu starfshóps um kirkju og skóla sem að fjallar á ítarlegri hátt um þau sam- skipti. í þeirri skýrslu eru m.a. lagðar fram þrjár grunnfor- sendur samstarfs kirkju og skóla; í fyrsta lagi er það skól- ans að fræða um kristna trú og önnur trúarbrögð; í öðru lagi fer tileinkun trúar eða lífsskoðunar fram á heimilum eða í kirkjum og í þriðja lagi er Þjóðkirkjan reiðubúin til að veita skólasamfélaginu þjónustu á forsendum skólans sjálfs. Skipulag fræðslumála Þjóðkirkjunnar er síðan fjórði kafli fræðslustefnunnar. Þar er m.a. ítrekað að sóknin sé grunn- eining kirkjustarfsins og hafi þá grunnskyldu að fræða börn, unglinga og fullorðið fólk. Þar sem þeirri fræðslu ver- ur ekki við komið sökum smæðar sóknarinnar þarf presta- kallið og prófastsdæmið að tryggja að þeim grunnskyldum sé sinnt. Lagt er til að auka ábyrgð prófastsdæma á kirkju- legri færðslu og að í hverju prófastsdæmi sé einn af prest- unum jafnframt n.k. fræðslufulltrúi sem starfi undir stjórn prófasts en í náinni samvinnu við fræðslusvið biskups- stofu. Þá er einnig lagt til að fræðslusvið Biskupsstofu og Leikmannaskólinn sameinist. Hin nýja fræðslustefna Þjóðkirkjunnar tekur gildi 1. júlí á næsta ári. Fræðslustefnuna er að finna í heild sinni á vef- síðu kirkjuþings www.kirkjan.is/kirkjuthing undir Gerðir kirkjuþings. Halldór Reynisson - Kirkjudagar 2005 hersla á kynna kirkjuna sem samfélag sem vekur og nær- ir kristna trúariðkun og andlegt líf, kynna og hvetja til fjöl- breytni í helgihaldi, virkja fólk til frekari starfs í kirkjunni og efla það til þjónustu við Guð og náungann. Loks að ítr- keka mikilvægi heimilisins sem vettvangs trúaruppeldis. Kirkjudagar eru samstarfsverkefni kirkjunnar allrar. Við undirbúning er leitað eftir samstarfi og samvinnu við sóknir, einstaklinga, stofnanir og félagasamtök, t.d. með kynningar, sýningar, málstofur, helgihald eða aðra dag- skrá. Sérstaklega er leitað til prófastsdæmanna að þau komi með beinum hætti að undirbúningi og framkvæmd Kirkjudaganna. í stýrinefnd Kirkjudaga eiga sæti Pétur Björgvin Þor- steinsson, sem er formaður nefndarinnar, Halldór Reynis- son, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, Þorvaldur Karl Helgason, Anna M. Þ. Ólafsdóttir og Stefán Már Gunn- laugsson, sem er verkefnastjóri Kirkjudaga 2005. Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í og starfa að Kirkjudögum eru velkomnir. Netfang Kirkjudaga 2005 er kirkjudagar@biskup.is. KIRKJU DAGAR 24.-25. júní 2005 á Skólavöröuholíj www.kirkjan.is/kirkjudagar

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.