Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 11

Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 11
NÓVEMBER 2004 V í Ð F Ö R L I 11 - sögur sem geta orðið öðrum góður styrkur þegar á móti blæs og sterk hvatning til trúar. Bókin kemur að notum í allri tólf spora vinnu og er jafnframt kjörin til að lesa í einrúmi og íhuga efni hennar. Vegamót - Sporin tólf og Biblían hefur verið þýdd á fjölda tungumála og reynst fengur öllum þeim sem vilja tileinka sér tólf spora leiðina til að ná aftur fótfestu í lífinu. Flöfundur bókarinnar Dennis Morreim er prestur sem hefur starfað mikið með þeim sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda. Þýðandi bókarinnar er sr. Jóna Lísa Þorsteins. Börn og skilnaður Skilnaður veldur ávallt miklu umróti í lífi þeirra sem tengjast honum, hvort sem um er að ræða fullorðna eða börn. Mikilvægt er að bæði foreldrar og starfsfólk skóla og dag- heimila átti sig á þeim miklu umskiptum sem verða á lífi barna við skilnað foreldra. Þessi bók verður öllum þeim sem vinna með börn sem horfa fram á skilnað, mikill styrkur. Höfundur fjallar af nærfærni og raunsæi um það sem kann að koma upp í skilnaðarmálum. Hann hefur hag barnanna að leiðarljósi og leiðbeinir foreldrum þannig að skilnaðurinn verði léttbærari fyrir börnin. Orð í gleði Metsölubók febrúar 2004 ORF) I C.l I D! Veganesti út í dagsins amstur og eril! Hér er að finna smellnar örsögur og djúpar íhuganir, sterk myndbrot og Ijóð, ódauðleg spekiorð og heitar bænir sem styrkja og næra hugann. Allt eru þetta hlý orð og kröftug sem höfundur vill deila með öðrum til að upp- örva í trú og efla von. Sjónarhorn kímninnar er hér í fyrirrúmi og sýnir hvað hún getur verið öflugur farvegur fyrir það sem skiptir mestu máli í lífinu. Karl Sigurbjörnsson biskup tók saman. Elli og skilnaðurinn i i Elli fíll er sex ára gamall. Hann á heima í gulu húsi ásamt systur sinni og mömmu og pabba. Mamma hans og pabbi segja honum dag einn að þau ætli ekki að búa lengur saman. Bókin er sprottin upp af áralangri vinnu með börn sem ganga í gegnum margvíslega erfiðleika í lífinu. Myndir í bókinni eru lifandi og sterkar og hún er lærdómsrík fyrir börn og fullorðna. Þessi bók er gefin út í samstarfi Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og Skálholtsútgáfunnar. Kirsti R. Haaland • ínger Landsera LLI G SKILNAÐLFRINN Sálmar í gleði Flytjendur eru Schola Cantorum auk fjölda hljóðfæraleikara, stjórnandi Hörður Áskelsson. Sálmarnir eru allir þekktir og teljast til ástsælustu sálma í sálmaarfi okkar íslendinga. CD Sálmar í sorg og von 26 sálmar úr sálmabókinni Flytjendur eru Kammerkór Langholtskirkju auk fjölda hljóðfæraleikara, stjórnandi Jón Stefánsson. Sálmarnir eiga það sameigin- legt að bera andblæ vonar í gleði og sorg. Hér er um að ræða ferskar útsetningar á mörgum þekktustu sálmum sálmabókarinnar. Margir sálmanna eru mikið notaðir við ýmiskonar helgihald en hér birtast þeir í nýjum búningi og gera mismunandi ningar geisladiskinn afar fjölbreyttan. útset- CD Orgelverk Páls ísólfssonar PÁU fSÓLFSSON OHGEIVERK I flutningi Björns Steinars Sólbergssonar organista við Akureyrarkirkju. Með orgelverkum sínum ritaði Páll ísólfsson merkan kafla í íslenskri tónlistarsögu. Tónverk Páls eru voldug, minna á brimið í fjörunni á Stokkseyri þar sem hann ólst upp.

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.