Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 15

Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 15
NÓVEMBER 2004 V I Ð F Ö R L I 15 Börnin bíða Frændsystkini. Feður barnanna, þrír bræður, eru látnir og sex eigin- konur þeirra. Barnlaus föðursystir sér um hópinn, 14 frændsystkini og tvö barnabörn bræðranna. Þau njóta aðstoðar kirkjunnar. Munaðarlaus börn í Úganda eru sum farin að líta glaðan dag. Það er hjálparstarfi kirknanna í landinu að þakka. í síðustu jólasöfnun Hjálpar- starfs kirkjunnar söfnuðust 20 milijónir króna. Fyrir þær hefur verið riðið þétt net ráðgjafa sem fengið hefur eins og hálfs árs kennslu og þjálfun í að hjálpa börnum sem búa ein eftir að hafa misst foreldra sína úr ainæmi. Svo vel hefur gengið að frá síðustu jólum og fram í júlí höfðu 1500 börn fengið fatnað, fræ, áhöld, íbúðarhús, geitur eða hænur, allt eftir aðstæðum hvers systkinahóps. Byggt á frumkvæði staðarfólks Ráðgjafinn er kjölfesta barnanna í lífinu. Hann huggar þau og styrkir, leiðir og kennir. Og hann mun gera það áfram því ráðgjafarnir eru allir úr sömu sveit og börnin, búa þar með eigin fjölskyldur og vinna sitt starf í sjálfboða- vinnu. Þannig er aðeins kostað til menntunar þeirra og þjálfunar en þekking og færni til að takast á við vand- ann situr eftir i héraðinu sjálfu þótt hjálparstarf kirkna flytji sig um set og hefji starf á nýjum stað. í Úganda er heil kynslóð fallin frá og í raun veit enginn hvernig börn- unum sem nú vaxa úr grasi mun reiða af. Það hefur ekki gerst áður að börn í heilu samfélagi ali sig sjálf upp. En við sjáum gríðarlegan árangur af hjálparstarfi meðal munaðarlausu barnanna. Við sjáum bros, frumkvæði, leik og ekki síst miklu betri aðbúnað en fyrir aðeins ári síðan. Þá brosti enginn og það er sannarlega óvanalegt. Alls staðar kunna börn að leika og sprella, hversu fátæk sem þau eru. En svo var ekki fyrir ári síðan, á starfssvæði kirkj- unnar í Úganda. Alla langar að hjálpa, segjum þeim hvernig Þrestar! Segið frá hjálparstarfinu sem kirkjan okkar stendur fyrir. Minnið á baukinn og gíróseðilinn í öllum messum á aðventunni. Segið frá verkefninu í safnaðarblað- inu. Fólk grípur það fegins hendi að fá að leggja góðu mál- efni lið um jólin. I ársskýrslunni okkar eru upplýsingar um starfið á aðgengilegum og fljótlesnum nótum. Við þurfum öflugan stuðning kirknanna í landinu til að afla fjár. Þá mun ekki standa á okkur að koma því í góðar þarfir. Börnin bíða. Látum það ekki vera vonlausa bið. Tökum höndum saman um góða jólasöfnun. Anna M. Þ. Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi Hjalparstarfs kirkjunnar Mikill fjöldi fólks á námskeiði um Da Vinci lykilinn Allt að 200 manns sóttu námskeið um sögu kirkjunnar og Da Vinci lykilinn. Námskeiðið hófst tíunda nóvember og er á vegum Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar sem hófst í nóvember. Kennari er sr. Þórhallur Heimisson prestur í Hafnarfjarðarkirkju Það er Ijóst að þessi bók vekur áleitnar spurningar sem saga kirkjunnar á mörg svör við. Meðal annars er fjallað um það hvort Jesús hefði verið kvæntur Maríu Magda- lenu. Námskeiðið er byggt upp eins og sagan sjálf, þ.e. smátt og smátt finnast nokkurskonar lyklar sem Ijúka upp dyrum leyndarmálanna. Góður rómur var gerður að efni námskeiðsins og Ijóst að kirkjan á mikilvægt erindi að reka varðandi fræðslu og námskeiðshald. Da Vinci lykillinn er fyrst og fremst saka- málasaga en um leið vekur hún upp stórar spurningar sem varða staðhæfingar kristinnar trúar og þeim má mörgum svara með fræðslu og margan misskilninginn hrekja. Það gleðilega er að fólk vill leita svara eins og ber- lega kom í Ijós varðandi áhuga á námskeiðinu í Grensás- kirkju. Irma Sjöfn Óskarsdóttir

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.