Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 8
8
VÍÐFÖRLI
23. ÁRG. 3. TBL.
Tækniframfarir og tengsl
við grasrótina
Frá kirkjuþingi.
Nýafstaðið Kirkjuþing 2004 fjallaði að
þessu sinni um tuttugu mál. Telja verður
að fræðslu- og tónlistarstefnur kirkjunn-
ar hafi notið einna mestrar athygli, enda
um þýðingarmikil mál að ræða er bæði
varða grundvöll kirkjulegs starfs. Nánari
umfjöllun um þessi mál eru í þessari út-
gáfu Víðförla og því verður ekki frekar
fjölyrt um þau hér.
Kirkjuþing þetta er hið sjötta sem háð
er frá því að núgildandi þjóðkirkjulög
tóku gildi þann 1. janúar 1998, en Kirkju-
þing er, eins og kunnugt er, æðsta stofn-
un kirkjunnar innan lögmæltra marka.
Miklar breytingar hafa orðið á undirbún-
ingi og vinnubrögðum þingsins á þess-
um tíma og eðli þingmála breyst nokk-
uð. Þannig hefur stöðugt verið unnið að
því að bæta undirbúning þingsins eink-
um með því að senda mál fyrr til þing-
fulltrúa en verið hefur. Enn fremur hefur þýðing héraðs-
funda í undirbúningi þingsins aukist til muna og er megin-
reglan sú að þingmannamál verða að hafa hlotið umfjöllun
héraðsfundar áður en þau eru lögð fram á Kirkjuþingi.
Þingið tengist þannig grasrótinni betur en áður. Tækni-
framfarir hafa leitt til mikilla framfara í upplýsingamiðlun frá
Kirkjuþingi til almennnings og þeirra þjóðkirkjumanna sem
vilja fylgjast með störfum þingsins. Þingmál eru birt á vefn-
um um leið og hvert mál er tilbúið. Þá eru Gerðir Kirkju-
þings birtar á vef kirkjunnar að jafnaði nánast um leið og
mál hefur verið afgreitt af Kirkjuþingi í þingsal. Gerðir allra
mála voru orðnar aðgengilegar á vefnum aðeins nokkrum
mínútum eftir afgreiðslu síðasta málsins og er um algera
byltingu að ræða frá því sem var.
Að mati þess er þetta ritar má greina starf Kirkjuþings í
fernt. Kirkjuþing er löggjafarvald kirkjunnar sem setur henni
leikreglur með starfsreglum, mótar stefnu kirkjunnar í hin-
um veigameiri málum, fer með visst eftirlitshlutverk m.a. að
sjá til þess að reikningar kirkjulegra stofnana hljóti nægi-
lega endurskoðun og þá er Kirkjuþing samtalsvettvangur
þeirra er þar sitja. Þannig hafa kirkjuþingsmál fengið al-
menna umræðu á þinginu án endanlegrar afgreiðslu. Um-
ræðan getur þá verið veganesti til frekari vinnu í málinu eða
leitt í Ijós hvaða atriðum kann að þurfa að breyta auk þess
að vera gagnleg fyrir alla þá sem eiga hlut að máli, kirkju-
þingsfulltrúa eða aðra. Dæmi slíkra mála á þessu þingi
voru mál um framtíðarskipan prófastsdæma og um endur-
skoðun á tilhögun kosninga til Kirkjuþings.
Eins og fyrr segir hefur eðli mála breyst nokkuð. Fyrstu
árin eftir samþykkt þjóðkirkjulaganna fóru í að mynda nýj-
an ramma utan um hið kirkjulega starf með setningu
starfsreglna um margvísleg málefni, auk þess sem mótuð
var framkvæmd á verkaskiptum Kirkjuþings og annarra
kirkjulegra stjórnvalda, einkum Kirkjuráðs. Á allra seinustu
árum hefur áherslan færst meira á hið stefnumótandi hlut-
verk Kirkjuþings og mál er varða hið innra kirkjulega starf.
Ef litið er yfir mál sem þingið afgreiddi að þessu sinni, þá
var samþykkt að sameina Barðastrandar - og ísafjarðar-
prófastsdæmi í eitt Vestfjarðaprófastsdæmi. Jafnframt var
samþykkt að kjósa nefnd kirkjuþingsmanna til að fjalla um
skipan prófastsdæma og að fara yfir reglur um Kirkju-
þingskosningar. Enn fremur voru samþykktar nýjar starfs-
reglur um Leikmannastefnu svo og að fella úr gildi starfs-
reglur um fræðslu fyrir leikmenn innan þjóðkirkjunnar en
fræðslustarfið fellur undir nýsamþykkta fræðslustefnu. Þá
voru staðfestar reglur fyrir Guðbrandsstofnun á Hólum svo
og skipulag um viðbragðaáætlun kirkjunnar vegna stór-
slysa. Auk hinna stóru stefnumála sem fyrr var getið, var
samþykkt þingsályktun um stöðu og málefni aldraðra og
um varðveislu- og þjónustugildi kirkna og bænhúsa. Af
þessu stuttlega yfirliti sést að framlagðar tillögur að starfs-
reglum voru einungis þrjár talsins.
Undirbúningur að Kirkjuþingi 2005 er þegar hafinn.
Kemur þar m.a. til að aðalsafnaðarfundir og héraðsfundir,
sem eru umsagnaraðilar um tiltekin mál, hafa færst framar
á árið. Þannig þekkjast dæmi þess að aðalsafnaðarfundir
séu haldnir strax í janúarmánuði. Enn fremur hefur nefnd
sú sem Kirkjuþing 2004 kaus til að fara yfir tillögur um skip-
an prófastsdæma og tilhögun kirkjuþingskosninga þegar
hafið störf.
Guðmundur Þór Guðmundsson
framkvæmdastjóri kirkjuráðs