Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 17

Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 17
NÓVEMBER 2004 V í Ð F Ö R LI 17 Að stilla saman strengi í vímuvörnum Þjóðkirkjan tók þátt í vímuvarnarvikunni 2004 sem hald- in var dagana 22 - 28. október s.l. Að vikunni stendur Sam- starfsráð um forvarir. Vikan er eitt af fyrstu verkefnum Sam- starfsráðsins og er ætlað að byggja upp vettvang fyrir kynningu á því vímuvarnastarfi sem unnið er á íslandi hverju sinni. Hans Guðberg Alfreðsson, fræðslu-og æskulýðsfulltrúi Dómkirkjunnar, hafði umsjón með skipulagningu og upp- setningu verkefnisins að beðni vímuvarnarprests Þjóðkirj- unnar. í því fólst að búa til og hanna kynningarefni til sýn- ingar í Kringlunni þar sem þeim aðilum er starfa í vímuvörn- um eða einhverskonar forvörnum boðin þátttaka. Þarna voru samtök á borð við Foreldrahúsið - Vímulaus æska, ÍSÍ, skátarnir og Rauða krossinn. Viöamikið forvarnarstarf í skýrslu um vikuna segir Hans meðal annars: „Starf kirkjunnar er viðamikið forvarnarstarf sem bygg- ist á því að leið fólk til heilbrigðs lífs og gleði. Kirkjan vill halda utan um fólk allt frá fyrstu bernsku og gerir það á margvíslegan hátt. Kemur þá fyrst upp í hugann hið viða- mikla barnastarf kirkjunnar og sívaxandi æskulýðsstarf. Kirkjan státar af ýmsu í vímuvarnarmálum t.a.m. vímuvarn- arpresti, öflugu unglingastarfi, adrenalínhópar gegn ras- isma o.s.frv. Á þessum vettvangi er bæði unnið að fyrsta stigs forvörnum og einnig reynum við að ná til þeirra sem hafa farið halloka í lífsbaráttunni og er þá aðallega átt við alkóhól og önnur vímuefni. Var komið inn á þetta allt í kynningunni og bent á hvað kirkjan væri í raun og veru að gera hvað varðar þessi mál. Sýnileiki kirkjunnar Að sjálfsögðu á kirkjan að vera sýnileg og hlýtur það að liggja í hlutarins eðli að hún auglýsi hvað hún er að gera það er sjálfsögð þjónusta við allan þann fjölda sem tilheyr- ir henni. Þótti kynningin heppnast mjög vel og var gaman að heyra frá fólkinu sem heimsótti okkur hvað kirkjan nýt- ur mikils trausts og ennfremur hvað það kom fólki skemmtilega á óvart hversu mikið er gert innan kirkjunnar til þess að mæta þessum síaukna vanda sem blasir við okkur. Hápunktur helgarinnar var síðan Kringlustökkið en þar stukku helstu talsmenn þeirra hreyfinga sem tóku þátt í vímuvarnarvikunni. Stigu menn á stokk og stukku lang- stökk án atrenu til forvarna. Voru það Adda Steina og und- irritaður sem stukku fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Var keppnin skemmtileg og stóðu fulltrúar kirkjunnar vel undir vænting- um. Fyrir komandi kynslóöir Mikilvægt er að starf kirkjunnar á sviði vímuvarna sé sýnilegt. Ekki var síður gagnlegt fyrir okkur sem stóðum að þessari kynningu að kynna okkur það sem aðrir eru að gera á þessu sviði enda er alltaf mikil þörf að að stilla sam- an okkar strengi og vinna í sameiningu að öflugum vímu- vörnum komandi kynslóðum til hagsbóta."

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.