Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 3

Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 3
NÓVEMBER 2004 V í Ð F Ö R L I 3 Frábær ungmenni á Landsmóti Æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar Landsmót Æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar var haldið ( Vatnaskógi helgina 15.-17. október. Tvö hundruð og fimm ungmenni og leiðtogar hoppuðu upp í rútu og brunuðu af stað og mættu galvösk í skóginn um kvöldmatarleytið á föstudegi. Vel gekk að koma sér fyrir og eftir geggjaðan grjónagraut var blásið til kvöldvöku. Á kvöldvökunni var sungið og glaðst og hlegið að léttum bröndurum og vinaæskulýðsfélög dregin saman úr hatti. Eftir kvöldvöku tók við frjáls tími sem ungmennin nýttu til að kynnast og spjalla og skoða staðinn. Á meðan fóru nokkrir leiðtogar út í íþróttahús og hófu undirbúning á guðsþjónustu. Guðsþjónustan var með óhefðbundnu sniði, en unnið var með oþið rými, 5 stöðvar og tónlist. Ungmennin tóku mjög virkan þátt í guðsþjónustunni. Löng biðröð myndað- ist við skriftastólinn og í fyrirbænahorni, þau skrifuðu fjölda fallegra bæna sem var varpað upp á vegg með skjávarpa og í fyrirgefningarhorninu var hópur ungmenna að skrifa niður bæn til Guðs um fyrirgefningu. Á meðan á guðsþjón- ustunni stóð hljómaði kristileg tónlist og hugleiðing úr há- tölurum. Guðsþjónustunni lauk svo með því að gengið var í kyndlagöngu upp í skógarkirkju þar sem bál var tendrað og þar voru bænir sem settar voru í bænakassa og bænir um fyrirgefningu brenndar undir stjörnubjörtum norður- Ijósahimni. Dagskrá laugardagsins hófst með hugleiðingu um frelsi undan áhyggjum. Þá tók við kvikmyndahátíðin Imago Dei. Átta stuttmyndir bárust í stuttmyndasamkeppnina, sem var hin glæsilegasta og báru Akureyringar sigur út bítum. Greinilegt var að ungmennin höfðu lagt mikla vinnu í að út- búa kvikmyndirnar og eiga þau svo sannarlega hrós skilið. Eftir hádegi var svo boðið upp á ýmis dagskrártilboð svo sem ullarþæfingu, gospelkór, glasaætingu, rammagerð, í- þróttir, fótboltaspilsmót, vinabandagerð og margt annað þessu líkt. Andrúmsloftið var hreint dásamlegt og skemmtilegt var að sjá ungmennin njóta þess að slaþpa af og gleyma sér í föndri, dundi og sprelli. Á laugardagseftir- miðdegi var svo þrautakeppnin ægilega haldin. Þar reyndu keppendur fyrir sér í stígvélakasti, sms sendingum, hlátri, biblíuuppflettingum og köngulóahlaupi. Ólafsvíkingar sigr- uðu þrautakeppnina með glæsibrag. Kvöldvakan á laugardagskvöld hófst svo með skemmti- atriðum frá kvöldvökustjórunum Sigga Grétari og Jóa bróður. Stýrðu þeir frábærri kvöldvöku þar sem ýmsir stigu á stokk og skemmtu. Leiðtogar tóku sig saman og sungu „Slá í gegn“ við mikinn fögnuð. Diskótekið var hið fjörug- asta og mátti þar sjá ungmenni og leiðtoga dilla sér í takt við tónlist frá hinum ýmsu tímum. Laugardagskvöldið leið hratt og lauk því svo með lofgjörðarstund í sal Gamla skála. Ungmennin héldu svo í háttinn þreytt og ánægð eft- ir langan og skemmtilegan dag. Á sunnudagsmorgun var ekki laust við að nokkur tregi væri í ungmennunum enda tími til kominn að halda heim á leið. Mótsslit og fararblessun fóru fram í íþróttahúsinu og eftir það hélt hver heim til sín. Mótsstjórar horfðu á eftir rút- unum þegar þær hurfu fyrir hornið í Vatnaskógi og hugs- uðu með sér hvílík forréttindi það eru að fá að vinna með svo frábærum og skemmtilegum ungmennum. Á mótinu ríkti einstaklega góður andi, ungmennin voru í öllu til fyrir- myndar og leiðtogar áttu vart orð yfir því hversu frábært fólk var saman komið í Vatnaskógi á Landsmóti Æskulýðs- félaga Þjóðkirkjunnar 2004. www.kirkjan.is/annall/- landsmot Sjöfn Þór

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.