Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 13

Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 13
NÓVEMBER 2004 V I Ð F Ö R L I 13 Sterkt og gott samfélag lútherskra kirkna um allan heim Fyrsti stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins eftir 10 heimsþingið í Winnipeg síðasta sumar, var haldinn í byrjun haustsins í Genf. Alls eru 138 kirkjur í 77 löndum með samtals 65 milljónir meðlima í Lútherska heimssam- bandinu og sitja 48 kjörnir fulltrúar frá aðildarkirkjunum í stjórn sambandsins sem hittist árlega. Á fundinum í Genf bar hátt umræða um skipulag og fjár- hag sambandsins. Hinn þýskættaði Peter Stoll, sem fer með fjárreiður Lútherska heimsambandsins, kynnti í skýrslu sinni róttækar tillögur í átt að hagræðingu og að- haldi í starfi sambandsins, sem m.a. lúta að auknu sam- starfi deilda og ráða innan aðalskrifstofunnar í Genf og fækkun stórra funda. Út frá þessum tillögum spunnust miklar og líflegar umræður og var stjórnarfólk alltént sam- mála um að leita þyrfti nýrra leiða til að halda við því mikla starfi sem fram fer á vegum Lútherska heimssambandsins um víða veröld. Þá var mikil vinna helguð markmiðssetningu í lífi og starfi Lútherska heimssambandsins fram að næsta heims- þingi, sem verður haldið árið 2010. Þingið í Winnipeg skil- aði af sér löngum bálki af tilmælum og markmiðum sem kirkjunum þótti vert og brýnt að vinna að. Stjórninni var síðan falið að vinna frekar með þau og setja það allra mik- ilvægasta á oddinn. Niðurstaðan úr þeirri vinnu kemur fram í fjórum höfuðmarkmiðum sem þetta alþjóðlega sam- félag lútherskra kirkna sér endurspegla köllun sína og til- gang. Höfuðmarkmiðin fjögur eru: 1. Að styrkja hina lúthersku sjálfsmynd í samfélagi og boð- un kirknanna. 2. Að standa við og dýpka samkirkjulegar skuldbindingar og styðja við samræður á milli trúarbragða. 3. Að bera vitni í kirkju og þjóðfélagi um Guði sem gerir heilt, endurreisir og réttir hlut þeirra sem órétti eru born- ir. 4. Að hlusta á hvert annað og deila ábyrgð og gæðum með hvert öðru. Þá var unnið að málefnum hinna ýmsu deilda og sviða ■ innan sem Lútherska heimssambandið starfar eftir. Stjórn- in skiptir með sér verkum eftir þessum nefndum og leggur síðan fyrir allsherjarsamkunduna þau mál sem hvert svið leggur til. Deildirnar sem Lútherska heimssambandið starfar eftir eru Þjónusta og hjálparstarf (Department of World Service), Guðfræði og menntun (Theology and Stu- dies) og Trúboð og þróunarstarf (Mission and Develop- ment). Þá hafa eftirfarandi svið innan aðalskrifstofunnar nefndir til að vinna í: Samskipti og fjölmiðlun (Commun- ication Services), Fjármál og stjórnun (Finance and ad- ministration), Mannréttindamál (International Affairs and Human Rights) og Samkirkjuleg samskipti (Ecumenical Af- fairs). Dr. Ishmael Noko. Á stjórnarfundinum í Genf var framkvæmdastjóri Lúth- erska heimssambandsins, Dr. Ishmael Noko, frá Zimbabwe, endurkjörinn til næstu 7 ára. Helstu manna- breytingar aðrar á toppinum eru þær að Norðmaðurinn Dr. Kjell Nordstokke var valinn til að stjórna deild LH um Trú- boð og þróunarstarf. Þá samþykkti stjórnin að Karin Achtelstetter, sem er yfirmaður samskiptamála hjá LH, gegni starfi aðstoðarframkvæmdastjóra frá og með næstu áramótum. Margt annað var afgreitt af borði stjórnarinnar sem ekki er upptalið hér. M.a. má nefna að skipaður var vinnuhóp- ur með fulltrúum allra heimshornanna sem á að vinna að því að safna gögnum um afstöðu kirknanna í málefnum hjónabandsins, fjölskyldunnar og kynlífs (sjá sérstaka frétt í Víðförla). Forseti Lútherska heimssambandsins, hinn bandaríski yfirbiskup Mark Hanson, sagði eftir fundinn að í hans huga væri það hið sterka og djúpa samfélag sem hann skynjaði í samveru og samstarfi kirknanna sem stæði upp úr, frekar en þær ákvarðanir sem voru teknar. Lesa má nánar um stjórnarfund Lútherska heimssam- bandsins á heimasíðunni www.lutheranworld.org. Þar er líka að finna einstakar skýrslur og ræður sem þar voru flutt- ar. Næsti stjórnarfundur verður í byrjun september á næsta ári og er stefnt að því að hann verði i Jerúsalem í boði Evangelísk lúthersku kirkjunnar í Palestínu og Jórdaníu. Kristín Þórunn Tómasdóttir (Kristín Þórunn Tómasdóttir er fulltrúi þjóðkirkjunnar í stjórn Lútherska heimssambandsins. Þar starfar hún í nefnd um samskipti og fjölmiðlun (OCS) og gegnir formennsku iþeirri nefnd.)

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.