Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 5

Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 5
NÓVEMBER 2004 V í Ð F Ö R L I 5 Konur vígðar í 30 ár Sr. Auður Eir Vilhjálmsdótrtir. í tilefni af því að nú í september voru liðin 30 ár frá vígslu sr. Auðar Eir var haldið örþing miðvikudaginn 29. septem- ber í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Sr. Auður var fyrst kvenna á íslandi vígð til prestsþjón- ustu. Ræðukonur á málþinginu veltu upp mörgum áleitnum spurningum varðandi stöðu kvenna í kirkjunni. Séra Solveg Lára Guðmundsdóttir talaði fyrst og sagði frá hópi kvenna sem hittist til að ræða kvennaguðfræði á heim- ili Auðar Eir í Kastalagerði í Kópavogi á árunum 1980 -1993. Elísabet Þorgeirsdóttir ritstýra fjallaði um Kvennakirkj- una. í máli hennar kom fram að Kvennakirkjan var stofnuð af hópi kvenna sem tóku þátt í námskeiði á vegum Tóm- stundaskólans í kvennaguðfræði. [ febrúar 1993 var fyrsta messan haldin og í 11 ár hafa verið messur að jafnaði mán- aðarlega í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Séra Sigríður Guðmarsdóttir fjallaði m.a. um það sem áunnist hafi í jafnréttismálum innan kirkjunnar og það sem þurfi að gera í framtíðinni. Hjá henni kom fram að margt hefur breyst á þessum 30 árum sem liðin eru frá vígslu sr. Auðar og nú í dag eru rétt um þriðjungur presta þjóðkirkj- unnar konur og þar af gegna þrjár þeirra prófastsstöðum. [ lok máls síns lagði Sigríður fram þá tillögu að 29. septem- ber yrði gerður að jafnréttisdegi kirkjunnar. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir nefndi orðin rúm og rými og þá með tilliti til kirkjunnar. í orðum hennar kom fram að við þyrftum andlegt rými til að geta blómstrað en síðan eru það þessar brennandi spurningar um hver hafi rýmin innan kirkjunnar og hver hafi vald til að skammta það rými, hvern- ig megi gefa meira rými. Að lokum sagði Sólveig Anna að við þyrftum í kirkjuna okkar meiri kærleika og meiri sam- stöðu en mættum gera minna að því að aðgreina og banna. Elína Hrund Kristjánsdóttir fjallaði um mál beggja kynja og þá sérstaklega í tengslum við sálmahefð kirkjunnar. Kvennakirkjan hafi farið út á jaðarinn með sitt málfar og þá með tilliti til þess að tala í kvenkyni en það sé líka gott að fara út á jaðarinn til að sjá betur hvað er rétt. í orðum henn- ar lá hvatning til kvenna að semja sálma og koma þeim á framfæri því flestir sálmar sálmabókarinnar séu ortir í karl- kyni. Að hennar mati er Ijóst að málfar kirkjunnar er oft úti- lokandi fyrir konur og þá sérstaklega í Ijósi þess að Jesús braut reglur karlasamfélagsins. Á eftir voru almennar umræður og tóku málþingsgestir undir margt það sem kom fram í máli ræðukvennanna. Irma Sjöfn Óskarsdóttir Nýir vefir á vefsvæði kirkjunnar Á undanförnum mánuðum hafa verið opnaðir nokkrir nýir vefir á vefsvæði kirkjunnar: • Breiðholtskirkja: www.kirkjan.is/breidholtskirkja • Fjölskylduþjónusta kirkjunnar: www.kirkjan.is/fjolskylduthjonusta • ísafjarðarkirkja: www.kirkjan.is/isafjardarkirkja • Kirkjudagar: www.kirkjan.is/kirkjudagar • Laugarneskirkja: www.kirkjan.is/laugarneskirkja • Raufarhafnarkirkja: www.kirkjan.is/raufarhafnarkirkja • Reykjavíkurprófastsdæmi vestra: www.kirkjan.is/vestra • Sauðárkrókskirkja: www.kirkjan.is/saudarkrokskirkja • Skálholtsskóli: www.kirkjan.is/skalholtsskoli • Þingvallakirkja: www.kirkjan.is/thingvallakirkja Unnið að uppsetningu á vefjum fyrir nokkrar sóknir á höfuðborgarsvæðinu, þ.á.m. fyrir Grafarvogskirkju og Neskirkju. Það verður nánar kynnt síðar. Mikil gróska hef- ur verið í s.k. netkirkjuvefjum, en það eru litlir, einfaldir og aðgengilegir vefir fyrir sóknir. Dæmi um slíkt eru t.d. vefir (safjarðarkirkju og Sauðárkrókskirkju. Öllum sóknum landsins stendur til boða að fá uppsettan slíkan vef. Áhugasamir geta haft samband við undirritaðan með því að senda skeyti á netfangið arni.svanur.danielsson@biskup.is. Árni Svanur Daníelsson

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.