Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 12

Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 12
12 VÍÐFÖRLI 23. ARG. 3. TBL. Þankar um sálmaráðstefnu Á nýafstaðinni sálmaráðstefnu kirkjunnar, sem haldin var nokkrum dögum fyrir Kirkjuþing, kom margt afar merkilegt fram um sálmasönginn í kirkjunni. Meðal annars sú sam- eiginlega skoðun þátttakenda og fyrirlesara að lausnin á vanda hinnar þegjandi kirkju í messunni sé sú, að prestar, organistar og kórar standi saman um þá hugsjón að virkja söfnuðinn til þátttöku. Það var sem rauður þráður í fjöl- mörgum erindum og líflegum umræðum að án sameinaðs átaks þessara aðila verði björninn aldrei unninn. Er þá eft- ir nokkru að bíða að hefjast handa og bretta upp safnaðar- söngsermarnar? Guðs I i Ut er komin bók- ^■■0in Guðs - fyrir meðhjálpara og kirkjuverði, sóknarnefndir og starfsfólk kirkjunnar. Ritið hefur að geyma hag- nýtan og sögulegan fróðleik um hið forna og virðulega embætti meðhjálparans sem gegnir lykilhlutverki í helgihaldi þjóðarinnar. Einnig er fjallað um ýmis embætti önnur sem að kirkjulegri þjónustu koma, svo sem kirkju- vörðinn og hringjarann, og önnur þau störf sem sinnt er í kirkjum og safnaðarheimilum. Þá er fjallað um kirkjurýmið, guðsþjónust- una, meðhöndlun kirkjugripa, friðaðar kirkjur og kirkjugarða. Ritið bætir úr brýnni þörf fyrir handhægar upplýsingar og aðgengilegan fróð- leik um þetta efni og á erindi við alla sem hafa áhuga á kirkjulegri þjónustu í sögu og samtíð. Bókina prýðir fjöldi Ijósmynda úr starfsum- hverfi meðhjálparans. Gunnar Kristjánsson og Kristín Þórunn Tóm- asdóttir ritstýrðu verkinu. Útgefandi er Kjalarnessprófastsdæmi og er bókin til sölu í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31. Verð er kr. 2980.- en kr. 2500. - fyrir nemendur. Á afar merkilegum fyrirlestri eins gesta sálmaráðstefn- unnar, orgelleikarans og kórstjórans Marks Andersons frá Bandaríkjunum, kom fram sú sýn að til þess að glæða megi almenna þátttöku safnaðarins í söngnum þurfi for- ystufólk helghaldsins fyrst og fremst að setja sig í spor safnaðarfólksins á kirkjubekkjunum. Hvernig viljum við sem manneskjur að fram við okkur sé komið þegar komið er inn í kirkjuskipið? Kom fram í máli Marks að vart er hægt að ætlast til þess að fólk syngi ef það þekkir ekki lögin. Lausnin á þessu er sú að kenna fólki lögin og gefa því tíma, sinna því, líta á það sem meginverkefni að byggja upp söfnuðinn og kenna honum að njóta helgihaldsins með beinni þátttöku. Helgihald snýst um fólk, sagði hann, manneskjur, og það er á ábyrgð forystusveitar kirkjunnar að finna aðferðir sem duga til þess að auðvelda fólki að njóta helgihaldsins og komast þannig í snertingu við Guð. Lokaatriði sálmaráðstefnunnar var svonefnd sálmaveisla sem haldin var í Hallgrímskirkju laugardagskvöldið 16. október. Veislustjóri var Mark Anderson og leiddi hann veislugesti um undraheima sálmabókar kirkjunnar með sérlega hvetjandi, fjölbreyttum og smekklegum útsetning- um sínum á völdum sálmum. Þær töfraði hann fram á hið magnþrungna Klais orgel kirkjunnar en naut einnig sam- leiks blásarasveitar, pákuleikara og nokkurra bjölluspilara sem léku af fingrum fram á handbjöllur. Var góður rómur gerður að matreiðslu sálmanna frá hendi Marks og fannst söfnuðinum þetta kvöld sérlega þægilegt og skemmtilegt að syngja með. Þá gerði Mark það sem um var rætt með- al fólks á sálmaráðstefnunni. Hann stóð upp frá orgelinu og kynnti lögin, ávarpaði söfnuðinn hlýlega og náði ein- faldri manneskjulegri tengingu við fólkið á bekkjunum. Með þessu bjó hann til löngun hjá söfnuðinum að taka þátt og fyrir vikið var mikil eining í húsinu og gleði í lofti. Það að virða fólk viðlits, setja það í öndvegi, gerir það að verkum að fólki finnst fallega fram við sig komið og þannig verður til löngun hjá því að taka þátt í lofgjörðinni og njóta hennar með beinni þátttöku. Mikið var sungið þetta kvöld og fyllti lofgjörð safnaðarins hvelfingar musterisins á Skólavörðu- holti. Mætti svo verða í öllum kirkjum landsins í helgihaldi framtíðarinnar. Tónlistarstefna þjóðkirkjunnar var samþykkt á Kirkju- þingi vikuna eftir sálmaráðstefnuna. Eru það afar gleðileg og þýðingarmikil tímamót. Nú hefur þjóðkirkjan þá opin- beru stefnu að sálmurinn sé eign safnaðarins og lofgjörðin skuli þannig streyma frá fólkinu á kirkjubekkjunum. Ábyrgð presta og organista er mikil í þessu sambandi og er náin samvinna þessara stétta skilyrði fyrir heilbrigðu blóð- streymi ( þessari lífæð kirkjunnar. Megi svo vera um ókom- in ár að ábyrgðarfólk helgihaldsins geri allt sem í þess valdi stendur til að hjálpa söfnuðunum að syngja Guði lof og dýrð með beinni þátttöku sinni í helgihaldinu. Nú höfum við tónlistarstefnu. Fylgjum henni af heilum hug. Siðbótardegi, 31. október 2004 Guðmundur Sigurðsson, organisti.

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.