Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 7

Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 7
NÓVEMBER 2004 V í Ð F Ö R L I 7 Fjölmenning og trúarbrögð Málþing um fjölmenningu og trúarbrögð var haldið laug- ardaginn 23. október síðastliðinn. Málþingið var í samstarfi Biskupsstofu og Alþjóðahúss. Þetta þing er það þriðja í röð málþinga sem kallast „Á sama báti“ og er markmið hennar að styrkja umræðu í þjóðfélaginu um þær breyting- ar sem fjölmenningin hefur á líf landsmanna með það í huga að auka skilning og minnka fordóma. Kristnihátíðar- sjóður hefur styrkt þetta verkefni. Sérstakur gestur þingsins var dr. Michael Ipgrave sem er sérfræðingur í þvertrúarlegum samskiptum í anglík- önsku kirkjunni. Flann flutti fyrirlestur sinn á ensku „Christ- ian, Secular, Multi-faith: the Changing Faces of Religion in Britain Today." í erindi sínu gerði hann grein fyrir breytingu á þjóðfélagsgerðinni í Bretiandi og gaf meðal annars skemmtilegt sögulegt yfirlit yfir málefni innflytjenda þar. Flann miðlaði líka af reynslu sinni í þvertrúarlegum sam- skiptum, bæði sem fulltrúi anglikönsku kirkjunnar og frá starfi í heimaborg hans, Leichester. Anglikanska kirkjan sem er langstærsta kirkjudeildin í Bretlandi sér það sem hlutverk sitt að hafa forgöngu um að koma á samstarfi og samræðu milli trúarbragða. Gerður Gestsdóttir verkefnisstjóri fræðslusviðs Alþjóða- húss fjallaði um menningu og málefni innflytjenda. Flún gaf meðal annars yfirlit yfir fjölda innflytjenda á íslandi og hvernig þeir skiptust eftir upprunalöndum. Hún fjallaði einnig um samband milli fjölda innflytjenda og vinnumark- aðarins og hvernig búið væri að þeim sem hingað koma. Dr. Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur velti fyrir sér ýmsum þáttum fjölmenningar og samlögunar. Hún benti meðal annars á að margir einstaklingar eiga sérfleiri en eitt þjóðerni og að margir sem hingað koma til búsetu haldi mjög sterku sambandi við upprunaland sitt, meðal annars með því að senda peninga til ættingja sinna. Hún minnti á hættuna við að útskýra allt í fari fólks með því að benda á uppruna þess eða trú. Raunveruleikinn væri miklu flóknari. Unnur Dís benti meðal annars á að ensku orðin „ethnicity" og „nationality" væru yfirleitt bæði þýdd sem „þjóðerni" á íslensku þó að ekki væri um sama orð að ræða. Það sýnir meðal annars hversu flókinn þessi umræða getur verið. Samkvæmt þessum tillögum myndi ríkið afsala sér hluta valds síns til trúarhópa sem gætu sett reglur fyrir eigin meðlimi, svo lengi sem það bryti ekki í bága við mannrétt- indi. Dr. Hjalti Hugason fjallaði í sínu erindi um jákvætt og nei- kvætt trúfrelsi. Hann kynnti meðal annars tillögur um það hvernig leysa megi öngstræti sem neikvætt trúfrelsi getur valdið þegar boð og bönn ganga þvert á trúarlegar reglur safnaða. Svo sem vegna „slæðubannsins" svokallaða í Frakklandi. Samkvæmt þessum tillögum myndi ríkið afsala sér hluta valds síns til trúarhópa sem gætu sett reglur fyrir eigin meðlimi, svo lengi sem það bryti ekki í bága við mannréttindi. Umræður voru líflegar eftir hvert erindi en í lokin dansaði Minerva Iglesias Flamingo dans við góðar undirtektir við- staddra. Steinunn A. Bjömsdóttir Verkfærakista kirkjunnar til umræðu í Skálholti [ september var haldin í Skálholti önnur guðfræðiráð- stefna Porvoo-kirknasambandsins. Yfirskrift ráðstefnunnar var Verkfærakista kirkjunnar - Köllun og þjónusta lýðs Guðs: Sameiginlegar áskoranir. Ráðstefnuna sóttu á fjórða tug guðfræðinga, bæði karla og kvenna, vígðra og óvígðra, sem allir starfa í þágu lútherskra og anglíkanskra kirkna í sínum heimalöndum. Fulltrúar íslands á ráðstefnunni voru þau Einar Sigurbjörnsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir. Einnig sóttu hana þau Sigurður Árni Þórðarson, Adda Steina Björnsdóttir, Árni Svanur Daníelsson og Ása Björk Ólafsdóttir, stud. theol. sem var ráðstefnuþjónn. Flutt voru fimm erindi um ólík efni, við þeim var brugð- ist og umræður voru góðar. Jafnframt var unnið í hópum að sameiginlegri ályktun eða tilmælum þátttakenda á ráðstefnunni til kirkna sinna. Þau er að finna hér að neð- an. I Ijósi þess sem þátttakendur á ráðstefnunni heyrðu og ræddu mælast þeir tii þess að kirkjurnar í Porvoosamband- inu: * Deili með sér árangursríkum aðferðum við að hjálpa fólki að lesa og meðtaka það sem skrifað er í Biblíunni. * Vinni saman að því að gera kristið fólk betur fært um það að bera trú sinni vitni. * Leiti uppi og skiptist á gagnlegum aðferðum við trú- fræðslu og menntun leikmanna. * Vinni saman að því að gera kristnu fólki kleift að eiga lif- andi samskipti við fólk af öðrum trúarbrögðum. * Hvetji til samstarfs við að enduruppgötva hið heilaga í dagtegu lífi og þrói með sér einfaldar útfærslur á kristi- legu líferni. * Búi til samstarfsvettvang fyrir skoðanaskipti um mikil- væg mál af pólítískum, félagslegum eða menningarieg- um toga sem leiði til sameiginlegrar vinnu og * Að hver kirkja finni, meti og kynni fyrir hinum kirkjunum einn þátt ístarfi sínu sem vel er unninn. Árni Svanur Daníelsson

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.