Víðförli - 01.11.2004, Qupperneq 14

Víðförli - 01.11.2004, Qupperneq 14
14 VÍÐFÖRLI 23. ÁRG. 3. TBL. Tjáskipti kirkjunnar í fjölmenningu nútímans Forsíðu árbókar kirkjunnar í ár prýð- ir nokkuð sérstök mynd eftir guð- fræðinginn, skáldið og myndlistan- manninn Yoshi Nomura frá Japan sem var gestur á prestastefnu í vor. Flann flutti þar afar athyglisverðan fyrir- lestur og gjörning undir yfirskriftinni tjáskipti kirkjunnar í fjölmenningu nú- tímans og varpaði skemmtilegu Ijósi á miðlun trúar og guðfræði í erindinu sínu. Yoshi Nomura hóf mál sitt á að ræða um ólíka upplifun þjóða á sjálfum sér og stöðu sinni í heiminum. Hann sýndi nokkur heimskort, annars vegar vestræn þar sem Evrópa og Bandaríkin (og þar með ísland) eru staðsett í miðjunni; Guð skapað sól tungl og stjörnun og gróður jarðar Guð skapaði þau karl og konu lllskan - þyrnikórónan hins vegar japönsk þar sem Japan er í miðjunni. Með þessu vildi hann sýna fram á að spurningin um það hvað er miðlægt er í raun alltaf afstætt og fer eftir því hver spyr og hver svarar, hvaðan er horft. Síðari hlutinn af erindi Nomura var gjörningur sem fólst í því að hann hvarf á bak við hvítt, upplýst tjald og málaði þar mynd - eins konar altaristöflu - á meðan hann las upp söguna af sköpun og falli mannsins í fyrstu köflun Biblí- unnar auk nokkurra annarra kafla úr Biblíunni þar sem fjall- að er um sögu heimsins, frá upphafi til enda. Undir upp- lestri hans hljómaði japönsk tónlist. Á meðan hann las mál- aði hann mynd þar sem þessi sama saga var rakin - sag- an af samskiptum Guðs og manns, hjálpræðissagan. Málverkið - sem var í vinnslu allan þennan tíma - rakti um leið söguna, heimurinn varð smátt og smátt til - Ijós, vötnin, jörðin, dýrin, maðurinn. Og svo freistingin og fallið. Og svo krossatburðurinn. Endurlausn. Upprisa. Stofnun kirkjunnar, hvítasunnudagur. Hinir síðustu tímar. Afrakstur- inn var skemmti- leg altarismynd sem sýnir þyrni- kórónu sem um- lykur rauða rós. Hér má sjá nokkrar myndir af listaverkinu á ólíkum stigum. Rósin meðal þyrna

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.