Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 4

Víðförli - 01.11.2004, Blaðsíða 4
4 VfÐFÖRLI 23. ÁRG. 3. TBL. Samfélag í trú og gleði Sjö einfaldar áherslur Á þessu starfsári er lögð sérstök áhersla á að hlúa að samfélagi kirkjunnar, í guðs- þjónustu og öðru starfi. Hvatt er til þess að allir söfn- uðir hugleiði út frá eigin að- stæðum hvernig best sé að efla samfélag safnaðarins í helgihaldi og öðru starfi. Hér er bent á nokkur lítil, einföld og hagnýt ráð til að gera samfélagið í kirkjunni virkara og betra. Sótt er smiðju innlendra og erlendra safnaða og bent á það sem þótt hefur gefa góða raun. Undirbúum helgihaldið með bæn. Þau sem að því koma, prestur, organisti og meðhjálpari, helst líka aðrir þátt- takendur, svo sem lesarar, kór, ættu að hittast áður en guðs- þjónusta hefst og biðja fyrir þeirri stund sem framundan er. Tökum vel á móti fólki sem kemur til kirkju. Ekki eru allir kirkjuvanir. Það er því mikilvægt að mæta fólki við dyrnar, bjóða það velkomið og afhenda því sálmabækur og annað sem hafa þarf í messunni. Þetta geta sjálfboðaliðar tekið að sér, til dæmis fólk úr sóknarnefnd eða safnaðarfé- lögum en einnig fermingarbörn svo dæmi sé tekið. Einnig má benda á að auk sálmabókar er gott að hafa barnabibl- íur eða myndabækur tiltækar til að lána börnum sem koma með foreldrum sínum. Virkjum sem flesta. Það eru gömul sannindi að oft er í fyrstu auðveldara að gera hlutina sjálf en að virkja aðra. En þegar hefð er komin á verkaskiptinu og fleiri taka þátt þá vinna margar hendur létt verk. Og ef fólk vantar herslumuninn til að drífa sig í messu þá getur verið að það komi ef það finnur hve mikilvægt það er, vegna þess að það hefur hlutverk. Hvað eru mörg hlutverk í kringum hverja messu? Þar má til dæmis nefna að taka á móti þeim sem koma, lesa ritningarlestur, semja eða flytja bænir, tón- listarflutningur, sjá um blómin, kveikja á kertum, sjá um kaffi eftir messu. Stöndum upp og syngjum. í tónlistar- stefnu Þjóðkirkjunnar sem samþykkt var á Kirkjuþingi er lögð á- hersla á að efla almennan safnaðarsöng. Hvert barn sem mætir í barnasam- veru finnur að það er mikilvægt því að það þarf að leggja sitt af mörkum í söngnum. Ekki hafa allir jafngaman af að syngja en við vit- um af öðrum samverustundum en í kirkjunni að flestir vilja taka undir söng og söngurinn sameinar fólk. Setjum okkur raunhæf markmið til að efla almennan söng: a) hafa þrjá almenna, sönghæfa sálma í hverri messu b) láta fólk standa upp meðan sungið er, a.m.k. tvisvar í messunni. c) hvetja organista og kóra til samstarfs um almennan söng og hvetja söfnuðinn óspart til að taka undir. Tölum skiljanlegt mál. Gætum þess að enginn sitji hjá vegna þess að hann eða hún skilur ekki hvað verið er að segja í textum, helgihaldi og predikunum. Sem hluta af þeirri viðleitni að skýra messuna fyrir þeim sem ekki átta sig á liðum hennar hefur einnig verið gefinn út bæklingur- inn Guðsþjónusta, samfélag í trú og gleði. Hann má fá til dreifingar hjá Biskupsstofu en einnig er hægt að nálgast hann á netinu www.kirkjan.is/stefnumotun. Fagnaðarerindi kaffis- ins. Maður er manns gaman - líka í kirkjunni! Ræktum gott, gleðilegt og skemmtilegt samfélag með því að bjóða upp á tíma eftir messu fyrir spjall. Kaffi eða djús, vatnskanna og jafnvel kex til hátíðabrigða hjálpar líka til að liðka málbeinið og gefa okkur tilfinningu um nærsam- Byggjum upp söfnuð- inn með hópastarfi og tengjum það síðan messunni. í flestum söfnuðum fer fram ein- hvers konar hópastarf. Má þar nefna alfanám- skeið, 12 spora nám- skeið, nærhópa vegna sorgarvinnu, biblíules- hópa, sjálfsstyrkingar- borgara starf eða annað. Þessa hópa má markvisst tengja helgihaldinu beint með því að fá þeim hlutverk, bæði sem einstaklingum og hóp- um. Þetta eru atriði sem varpað er fram til þess að skoða á hverjum stað. Verkefnisstjóri stefnumótunar kirkjunnar er fús að koma á fundi og ræða þessi atriði og annað sem velt er upp í þessu samhengi. Hægt er að hafa samband á Biskupsstofu í síma 535 1500 eða með tölvupósti stefnu- motun@kirkjan.is. Það er á hendi þeirra sem hafa forgöngu um að leiða safnaðarstarf að skoða þessa þætti saman og ræða við safnaðarfólk um það hvernig það vill vinna sam- eiginlega að samfélagi í trú og gleði. Steinunn A. Björnsdóttir félag í samfélagi kirkjunnar. hópa, foreldramorgna, eldri

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.