Víðförli - 15.01.2007, Síða 1
VÍÐFÖRLI
FRÉTTABRÉF BISKUPSSTOFU - www.kirkjan.is 26. ÁRG. 1. TBL. JANÚAR 2007
Ljósmynd: Árni Svanur Daníelsson
Meðal efnis
íslandsdeild Anglican................ 2
Mörg hundruð messur.................. 2
Vatnið breitir öllu.................. 3
Samið um prestasetur................. 4
Staða og skyldur Þjóðkirkjunnar... 5
Vlnaleiðin og þarfir barna........... 6
Samkirkjulegur söfnuður.............. 7
Þrettán trúfélög..................... 8
Afmæli biskupsstólanna............... 8
Þrenningin........................... 9
Landsmót Æskulýðsfélaga............. 10
Erkibiskup Svíþjóðar.............. 11
Nýjar bækur....,.................... 12
Kyrrðardagar I Skálholti.......... 14
Námskeið Leikmannaskólans......... 15
Útgefandi: Skálholtsútgáfan, útgáfufélag
þjóökirkjunnar, Laugavegi 31, 101 Reykjavík
Ritstjóri: Steinunn A. Björnsdóttir.
Netfang: frettir@biskup.is
Prentvinnsla: Gutenberg hf.
Góð kirkjusókn
Talning sem fram fór í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmanna beggja á haustdög-
um sýnir að gríðarlegur fjöldi fólks kemur í kirkju og á þangað margvísleg erindi.
Það er gaman að sjá. Kirkjan okkar er öflug og auðug og hefur margt að gefa.
Aldrei hefur verið boðið upp á fleiri og fjölbreyttari tækifæri til að njóta jólaboð-
skaparins í orðum, tónum, fögrum listum. Það gerist ekki af sjálfu sér. Mikill fjöldi
fólks kemur þar að og leggur fram sína góðu krafta og náðargáfur, og það af miklu
örlæti og fórnfýsi. Og markmiðið er ætíð að gleðja, að gleðja aðra, að miðla hug-
hrifum, helgi jólanna og undursamlegasta boðskap í heimi, fagnaðarerindinu um
frelsarann. Við eigum því fólki mikið að þakka sem leggur þetta á sig. Og Guði sé
lof fyrir að hann eflir þjóna sína og söfnuði í þjónustunni.
Þó að fróðlegt sé að leggja tölulega mælikvarða á starfsemi, þjónustu og viðbrögð,
þá er gildi þess sem kirkjan er og hefur fram að færa óháð því hve margir heyra og
samsinna. Traustasti mælikvarði á styrk kirkju og trúar er í því hve margir leggja leið
sína í helgidómanna utan hátíðanna og hve margir foreldrar kenna börnum sínum
að biðja og þekkja Jesú Krist. Bak jólum og utan hátíða er áreiðanlega færri tilboð
að finna og minna lagt í, - nema það sem mestu máli skiptir, að fagnaðarerindi Jesú
Krists hljómar og er iðkað, og að Hann er ætíð til staðar þar sem tveir eða þrír eru
samankomnir í nafni hans. í því er góð kirkjusókn umfram allt fólgin, að fólk vill vera til
staðar þar sem frelsarinn mælir sér móts við það í orði sínu og við borðið sitt og sendir
út til að bera ávöxt fyrir himinn og jörð á rúmhelgum og í önnum dagsins.
Karl Sigurbjörnsson
www.kirkjan.is
1/2007