Víðförli - 15.01.2007, Síða 7
VI'ÐFÖRLI
JANÚAR 2007
7
Samkirkjulegur söfnuður
á Reyðarfirði
Kirkjustarfið á Reyðarfirði er með fjölbreyttara móti í vetur.
Nýjasta viðbótin er samkirkjulegur söfnuður, enskumælandi
fólks sem tilheyrir hinum ýmsu kirkjudeildum víðsvegar um
heiminn. í grunninn er um að ræða fólk sem hefur búsetu á
Reyðarfirði, tímabundið, vegna vinnu sinnar við álverið.
Er hér um að ræða samstarfsverkefni Þjóðkirkjunnar og
Alcoa - Fjarðaráls sem staðið hefur nú í rúmlega eitt ár.
Markmiðið með verkefninu er að koma til móts við félags-
legar og trúarlegar þarfir þessa fólks sem er vikum saman
í burtu frá sínum heimahögum og liðka þannig um leið fyrir
samskiptum þess og heimamanna
Flólmgrímur E. Bragason héraðsprestur Austfjarða-
prófastsdæmis þjónar söfnuðinum. Alcoa-Fjarðarál og
undirverktakinn Bechtel, sem sér um byggingu álvers-
ins, útnefndu strax á haustdögum 2005 Slawomir Gorski,
almannatengsla og viðburðastjórnanda hjá Bechtel sem
sinn tengilið við kirkjustarfið. Slawomir kemur frá Póllandi,
tilheyrir Kaþólsku kirkjunni og er menntaður Guðfræðingur.
Þar er á ferðinni einstakur stuðningsmaður samkirkjulegs
kirkjustarfs sem hefur fram að færa mikla reynslu og þekk-
ingu á öllum sviðum kirkjustarfs og guðfræði. Er ómet-
anlegur akkur og styrkur í Slawomir fyrir samfélagið hérna
á Reyðarfirði, ekki einungis í því sem lýtur að kirkjustarfinu
heldur ekki síður að öðrum þáttum samfélagsins.
Leiða Slawomir og Elólmgrímur ásamt Guðlaugu Árnadóttur
grunnskólakennara, sem sér um sunnudagaskólann og Gillian
Haworth organista Reyðarfjarðarkirkju starfið.
Hefur þessi samkirkjulegi söfnuður aðsetur í
Reyðarfjarðakirkju í góðu samstarfi við sóknarnefndina þar.
Eru haldnar messur og sunnudagaskóli fyrir börn á ensku
annan hvern sunnudag klukkan 14.00. Næsta messa og
sunnudagaskóli verður sunnudaginn 19. nóvember næst
komandi. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir.
Á tveggja vikna fresti er einnig boðið upp á kvikmynda-
sýningar ( safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju. Á eftir sýn-
ingar eru myndirnar rökræddar yfir kaffibolla, meðal annars
út frá sjónarhorni trúarbragðanna.
Þjóðkirkjan vill með þessu verkefni fá að vera bakland
fjölskyldna og einstaklinga í daglegu amstri þeirra hvort
sem þeir eru búsettir hér á Reyðarfirði tímabundið eða til
lengri tíma. Hún vill eiga þátt í gleði þeirra og vonum sem
og sorgum og þjáningum. Þjóðkirkjan telur það vera hlut-
verk sitt, í því fjölmenningarsamfélagi sem við þekkjum í
dag, að bjóða þetta fólk velkomið í kirkjuna og að bjóða því
upp á kristilegt starf, persónulega þjónustu sem og mann-
legt og uppbyggjandi samfélag því enginn er útlendingur
í kirkju Krists.
Hólmgrímur Elís Bragason
Samstarfsverkefni Sjónarhóls
og barnastarfs kirkjunnar
Nú í vetur hefur yfirskrift kirkjunnar verið Kærleiksþjónusta og
hjálparstarf. í Stefnu-og starfsáherslum kirkjunnar er sjónum
m.a. beint að stuðningi við langveika og aðstandendur þeirra.
Barnastarf kirkjunnar hefur í vetur verið í samstarfi
við Sjónarhól, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur langveikra
barna. Samstarfið hefur m.a. verið fólgið í því að kirkjurnar
kaupa Engilráð andarunga sem er handbrúða og rennur
ágóðinn af sölu brúðunnar til Sjónarhóls. Eva Þengilsdóttir,
starfsmaður á ráðgjafamiðstöðinni Sjónarhóli er höfundur
Engilráðar og hefur samið fjölda leikrita fyrir barnastarf
kirkjunnar um andarungann Engilráð sem leikin eru á hverj-
um sunnudegi í barnastarfinu.
Fjölmargar kirkjur gáfu leikskólum í sínum sóknum sér-
stök jóladagatöl með leikritum og fylgdi Engilráð andarungi
hverju dagatali. Með þessu móti hafa 730 brúður selst og
ágóðinn af þeim öllum rennur til Sjónarhóls.
Boðskapur Engilráðar fellur vel að því gildismati sem við
viljum kenna börnum í sunnudagaskólanum og eru eink-
unarorð hennar: Inn með sælu- út með sút!
Þau börn sem koma í sunnudagaskólann fá gefins
Brosbók Engilráðar. Eina fyrir jól
og aðra eftir jól. í Brosbókina
geta þau teiknað, safnað lím-
miðum og leyst verkefni eða
einfaldar þrautir. Þar er líka að
finna stutt bréf frá Engilráð á
hverri opnu. Auk þess má finna
þar nokkur orð til foreldra og
skemmtilega söngva úr sunnu-
dagaskólanum.
Kári Gunnarsson, myndlist-
armaður, hannaði og teiknaði
brúðuna Engilráð og mynd-
skreytti Brosbókina.
Það er von okkar að samstarf
Engilráð á heftl barnastarfsins
barnastarfs kirkjunnar við Sjónarhól létti langveikum börn-
um og fjölskyldum þeirra lífið á einhvern hátt.
Elín Elísabet Jóhannsdóttir,
fræðslufulltrúi á fræðslusviði Biskupsstofu.