Víðförli - 15.01.2007, Síða 11
VÍÐFÖRLI
JANÚAR 2007
11
Erkibiskup Svíþjóðar
heimsækir Þjóðkirkjuna
Fjölskyldu-og félagsþjónusta Reykjanesbæjar, Keflavíkurkirkja
og Kjalarnessprófastdæmi standa fyrir ráðstefnu um áhrif
skilnaðar á börn og leiðir til úrbóta.
Áhrifin eru einstaklings - og persónubundin en koma m.a.
fram í breyttum tengslum barns og foreldra, barns við fjölskyldur
foreldra, félagslegum aðstæðum, heilsu og líðan og í
grenndarsamfélaginu svo eitthvað sé nefnt.
Á ráðstefnunni verður verður fjallað um það nýjasta í
rannsóknum hérlendis og leiðum til að bæta stöðu barna
foreldra sem skilja/slíta samvistum. Meðal þátttakanda á
ráðstefnunni verða fulltrúar evangelísku kirkjunnar í Marburg
Þýskalandi, sem hefur sérhæft sig í málefnum skilnaðarbarna
og vinnu með fjölskyldum
Meira þegar nær dregur - Mundu að taka 23 febrúar 2007
frá fyrir sí- og endurmenntun.
F.h. ráðstefnuhaldara
Reykjanesbær, Keflavíkurkirkja og Kjalarnessprófastsdæmi
Keflavíkurkirkja
Kjalarness
prófastsdæmi
| REYKJANESBÆR
Anders Wejryd, sem tók
við embætti erkibiskups
í Svíþjóð í september-
byrjun á þessu ári, kom
í heimsókn til íslands í
nóvemberlok til að kynna
sér Þjóðkirkjuna og ræða
þau málefni sem brenna
sameiginlega á systurkirkj-
unum í norðri.
f fylgd með erkibiskupn-
um voru Lena Bohman,
ráðgjafi á sviði guðfræði,
og biskupsritarinn Michael
Persson.
Sænsku gestirnirræddu
við starfsfólk ýmissa sviða
biskupsstofu, bæði um
uppbyggingu og fjármál Anders Wejryd erkibiskup ásamt Karli Sigurbjörnssyni biskupi, Jóni A. Baldvinssyni
kirkjunnar en einnig um vígslubiskupi á Hólum og Michael Persson og Lenu Bohman. (Mynd: ÁSD)
innra starf hennar, sam-
kirkjulegt starf og fleira. Þeir hittu líka starfsfólk
frá Hjálparstarfi kirkjunnar til að ræða málefni
miðausturlanda.
Þá heimsótti erkibiskupinn tvær kirkjur í
Reykjavík, Hallgrímskirkju og Dómkirkju og
fræddist um safnaðarstarf.
Heimsóknin til íslands er liður í ferð Anders
Wejryd erkibiskups um Norðurlönd en hann
hefur í haust heimsótt allar systurkirkjur sænsku
kirkjunnar á Norðurlöndum.
Takið frá föstudaginn 23. febrúar 2007 kl. 10:00 - 16:00!
ÁFRAM ÁBYRG!
Kristin
trúfélög
á Islandi
Ellefu fulltrúar kristinna trúfélaga kynntu
söfnuð sinn á námskeiði um kristnar kirkju-
deildir sem haldið var á vegum leikmanna-
skólans í október og nóvember. Þetta
voru fulltrúar frá Kefas, Óháða söfnuðinum,
Fíladelfíu, Aðventkirkjunni, Rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunni, íslensku Kristskirkjunni,
Krossinum, Hjálpræðishernum, Kaþólsku
kirkjunni, Veginum og Þjóðkirkjunni. Alls
sóttu um 40 manns námskeiðið.