Víðförli - 15.01.2007, Síða 12
12
VÍÐFÖRLI
26. ÁRG. 1. TBL.
Nýjar bækur
Síðasta ár var gjöfult fyrir áhugafólk um góðar bækur er
varða trúarlíf, kirkjusögu og spurningar líf og trú. Nokkrar
voru kynntar í Víðförla á síðasta ári og hér er tæpt á
nokkrum til viðbótar:
Ríki og kirkja
Uppruni og þróun þjóðkirkjuhugtaksins
Eftir dr. Sigurjón Árna Eyjólfsson
Á íslandi hefur lengi vantað guðfræðilega úttekt á sam-
bandi ríkis og kirkju og þeirri hugmyndafræði sem býr að
baki þjóðkirkjunni. Hér er rakin saga evangelísk-lúthersks
kirkjuskilnings allt frá dögum Marteins Lúthers til Friedrichs
Schleiermachers, og þaðan þræðir raktir til nútímans með
vangaveltum um hlutverk kirkjunnar í sundurleitu samfélagi
nútímans.
Hugtakið þjóðkirkja hefur í sér fólginn þann skilning
sem lútherskir guðfræðingar hafa löngum lagt í samband
ríkis og kirkju í löndum mótmælenda. Kirkjan er málstofa
trúarinnar þar sem kristinn einstaklingur nýtur frelsis til að
íhuga með öðrum trú sína og trúarreynslu. Ungbarnaskírn
markar upphaf ævilangrar samfylgdar. Kirkjan lagar sig
að samfélaginu og þótt innra starf hennar endurspegli
að vissu leyti þjóðareinkenni er fjölhyggja ekki útilokuð.
Skipulag kirkjunnar byggist á hugmyndinni um “almennan
prestsdóm” og þess vegna fylgir hún svo vel lýðræðisþró-
un Vesturlanda sem raun ber vitni. Fjöldi skýringarmynda
prýðir bókina.
Brynjólfur biskup
Kirkjuhöfðingi, fræðimaður og skáld.
Safn ritgerða i tilefni af 400 ára afmæii Brynjólfs
Sveinssonar 14. september 2005.
Háskólaútgáfan hefur gefið út safn fræðigreina um
Brynjólf biskup Sveinsson. í kynningu segir meðal ann-
ars: „Brynjólfur Sveinsson biskup er heillandi persóna í
(slandssögunni. Hann var maður stórbrotinna andstæðna.
Hugur hans hneigðist til fræðaiðkana í háskólum meg-
inlandsins, og Ijóst var að hann hafði alla burði til að skara
fram úr á þeim vettvangi. Þó hlýddi hann boði konungs
um að vígjast til biskups í Skálholti þar sem hann gerðist
framkvæmdamikill og stjórnsamur kirkjuhöfðingi sem hafði
varanleg áhrif á íslenskt þjóðfélag og menningu. Hann
var talsmaður lúterskrar siðbótar en orti einnig hjartnæm
kvæði til Maríu guðsmóður. Honum var annt um heiður og
framgang fjölskyldu sinnar og var stoltur af börnum sínum.
En í augum nútímamanna virðist hann hafa komið fram af
hörku við dóttur sína Ragnheiði í málum hennar og Daða
Halldórssonar. Harmþrungin örlög hennar vörpuðu dökkum
skugga á líf hans.
Rit þetta varpar fjölþættu Ijósi á manninn Brynjólf,
á stjórnlist hans og fræðastörf, auk þess sem listum
og menningu samtíma hans eru gerð skil. Um tuttugu
fræðimenn, innlendir og erlendir og af ólíkum fræðasvið-
um, komu að samningu þess, en það er gefið út í tilefni
af því að fjórar aldir eru liðnar frá fæðingu hins merka
Skálholtsbiskups."
Ritstjórar eru Torfi H. Tulinius,
Sigurður Pétursson og Jón Páisson.
í höndum þínum minn herra Guð
hefur þú teiknað mig.
Brot úr sálmum séra Ólafs Jónssonar á Söndum í
Dýrafirði
Úrval úr sálmakveðskap séra Ólafs Jónssonar á Söndum í
Dýrafirði (1560-1627) er komið út hjá Háskólaútgáfunni.
Séra Ólafur var þekkt skáld á sinni tíð og er kveðskapur
hans vfða varðveittur í handritum. Hér birtist í fyrsta sinn á
prenti úrval kvæða hans og sálma.
Matthías Johannessen skáld valdi þau brot sem hér eru
gefin út og segir m.a. í inngangi sínum:
„Ástæðan til þess ég fékk áhuga á sálmum séra Ólafs
á Söndum voru ekki gæði þeirra, heldur að mínu viti sú
augljósa staðreynd að þeir eru undanfari sálmakveðskapar
Hallgríms Péturssonar - og þá ekki sízt Passíusálmanna.
Þeir eru þannig eins konar hreyfiafl í sögu íslenzkrar
Ijóðlistar, og sem slíkir harla merkilegur áfangi í þess-
um vinsælasta þætti skáldskaparsögu okkar, þar sem
Passíusálmarnir eru.
Mér er til efs að séra Hallgrímur hefði ort Passíusálmana
með þeim hætti sem raun ber vitni, ef hann hefði ekki þekkt
til kveðskapar Ólafs á Söndum."
Upp á sigurhæðir
Saga Matthíasar Jochumsonar
JPV útgáfa hefur gefið út bókina Upp á sigurhæðir - Saga
Matthíasar Jochumsonar eftir Þórunni Valdimarsdóttur. í
kynningu segir meðal annars:
„Matthías Jochumsson var tilfinningaheitur eldhugi,
framsýnn, réttsýnn, dáður og elskaður af þjóð sinni en
stundum líka fyrirlitinn og jafnvel hataður. Sem prestur, rit-
stjóri og þjóðskáld setti hann sterkan svip á íslenska menn-
ingu samtíðar sinnar og hafði djúp áhrif á alla sem til hans
þekktu, svo opinskár og einlægur sem hann var í list sinni
og lífsviðhorfum. [..] Þórunn byggir á fjöldamörgum heim-
ildum, innlendum sem erlendum, auk þess sem hún styðst
við bréf og ýmis önnur persónuleg gögn sem koma hér í
fyrsta skipti fyrir almennings sjónir. “
Leitin að tilgangi lífsins
Siðfræðistofnun Háskóla íslands hefur gefið út bókina
Leitin að tilgangi lífsins. Höfundur þessarar bókar, Viktor
E. Frankl, er austurrískur geðlæknir og er upphafsmaður
þeirrar kenningar í sálarfræði sem nefnd er lógóþerapía.
Þar er lögð áhersla á að í lífi sérhvers manns sé einstakur
tilgangur sem hver og einn verði að finna fyrir sjálfan sig.
Þessi tilgangur gefi lífinu gildi. í kynningu segir: