Tónamál - 01.02.1977, Page 11

Tónamál - 01.02.1977, Page 11
Arnaðaróskir Á fjörutíu og fimm ára afmæli Félags íslenzkra hljómlistarmanna hlýtur stofnun félagsins aS sjálf- sögðu aS teljast merkasti áfanginn í sögu þess. Nokkrir ungir menn verða sér þess meðvitandi, að með því að standa saman, stofna félag, munu þeir frekar fá einhverju til leiðar komið í kjarabaráttunni, heldur en ef hver reyndi að ota sínum tota. Annan áfanga og allt eins sterkan, rel ég vera þann, að félagið eignast eigiÖ húsnæði. Fyrst að Óðinsgötu og síðan hina veglegu eign félagsins þar sem er hæðin að Laufásvegi 40. Það gerðist þegar félagið var um það bil 35 ára. Á þessum 35 árum, sem þarna liðu á milli, hafði margt og merkilegt gerzt í launa- og kjaramálum fé- lagsins og þau mál að allverulegu leyti komin í góða höfn. En það er húsnæði félagsins, sem þjappar mönn- um saman. Á skrifstofuna kemur sennilega hver ein- asti félagi 5-10 sinnum á ári. Menn hittast, skiptast á skoðunum - gera sér betur grein fyrir hinu umfangs- mikla starfi, sem stjórn í jafn stóru verkalýðsfélagi og Félag íslenzkra hljómlistarmanna er, og þarf að inna af hendi. Eg er svo heppinn að hafa verið í hópi hinna fjöl- mörgu hljómlistarmanna, sem setið hafa í stjórn fé- lagsins. Það var bæði lærdómsríkt og þroskandi. Tíma- í síðasra blaði féll niður nafn höfundar greinar um ferð til Finnlands. Hann er Sigurður I. Snorrason. Svavar Gests. frekt og oft vanþakkað á stundum, en ég sé ekki eftir einni einustu mínútu, sem fór í störf fyrir Félag ís- lenzkr hljómlistarmanna — væri kannski ennþá í ein- hverri nefnd eða varastjórn ef ég væri starfandi hljóm- listarmaÖur. Ég óska öllum félögum Félags íslenzkra hljómlistar- manna til hamingju á 45 ára afmæli þessa ágæta fé- lags Svavar Gests. TÓNAMÁL 11

x

Tónamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.