Tónamál - 01.02.1977, Side 12

Tónamál - 01.02.1977, Side 12
Sveinn 'inn ungi Sveinn Ólafsson fæddist 6. nóvember 1913 vestur á Bíldudal, og telur hann sig vera Vestfirðing í húð og hár, enda séu mikil áhöld um það, hvort nokkur er- lendur fiskikarl hafi nokkru sinni tekizt að tæla for- mæður hans. Móðurættin er sú eina, sem er örugg, og því tómt mál að tala um beina karlleggi. Sveinn er þar vestra unz foreldrar hans taka sig upp og flytja til Reykjavíkur, en þá er piltunginn 13 ára. Faðir hans hafði verið skipstjóri á skútum og Sveinn hafði munstrað aðeins 10 ára gamall og á hann sjó- fer-ðkbók upp á það. Þannig hefur hann snemma skák- að stórmennum eins og Guðmundi Hagalín, þó hann hafi ekki haft eins mörg orð um afrekin síðar. — Langaði þig til að verða skipstjóri? — Jú, það er nú líkast til, en það var nú bara svo, að skömmu eftir komuna hingað suður, þá skellur kreppan á. Þá var helvítis auðvaldsskipulagið ekki bara búið að svíkja mig, heldur allt mannkynið. Þeir tóku upp á því að brenna kaffi í henni Ameríku, suð- ur í Brasilíu og annað slíkt. Það urðu margir rauðir í þá daga, og ennþá eru einhverjir þeirra á lífi og hafa verið nefndir Kreppukommar. — Telur þú þig til þeirra? — Já, tvímælalaust, og mér líkar það prýðilega og er vel sæmdur af. — Nú eru margir róttækir í æsku en verða svo konservatífir með aldrinum. Það á ekki við þig? — Ja, róttækur og róttækur. Eigum við ekki að tala heldur um vinstri og hægri. Það eru til róttækir vinstri og hægri menn. Það fer eftir skapferli og við hvern þú talar. — Fórstu í skóla þegar suður kom? — Æi, nei. Eg hafði verið í barnaskóla fyrir vestan og lokið honum. Síðan tóku við svona kvöldskólar eft- ir efnum og ástæðum. Það var ekki á allra færi á þeim árum að ganga í menntaskóla. Það voru helzt börn embættis- og kaupmanna. — En varstu byrjaður að leika á hljóðfæri? — Mamma spilaði á orgel og önnur hljóðfæri voru 12 Sveinn Ólafsson. ekki í nánd, en það var þó strákur þarna, sem spilaði á harmoniku. Eitt sinn, þegar faðir minn fór suður, þá bað mamma hann um að kaupa nikku handa strákn- um, mér. Hann kom svo með eina tvöfalda til baka - þú veizt þessar, sem hljómuðu öðru vísi þegar þær voru dregnar út en inn. Það merkilega var, að ég gat spilað á böllum á þetta. — Hvernig varð svo þróunin hjá þér í hljóðfæra- leiknum? — Nú, ég hafði óskaplega gaman að þessu. Eitt sinn kom Bjarni Böðvarsson, sem var fæddur á Hrafns- eyri handan við Arnarfjörðinn, þarna vestur ásamt vini sínum, Karli Matthíassyni fiðluleikara. Þeir TÓNAMÁL

x

Tónamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.