Tónamál - 01.02.1977, Page 22

Tónamál - 01.02.1977, Page 22
Sveinn ’inn ungi Framh. af hls. 15. ar. Nei, manni er allt minnisstætt og ekkert. Þegar maður er kominn á þetta rek, þá man maður mest eft- ir barnæskunni. Ætli það sé ekki bara það, að maður er að nálgast hana aftur. Annars er dálítið gaman að hafa verið með í mörgum frumflutningi. T. d. fyrstu óperettunni í Iðnó 1934. Það var Meyjarskemman. Ég lék með fyrsta íslenzka strokkvartettinum, fyrstu sinfóníunni og fyrstu óperunni. Svo voru margar til- raunir og frumgerðir sem áttu sér stað, sem flestir muna ekki. Má þar nefna öll þessi stóru Óratóríum. Það segist núna stundum, að það sé verið að flytja slíkt í fyrsta sinn. En ég held að allt þetta hafi dr. Urbancic verið búinn að setja upp, nema kannski eitt þessara verka. Ég segi svo ekki fleira um þetta. Svo var það þroskandi að vera alltaf að spila með nýjum og nýjum mönnum frá öllum hugsanlegum löndum. Ég meira að segja spilaði eitt sinn í Sígaunaorkester og klæddur sem slíkur. Maður var fljótur að læra tungumál. Nú er ekkert tungumál til nema enska. Maður heyrir það bara á framburði þulanna sumra. Við Villi töluðum ensku fyrir stríð, þegar engin talaði hana. Nú er þessi mállýzka orðin þjóðinni eins konar sáluhjálparatriði. Jæja, svo fór ég einn meðgöngutíma út til Danmerkur 1946 til að hvíla mig eftir stríðið og iðka brads. Þá spilaði ég á laugardögum með dirigent Elo Magnusen, sem stjórnaði tveimur, þremur böndum og var alltaf að stinga af þess vegna. Hann var voða góður við mig karlinn sá. Margir kannast við hann úr Glassalen í Tívólí. Það er ekki að undra þótt ýmsir karlar hafi verið góðir við Svein Ólafsson, því hann er einn þeirra manna, sem öllum verður hlýtt til er honum kynnast. Lengra var ekki samtal okkar að þessu sinni, en mér færari ritarar ættu að skrifa bækur um svona þögla vinnumenn, sem hafa þó af æðruleysi gefið okkur svo mikið. Hrajn Pálsson. 22 Orlofsheimili FÍH í Reykjavík Framh. af bls. 21. kaupsrétt sveitarfélaga, en á tímabilinu hafði landið stórhækkað í verði og framangreind upphæð ein náð kr. 2.200.000,00. Fundur, sem haldinn var í Orlofsheimilanefnd FIH 17. janúar 1975, samþykkti að kaupa og reka Orlofs- heimili fyrir þá félagsmenn, sem búa utan höfuðborg- arsvæðisins yfir orlofstímann, til að verðtryggja eigur sjóðsins og afla honum tekna, svo hann geti í framtíð- inni gegnt hlutverki sínu betur. Stjórnarfundur, sem haldinn var daginn eftir, staðfesti þessa tillögu, enda hafði aðalfundur félagsins 1974 gefið stjórninni um- boð þar að lútandi. Aðalfundur, haldinn 23. febrúar sama ár, heimilaði stjórn félagsins að ganga til fast- eignakaupa m. a. „til verndunar sjóðum félagsins vegna gegndarlausrar og sívaxandi verðbólgu." Þegar sýnt var að sjóðurinn var ekki í stakk búinn til stórumsvifa út í „sveitasælunni" var ákveðið 13. nóvember s.l. að festa kaup á 3ja herbergja íbúð við Tómasarhaga í Reykjavík. Til þess að standa undir nafni býður Orlofsheimila- sjóður FÍH þeim félagsmönnum, sem búsettir eru ut- an höfuðborgarsvæðisins, en þeim hefur fjölgað mjög með tilkomu Kennaradeildar FÍH, afnot af íbúðinni, viku í senn, á sömu kjörum og veitt eru félögum í Ölfusborgum. Þó samskipti með aðstoð „Póst og síma" séu góð, jafnast þau aldrei á við persónuleg kynni. Megi þetta framtak efla samstöðuna og verða félag- inu til heilla á 45 ára afmæli þess. Sverrir GarSarsson. Jósef Felzmann - Kveðja Framh. af hls. 19. Við hjónin vottum ástvinum hans öllum okkar inni- legustu samúð og þökk. - Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Haf því þökk fyrir allt og allt. Carl Billich. TÓNAMÁL

x

Tónamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.