Tónamál - 01.11.1981, Síða 14
2. Bœtur vegna varanlegrar 'órorku.
Bætur vegna varanlegrar örorku greiðast í hlutfalli við vátrygg-
ingarfjárhæðina kr. 10.658.000 þó þannig að hven örorkustig
25%—50% verkar tvöfalt og hvert örorkustig frá 5 1%—100%
verkar þrefalt.
3. Bcetur vegna tímabundinnar 'órorku:
Dagpeningar kr. 24.220 pr. viku, greiðist 4 vikum frá því slys
átti sér stað og þar til hinn slasaði verður vinnufær eftir slysið,
en þó ekki lengur en í 48 vikur. Við dagpeninga þessa bætast
kr. 3.230 á viku íyrir hvert bárn undir 17 ára aldri, sem er á
framfæri hins slasaða.
Tryggingarfjárhæðir verði endurskoðaðar tvisvár á ári, 1.
janúar og 1. júlí og hækki þá sem nemur breytingum á
framfærsluvísitölu.
Grunnvísitala miðað við 1. maí 1977 var 731 stig. Akvæði
þessi valda í engu skerðingu á áður umsömdum hagstæðari
tryggingarrétti launþega.
Tryggingin tekur gildi um leið og tryggingarskyldur launþegi
hefúr störf (kemur á launaskrá) en fellur úr gildi um leið og
hann hættir störfum (fellur af launaskrá). Skilmálar séu al-
mennir skilmálar, sem í gildi em fyrir atvinnuslysatryggingar
launþega hjá Sambandi íslenskra tryggingarfélaga, þegar sam-
komulag þetta er gert.
Verði vinnuveitandi skaðabótaskyldur gagnvart launþega, sem
slysatryggður er skv. samningi þessum, skulu slysabætur og
dagpeningar sem greiddir kunna að vera til launþega skv.
ákvæðum samnings þessa, koma að fullu til frádráttar þeim
skaðabótum, er vinnuveitanda kann að verða gert að greiða.
Dagpeningar greiðast til vinnuveitanda meðan kaupgreiðsla
varir samkvæmt samningi.
Hlutaðeigandi samtök vinnuveitenda lýsa því yfir, að þau muni
beita áhrifum sínum fyrir því, að félagsmenn þeirra tryggi alla
launþega sína og haldi tryggingunni í gildi. Framangreind
trygging taki gildi við undirskrift samnings þessa.
11. GREIN
I hverju vinnuslysa- eða atvinnusjúkdómatilfelli, sem orsakast
við vinnuna eða af henni, greiði viðkomandi vinnuveitandi laun
fyrir dagvinnu í allt að 4 vikur samkvæmt þeim taxta, sem
launþegi er á, þegar slys eða sjúkdóm ber að, enda gengi
dagpeningar frá Tryggingastofnun ríkisins og/eða sjúkrasam-
lögum vegna þessara daga til vinnuveitanda. Akvæði þessarar
málsgreinar rýra ekki frekari rétt launþega, sem þeir kunna að
eiga samkvæmt lögum eða öðrum kjarasamningum.
Vinnuveitandi kosti flutning hins slasaða til heimilis eða
14
sjúkrahúss og endurgreiði honum eðlilegan útiagðan kostnað i
allt að 4 vikur í hverju tilfelli, annan en þann, sem sjúkrasam-
lag og/eða almannatryggingar greiða.
12. GREIN
Á vinnustöðum skal vera fyrir hendi, til afnota fýrir starfsfólk,
sá öryggisbúnaður, sem Oryggiseftirlit ríkisins telur nauðsyn-
legan vegna eðlis vinnunnar, eða tiltekinn er í kjarasamningi.
Starfsfólki er skylt að nota þann öryggisbúnað, sem getið er
um í kjarasamningum og reglugerðum og skulu hljómsveitar-
stjórar sjá um að hann sé notaður. Ef starfsfólk notar ekki
öryggisbúnað sem því er lagður til á vinnustað er heimilt að
vísa því fýrirvaralaust úr starfi eftir að hafa aðvarað það skrif-
lega. Hljómsveitarstjóri skal tafarlaust ganga úr skugga um að
tilefni uppsagnar hafi verið fýrir hendi og skal honum gefmn
kostur á að kynna sér alla málavexti. Sé hann ekki samþykkur
tilefni uppsagnar skal hann mótmæla uppsögninni skriflega og
kemur þá fýrirvaralaus uppsögn eigi til framkvæmda.
Brot á öryggisreglum, sem valda því að lífi og limum
starfsmanna er stefnt í voða, skal varða brottvikningu án und-
angenginna aðvarana, ef hljómsveitarstjóri og forsvarsmaður
fýrirtækis eru sammála um það.
Ef öryggisbúnaður sá, sem tiltekinn er í kjarasamningum og
Öryggiseftirlit ríkisins hefúr gefið fýrirmæli um að notaður
skuli, er ekki fyrir hendi á vinnustað er hverjum þeim starfs-
manni er ekki fær slíkan búnað, heimilt að neita að vinna við
þau störf þar sem slíks búnaðar er krafist. Sé ekki um annað að
ræða fyrir viðkomandi starfsmann skal hann halda óskertum
launum.
13. GREIN
Óski hljómlistarmaður eftir að kaupa kaffi, mjólk eða te og
smurt brauð eða kökur, skal hann greiða fýrir það kr. 340,- >
hvert sinn. Gjald þetta skal endurskoðað tvisvar á ári, 1- mal
og 1. nóvember, ef vísitala matvöru hefúr hækkað um 10 stig
eða meira frá því síðasta endurskoðun fór fram.
14. GREIN
Nú hafa hljómlistarmenn frekari hlunnindi, en samningur
þessi ákveður, skulu þau fríðindi haldast.
15. GREIN
Verði veruleg breyting á gengi íslenskrar krónu á gildistima
samnings þessa, skal hvorum samningsaðila heimilt að segja
upp kaupliðum hans með venjulegum uppsagnarfresti, enda
verði gildistími nýs samnings þá hinn sami og þessa samnmgs.
TÓNAMÁL