Tónamál - 01.11.1981, Blaðsíða 15

Tónamál - 01.11.1981, Blaðsíða 15
16. GREIN Verði á samningstímanum sett lög, sem breyta ákvæðum þessa samnings um greiðslu verðlagsuppbóta á laun, er hvorum aðila um sig heimilt að segja upp kaupgjaldsákvæðum samningsins með eins mánaðar fýrírvara. 17. GREIN Deilum um kaup og kjör eða hliðstæðum ágreiningi launþega og vinnuveitenda, sem upp kunna að koma á samningstím- anum, er hvorum aðila samnings þessa heimilt að vísa til meðferðar fastanefndar Vinnuveitendasambands Islands og Al- þýðusambands Islands áður en gengið verður til félagslegra aðgerða eða dómstóla. 18. GREIN Samningur þessi gildir frá 17. nóvember 1980 til 1. nóvember 1981 og er uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila með eins mánaðar fyrirvara. Sé honum ekki sagt upp, framlengist hann um þrjá mánuði í senn með sama uppsagnarfresti. Yfirlýsingar frá 8. júní 1970 og 26. maí 1972 haidi gildi sínu. Reykjavík, 19. nóvember 1980 Vinnuveitendasamband íslands f. h. Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda með fýrirvara um samþykki félagsfundar. Jónas Sveinsson (sign.) Hólmfr. Árnadóttir. (sign.) Félag íslenskra hljómlistarmanna með fýrirvara um samþykki félagsfundar Sverrir Garðarsson (sign.) YFIRLÝSINGAR Að gefnu tilefni lýsir Samband veitinga- og gistihúsaeigenda og Félag íslenskra hljómlistarmanna því hér með yfir, að ekki ber að iíta á hljómsveitarstjóra sem sjálfstæðan atvinnurekenda eða verktaka enda er hann eingöngu verkstjóri hljómlistar- manna á vinnustað. — Hljómsveitarstjóra ber að leggja fram sundurliðaðan reikning með fullnægjandi upplýsingum m. a. með nöfnum hljómlistarmanna, heimilisföngum, fæðingar- dögum og nafnnúmerum. Reykjavík, 8. júlí 1970 F. h. Félags íslenskra hljómlistarmanna Sverrir Garðarsson F. h. Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda Konráð Guðmundsson Aðilar að samningi á milli Félags íslenskra hljómlistarmanna og S.V.G. eru sammála um, að álag það, sem getið er um í 3. og 4. gr. samnings kemur ekki á fatapeninga- og verkfæragjald skv. 1. gr. Reykjavík, 26. maí 1972 F. h. Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda Sigurjón Ragnarsson F. h. Félags íslenskra hljómlistarmanna Sverrir Garðarsson. tónamál 15

x

Tónamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.