Tónamál - 01.11.1981, Síða 18

Tónamál - 01.11.1981, Síða 18
inna við Sinfóníuhljómsveit íslands en hann er orð- inn 10 ára gamall. Einnig einleikarasamningur við sama aðila en hann er nýr. Og svo ferðasamningur vegna hljómleikaferðar Sinfóníuhljómsveitarinnar til Þýskalands og Austurríkis í maí. I biðstöðu eru samningar við Islandsdeild Al- þjóðasambands hljómplötuframleiðenda en þeir sögðu upp samningum á s. 1. ári og rann hann út um áramótin. Þeir hafa ekki enn lagt fram kröfur. Unnið verður eftir samningnum þar til annar hefur verið undirritaður. Skýrt var frá þingi Alþýðusambands íslands, þingi Alþjóðasambands hljómlistarmanna, F.I.M., stjórnarfundi N.M.U. svo og starfsemi S.F.H. Um síðustu áramót voru fullgildir meðlimir í félaginu 404. Þeir sem skulduðu ár og meira voru 289. Nýir félagar á árinu voru 71 og endurinntökufélagar 8 úrsagnir 7 en útlendingar (aukafélagar) 30 Gjaldkeri las upp og skýrði reikninga félagsins. Fram kom að afkoma allra sérsjóða félagsins er mjög góð en félagssjóður, sem heldur uppi félagsstarfsem- inni, rétt skrimtir en fundurinn bætti þar um með áðurnefndri tillögu. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða. Ur stjórn áttu að ganga Sverrir Garðarsson, Guðm. Finnbjörnsson og Pétur W. Kristjánsson og voru þeir endurkjörnir. Urslit annarra kosninga eru á blaðsíðu 3. Málaleitan félagsins við niðurfellingu á skemmt- anaskatti af hverskonar hljómleikahaldi var vel tekið af Menntamálaráðherra því hann gerði snöggtum betur. I stað þess að hrófla við skemmtanaskatti þá felldi hann niður söluskatt sem var helmingi hag- stæðara. Fyrir atbeina A.S.Í. fékkst inn í Skattalög frá- dráttur til handa hljómlistarmönnum vegna kostn- aðar við hljóðfæri. Margir tóku til máls í málefnalegum umræðum um vöxt og viðgang félagsins. Því var slegið fram að fundarstaðurinn hefði hvatt menn til dáða í ræðum sínum en þetta var fyrsti aðalfundur félagsins sem haldinn er í eigin húsakynnum í 49 ára sögu þess, en félagið átti fyrir rúmum áratug 1/8 hluta í fundarsal að Oðinsgötu 7. (Úrdráttur úr adalfundargerð.) Lög sjúkra- og styrktarsjóðs F.Í.H. Framhald af bls. 16 Reykjavík, þar til stofnað er að nýju félag er starfi a sama grundvelli og nýtur sömu viðurkenningar og F.Í.H. nú. Skal Skiptaráðanda þá skylt að aíhenda umræddu félagi fé sjóðsins til íullrar eignar. 10. GREIN Töluleg endurskoðun skal fara fram fyrir aðalfund F.Í.H. ár hvert og þurfa breytingar einfaldan meiri- hluta atkvæða. Aðrar breytingar á reglugerð þessari þurfa 2/3 hluta atkvæða til að öðlast gildi. Geta skal reglugerðarbreytinga í fundarboði. 11. GREIN Skrifstofa félagsins annast um afgreiðslu sjóðsins. Samþykkt samhljóða á aðalfundi 25. febrúar 1967- Lagabreytingar gerðar á aðalfúndum 7. marz 1970, 1. marz 1975 og 10. marz 1979- 18 TÓNAMÁL

x

Tónamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.