Tónamál - 01.11.1981, Blaðsíða 19
„Eftir söngleik“
Tveir nemendur í Tónlistarskóla íslands luku á
laugardaginn einleikararprófum á tónleikum með
Sinfóníuhljómsveitinni í Háskólabíói. Þar var hvert
sæti skipað og meira til. Aheyrendur tjáðu hrifningu
Qg þökk að atriðum loknum. Við greindum að
saman fór gáfa, vilji og einbeiting. Og við sam-
glöddumst ungum mönnum í áfangastað.
Eftir á kemur mér ýmislegt í hug.
Sinfóníuhljómsveit Islands varð til fyrir ástríðu-
fulla baráttu listamanna og listunnenda. Margir
töldu að hún væri „getin í synd“. Fjárveitingar hafa
ekki legið á lausu. Ferillinn minnir á siglingu milli
skerja.
Viðureignin um Sinfóníuhljómsveitina sýnir ytri
baráttu listamanna í hnotskurn: að þróa listskyn og
byggja upp aðstöðu til starfa.
Hljómsveitin er senn þrítug. „Hún hefir á þess-
um tíma orðið undirstaða og meginstoð sígildrar
tónlistar á Islandi í mörgum greinum," segir Andrés
Björnsson. Þúsund áheyrendur fengu þessi ummæli
staðfest í Háskólabíói á laugardaginn var.
A hverju máli eru tvær hliðar eða fleiri. —
Listamenn og „landsfeður" takast á um fjölda hljóm-
sveitarmanna. Fyrsta tilraun að fá Sinfóníuhljóm-
sveit Islands stoð í lögum fór út um þúfur, m. a.
vegna þess.
Þrálátur áróður, sem ég óttast að sé snobb í neðsta
en gæti verið sprottinn af gáleysi, segir: æðri tónlist
et aðeins fyrir „fína fólkið“.
Nýlega hefúr verið sannað með könnun, að fáir
hlusta á sinfóníutónleika í útvarpinu.
Islendingar hafa nú meðtekið 11. boðorðið: þú
skalt ekki verja fjármunum þfnum í almannaþágu
heldur sóa þeim sjálfur.
Þessar hugrenningar þröngva mér til að biðja gott
fólk að líta með mér yfir þennan tossalista:
tónamál
— íslendingar eru fámennir og hljóta að sníða sér
stakkinn eftir vextinum.
— Það er ekki þar með sagt, að þeir séu blankir.
— Aftur á móti er komið á daginn, að leiðrétta
ber alvarlegar segulskekkjur í efnahagslífinu.
— Meira að segja kemur til greina að taka upp
ráðdeild yfir alla línuna.
— Þar fyrir er þarflaust að kyrkja nytjagróður á
vori.
I tónlistarmálum eru útlínur glöggar: Verja hvem
fenginn vinning (,,þessa klukku má ekki brjóta“.) Efla
tónmennt og þróa listskyn með alþýðu. Búa tónlistarfólk-
inu aðstóðu til að nema og starfa og stefna hátt.
Vilhjálmur Hjálmarsson.
(Morgunblaðið 7. febrúar 1979)
19