Tónamál - 01.11.1981, Síða 21
Minning
Það mun hafa verið 1954 sem
fundum okkar Höskuldar bar
saman. Var hann þá starfandi
hljóðfæraleikari í Vestmannaeyj-
um. Með okkur tókst strax góð
vinátta sem entist til síðasta dags
enda gerðist hann minn fyrsti leið-
beinandi á trompet og bý ég enn
þann dag í dag að mörgu af því
sem hann kenndi mér þá.
Höskuldur var afbragðs kennari,
þolinmóður og skilningsríkur
eins og hinn stóri hópur nemenda.
sem hann féll frá, ber augljóslega
vitni um.
Höskuldur átti ekki langt að
sækja tónlistargáfu sína þar sem
hann var sonur hins góðkunna
cellóleikara, Þórhallar Arnasonar
og fyrstu konu hans, Klöru, sem
var þýskrar ættar. Hjá henni ólst
Höskuldur upp til 17 ára aldurs en
Kom þá alkominn til íslands og
hélt áfram tónlistarnámi undir
handleiðslu föður síns.
Fljótlega upp úr því var Hösk-
uldur farinn að taka þátt í íslenzku
tónlistarlífi meðal okkar beztu
t
Höskuldur
Þórhallsson
Fæddur 11. ágúst 1921
Dáinn 19. febrúar 1979
hljómlistarmanna. Hann lék á
helztu dansstöðum og var um ára-
bil í Utvarpshljómsveitinni.
Arið 1943 gekk hann að eiga
Asdísi Jónatansdóttur og átti með
henni einn son, Gunnlaug Þröst,
sem nú fetar í fótspor föður síns
sem leiðbeinandi á Höfn í Horna-
firði.
Höskuldur var tíður gestur á
heimili mínu síðustu 6 æfiárin og
naut ég í ríkum mæli afburða frá-
sagnargáfu hans.
Tveim árum fyrir andlát sitt
fékk hann eftirfarandi yfirlýsingu
frá lækni sínum: „Ég verð feginn
ef ég sé þig að ári“. Svo Höskuldur
fór ekki i' neinar grafgötur að
hverju dró. Annarri eins karl-
mennsku hefði ég aldrei búist við
af nokkrum manni, og býst ekki
við að kynnast, en með slíku
æðruleysi beið hann hins óumflýj-
anlega.
Ég mun ætíð minnast hans með
mikilli virðingu og þökk fyrir
samfylgdina.
Viðar Alfreðsson
TÓNAMÁL
21