Tónamál - 01.11.1981, Page 28
með innlendum. Þá var einatt litið
á Gunnar sem fyrirliða íslenzkra.
Mér er hvað minnisstæðast,
þegar hinn heimsfrægi tenórsaxó-
fónleikari Ronnie Scott sótti okk-
ur heim og lék hér á hljómleikum.
Hápunkturinn var einvígi þeirra
Gunnars. Þá var gaman að vera
Islendingur, því viðureigninni
lauk með stórmeistarajafntefli. Eg
hef það fyrir satt, að það eina, sem
Ronnie Scott man í dag frá íslandi
28 árum síðar, er nafnið Ormslev.
Þrátt fyrir einangrun hlaut nafn
Gunnars að berast víða og 1955
bauðst honum staða í hljómsveit
sænska hljómsveitarstjórans
Simon Brehm af orðsporinu einu
saman og er hvað stórkostlegast
fyrir það, að einungis stórstjörnur
komust í þá hljómsveit, en Svíar
eru ein mesta jazzþjóð í heimi.
íslenzkir hljóðfæraleikarar
samfögnuðu Gunnari með því, að
halda honum „kveðjuhljómleika"
og komust færri að en vildu, bæði
í sal, sem á sviði. Kveðjuhljóm-
leikar voru þeir kallaðir, þrátt fyr-
ir að allir vildu Gunnar heim sem
fyrst aftur. Og heim kom hann að
loknu samningstímabili þrátt fyr-
ir gylliboð ytra. Hann fann sig
bezt á Islandi.
A „Heimsmóti æskunnar" í
Moskvu 1957 var Gunnari boðið
ásamt sextett sínum, en þar
kepptu 3 109 listflytjendur í hin-
um ýmsu greinum og báru Gunn-
ar og félagar sigurorð af öðrum
28
keppendum og þágu gullverðlaun
fyrir.
Hér er hvorki rúm né tími til að
rekja listferil Gunnars nánar, en
vonandi verða honum gerð betri
skil, þó síðar verði.
Gunnar fæddist í Kaupmanna-
höfn 22. marz 1928, en foreldrar
hans voru Jens G. Ormslev banka-
fulltrúi og kona hans Áslaug Jóns-
dóttir Ormslev úr Hafnarfirði.
Gunnar fluttist alkominn til ís-
lands 1946. Fljótlega hóf hann
nám í tannsmíðum hjá frænda sín-
um, Jóni K. Hafstein, tannlækni
og lauk prófi í þeim fræðum, en
sneri sér síðan einvörðungu að tón-
listinni. Þáþótti sjálfsagt, aðverð-
andi hljómlistarmenn lærðu ein-
hverja iðngrein og var litið á það,
sem einskonar „líftryggingu.“
Árið 1950 gekk hann að eiga
eftirlifandi konu sína Margréti
Petersen Ormslev, en börn þeirra
hjóna eru Áslaug Gyða, flug-
freyja, gift Ásgeiri Pálssyni, Mar-
grét Guðrún, gift Leifi Franzsyni
og synirnir Pétur Ulfar, knatt-
spyrnumaður og Jens Gunnar, en
þeir eru enn í foreldrahúsum.
Góður drengur er genginn, sem
skráð hefur nafn sitt gullnu letri í
íslenzka tónlistarsögu.
F. h. nemenda hans, samkenn-
ara í Tónlistarskóla FÍH og hinna
fjölmörgu vina og félaga í F.Í.H.
votta ég fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð.
Sverrir Garðarsson
Þórarinn Guðmundsson
Framhald af hls 25
Ijúfmennsku að ströngu lögmáli
tóna í stað þess að slæva áhuga
með lamandi ávítum.
Hann sá í barni sérstæðan per-
sónuleika, sem umgangast skyldi
með vinsemd þess er vill því vel á
tónanna torveldu brautum. Hvert
grip, hvert bogastrok skyldi mið-
ast við námsferil og þroskastig, en
ekki við óraunhæfa óskmynd. Og
þótt fyrstu nótur mínar, sem hann
kenndi mér að rita, líktust fremur
vansköpuðum rúsínubollum en
sæmilegum tóntáknum, þá voru
uppeldisfræðileg viðbrögð hans
jákvæð, um leið og hann brosandi
sagði: „Já, vinur minn, það er
augljóst, að þér þykir vænt um
hesta; svona teiknum við hrosshóf
og eftir þessu hneggjar hesturinn;
en nú skulum við skrifa þannig, að
knapinn sjálfur syngi á hestbaki!
Upþ frá þessu þótti mér alltaf
vænt um Þórarin Guðmundsson
sem mann og bar virðingu fynr
honum sem kennara.
Með Þórarni Guðmundssyni er
á braut genginn einn af frumherj-
um okkar tónmennta, sem inn-
leiddi fiðluna í íslenskt samfélag.
Hann sjálfur bærir ekki lengur
strengi sína dauðlegum eyrum.
En minning hans mun áfram
hræra og hrífa hjartastrengi allra
þeirra þakklátu íslendinga, sem
skilja og meta óforgengilegt hlut-
verk þessa fyrsta forgöngumanns í
fiðlutónanna ríki.
Dr. Hallgrímur Helgason
tónamál