Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2008, Side 10
Maríus Sverrisson byrjaði kornungur að syngja og dansa en lærði
síðar leiklist, dans og söng í Vínarborg. Hann hefur verið búsettur
í Austurríki og Þýskalandi síðastliðinn áratug og getið sér frægðar-
orð í söngleikjaheimi Evrópu þar sem hann hefur tekið þátt í fjölda
sýninga. Þar má nefna Pierrot lunaire á Bühne Max Reinhardt
Seminar í Vínarborg, Moses í West London Synagogue, og
Cabaret í Vínarborg og Düsseldorf. Hann söng við opnunarhátíð
Potsdamer Platz í Berlín og lék og söng aðalhlutverkið í söngleikn-
um Titanic svo fátt eitt sé nefnt á glæsilegum ferli hans. Túlkun
Maríusar á Jim Farrell í Titanic féll höfundinum, Maury Yeston,
svo vel í geð að hann samdi sérstakt lag fyrir aðalleikarann til að
flytja í sýningunni. Þá hefur Maríus komið fram sem einsöngvari,
bæði erlendis og á Íslandi, meðal annars með Sinfóníuhljómsveit
Íslands og í Íslensku óperunni.
Í ágúst 2004 kom Maríus fram á opnunarhátíð Hinsegin daga. Þar
fór saman afburða söngur, fagmannleg kunnátta og glæsileiki sem
við munum seint gleyma.
Velkominn aftur á svið Hinsegin daga, Maríus!
A MUSiCAl StAR RetURnS HOMe
Maríus Sverrisson was born and raised in iceland, and stud-
ied at the best schools of europe for performing arts. He has
acquired a name in the German speaking musical world for
his performances in shows like Cabaret, Moses, Sound of
Music, Kiss me Kate and La Cage aux Folles, and he made
a lasting impression as Jim Farrell in the musical Titanic in
Hamburg and Düsseldorf. We are proud to present Maríus
Sverrisson at the Opening Ceremony in Háskólabíó Movie
theater, thursday, 7 August.
10
MARÍUS
S ö n G L E I k j A S t j A R n A
á O P n u n A R h á t í ð h I n S E G I n d A G A