Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2008, Page 14
Þær slógu í gegn á Hinsegin dögum 2005 og landinn lá
bókstaflega kylliflatur fyrir töfrum þeirra. Sjálfum varð
þeim svo mikið um viðtökur íslensku þjóðarinnar að þær
heimtuðu að fá að koma ári síðar til að auka á gleði
landsmanna. Slíkar urðu vinsældir þeirra að eftir þessar
tvær heimsóknir voru þær tafarlaust sæmdar nafnbót-
inni „Íslandvinir“ – á meðan þær bíða eftir fálkaorðunni.
Fyrir fólk sem ekkert fylgist með fréttum skal þess getið
að Ruth & Vigdis eru báðar rétt rúmlega fertugar (hafa
reyndar verið það um árabil) og hafa verið bestu vin-
konur frá því í grunnskóla. Þær elska bókstaflega
homma og lesbíur sem þær segja sína tryggustu aðdá-
endur. Um Ruth & Vigdisi hefur verið sagt að í návist
þeirra líði manni bókstaflega eins og heima hjá sér. Þar
situr norskur alþýðleiki í fyrirrúmi í sinni fegurstu mynd.
Hópur dansara er þeim stöllum til stuðnings á sviði
Hinsegin daga, og eins og endranær bjóða þær upp á
glænýja dagskrá, bæði á opnunarhátíðinni í Háskólabíói
7. ágúst, og á útitónleikunum við Arnarhól 9. ágúst.
ABSOlUtely FABUlOUS, nORWeGiAn Style
the famous norwegian tv personalities Ruth &
vigdis are two delightful ladies, eternally in their
early forties, who positively adore “the gays”.
you can be sure they will make you feel right
at home! the ladies have twice before been the
greatest hit at the Reykjavík Gay Pride and now
they will be honoring us at the tenth anniversary
with a new and fabulous show – straight from
Oslo. Ruth & vigdis will be performing with a
group of norwegian male dancers at the Gay
Pride Opening Ceremony in Háskólabíó Movie
theater, thursday, 7 August, and at the Open Air
Concert at Arnarhóll, Saturday, 9 August.
14
Ruth VIGdISTil innrásar í þriðja sinn&