Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2008, Qupperneq 16

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2008, Qupperneq 16
Elín & myrra Elín og Myrra koma úr ólíkum áttum og höfðu komið fram víða hvor í sínu lagi áður en þær hittust. Þær uppgötvuðu fljótt að þær áttu samleið í tónlistinni og hafa vakið mikla athygli síðustu misserin fyrir persónulegan flutning. Elín Eyþórsdóttir og Myrra Rós Þrastardóttir munu skemmta gestum á opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskólabíói fimmtudagskvöldið 7. ágúst. Hér er á ferðinni sterkur og heilsteyptur söngur, fallegar og einlægar kvenraddir sem ná svo vel saman að áheyrendur spyrja sig agndofa af hverju þeim fylgi ekki hljómsveit, umboðsmaður og plötusamningur. Bíðið bara! KinDReD SPiRitS OF MUSiCAl MAGiC they may be young, but their talents are undeniable. elín and Myrra have recently stunned icelandic audiences with their heartfelt, personal performances. you can witness the brightest new talents the country has to offer at the Opening Ceremony in Háskólabíó Movie theater, thursday, 7 August. k O n u n G L E G t S j ó n A R S P I L n At t h AWA t Frá blautu barnsbeini hafði Natthawat Voramool brennandi áhuga á söng og dansi og byrjaði snemma að koma fram á skemmtunum heima í sveitinni sinni í Taílandi. Hann nam söng og dans og sérhæfði sig í tónlist sem nefnist Molan og er ættuð úr norðausturhéruðum landsins. Um þriggja ára skeið starfaði hann við söng- og dansleikhús sem ferðaðist víða um land og skemmti. Síðar gerðist Natthawat grunnskólakennari, en fluttist til Íslands árið 2005 til að freista gæfunnar í framandi landi. Natthawat hefur auðgað Ísland með nærveru sinni og kunnáttu, og á opnunarhátíð Hinsegin daga mun hann að sjálfsögðu syngja um ástina og hvað það er dásamlegt að vera ástfanginn. Með honum koma fram fjórir dansarar sem allir búa á Íslandi en höfundur dansanna er Patthama Meghavibhata sem hefur haldið hér námskeið í taílenskum dansi ásamt því að þjálfa flokka til sýninga á vegum Taílensk-íslenska félagsins. Sýning þeirra er ekki aðeins veisla fyrir eyru heldur líka augu, því að búningur Natthawats er gerður af meistara höndum, stældur eftir ævafornum viðhafnarklæðum taílenskra konunga sem skörtuðu ógrynnum gersema til að sýna tign sína og vald. Við bjóðum Natthawat og félaga hans velkomin á svið á opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskólabíói fimmtudagskvöldið 7. ágúst. A F e A S t F O R t H e e y e S A n D e A R S A singer and dancer since childhood, natthawat voramool grew up to master the exot- ic musical style of Molan, originated from his native thailand. natthawat, along with four dancers, will perform songs and dances of love, choreographed by professional thai dancing instructor Patthama Meghavibhata. We welcome natthawat and his entourage on stage at the Opening Ceremony in Háskólabíó Movie theater, thursday, 7 August. 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.