Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2008, Qupperneq 22
22
Páll Óskar sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári
með sólóplötu sinni Allt fyrir ástina og átti þar
eina af söluhæstu plötum ársins. Hann raðaði
á sig verðlaunum enda einn hæfileikaríkasti
tónlistarmaður og skemmtikraftur Íslendinga.
Allt frá æskuárum hefur hann verið ein skær-
asta poppstjarna landsins og eftir hann liggja fjöl-
margar upptökur á hljómplötum, sólóplötur og
samstarfsverkefni með öðrum tónlistar-
mönnum. Síðustu misseri hefur hann
verið einn eftirsóttasti plötusnúður
Íslands, en hann mun sjá um að
trylla gesti Hinsegin daga á dans-
leiknum á NASA að kvöldi 9. ágúst.
Hann hefur unnið með hljóm-
sveitinni Milljónamæringunum,
keppt í Eurovision, vakið athygli
fyrir dómgæslu sína í Idol og X-
factor og farið á kostum sem
stjórnandi þáttarins „Alla leið“
á RÚV fyrir Eurovision-keppnina.
Sólóplatan á síðasta ári færði
honum Íslensku tónlistar-
verðlaunin þreföld. Þeim mikla
heiðri fylgdi meðal annars titill-
inn „Söngvari ársins 2007“.
Síðast en ekki síst er Páll
Óskar hæfileikaríkur baráttu-
maður fyrir málstað hinsegin fólks,
einn af bakhjörlum Hinsegin daga og
ómissandi liðsmaður hátíðarinnar.
A l l F O R l O v e
Paul Oscar has been one of iceland’s most adored
popstars for several years, and has frequently
been voted the nation’s best singer and perform-
ing artist. As well as being a popular solo artist
with five albums under his belt, Paul Oscar also
collaborates with various groups such as the
latin-influenced the Millionaires,
the easy listening group Casino,
and harpist Monika Abendroth,
with whom he has released
two albums. He is known
for being an outspoken gay
activist and is regularly seen
and heard in the popular
media. last year was a time
of great harvest for Paul
Oscar when he released
his album “All for love”
and won icelandic Music
Awards for “Singer of the
year”, “net voters’ Favorite”
and “listeners’ Favorite”.
Paul Oscar will perform at the
Open Air Concert at Arnarhóll,
Saturday, 9 August, and you
can witness his DJ splendour
at the Gay Pride Dance at nASA
that same evening.
www.myspace.com/palloskar