Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2008, Qupperneq 25
heimir már Pétursson
Hvar byrjaði þetta allt? Skrautlegar
stoltar konur, skringilegir málaðir
strákar, skreytt börn og allir brosandi?
Hvaðan kom fólkinu þessi kæruleys-
islega framkoma? Hvernig stendur
á því að stór hluti þjóðarinnar getur
komið saman undir regnbogafánanum
og fagnað því einu að vera til?
er þetta ekki til marks um andlegt og
líkamlegt lauslæti, já, jafnvel kæru-
leysi?
Getur verið að það sé svona gaman
að vera til?
Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride er
eina hátíðin á Íslandi sem í raun fagnar
engu öðru en ánægjunni af því að vera
lifandi; lifandi þátttakandi í samfélagi karla
og kvenna – og barna – fagnar því einu að
vera manneskja. Eða eins og sagt var fyrir
tíma pólitísks réttrúnaðar: Fagnar ánægj-
unni af því að vera maður með mönnum.
Á þessu ári gleðjumst við vegna þess
að Hinsegin dagar verða haldnir í tíunda
skipti. Það var árið 1999 sem einstaklingar
innan og utan Samtakanna ’78 mundu eftir
því að 30 ár voru liðin frá uppreisninni á
Stonewall, 27. júní 1969. Og nú kunna enn
að vera karlar og konur sem spyrja sig:
Uppreisnin á Stonewall – hvað er það?
Ráðist inn í erfidrykkju
Í þúsundir ára höfðu konur verið kúgaðar í
blindu feðraveldi sem neitaði þeim um til-
finningalegt frelsi, allt frá vöggu siðmenn-
ingarinnar hafði karlmönnum verið neitað
um að elska aðra karlmenn, konur og karlar
voru lamin, pyntuð, dæmd, hædd og úthýst
– öldum saman. Uppreisnir voru gerðar og
barðar aftur. Einstaklingar stóðu upp og
voru lamdir niður. Samtök voru stofnuð og
bönnuð.
En svo kom dagurinn sem hinsegin fólk
getur ekki gleymt.
Í raun var þetta ósköp venjulegur dagur,
27. júní 1969 í New York, höfuðborg heims-
menningarinnar. Það var verið að bera Judy
Garland til grafar, fallna stjörnu í bókstaf-
legum skilningi og víða um borgina og um
heiminn allan drúpti fólk höfði í söknuði
og virðingu. Það var verið að hella í glös
á börum hér og þar og sums staðar voru
bakaðar pönnukökur og hellt upp á kaffi. En
á einum litlum bar í Green Vill, neðarlega
á Manhattan-eyju, voru lesbíur og hommar
komin saman og söknuðu Judy Garland.
Þau voru öll að syrgja hana. Litlu stelp-
una sem fór til Oz og söng fallega lagið
um regnbogann. Þau fundu öll til samstöðu
með þessari ólánsömu leikkonu sem hafði
fært heiminum svo margar ógleymanlegar
stundir og hafði sjálf glímt við ofurvald og
kúgun allt sitt líf. Og það var þá sem hurð-
inni var hrundið upp. Það var á því augna-
bliki sem hópur lögreglumanna hóf að berja
á samkynhneigðum gestum þessa bars eins
og venjulega. En þetta var bara ekki einsog
venjulega.
Ætlið þið að láta bjóða ykkur þetta?
Nei, þetta var þrátt fyrir allt ekki venjulegur
dagur. Þegar verið var að smala sorgmædd-
um strákum og stelpum inn í löggubílana
gekk eitt af frægari skáldum borgarinnar
hjá og spurði stundarhátt: Ætlið þið að láta
bjóða ykkur þetta?
Og það var eins og hendi Guðs væri
veifað. Ung lesbía braust úr fangbrögðum
lögregluþjóns og sparkaði í punginn á
honum.
Þar með var fjandinn laus.
Strákarnir og stelpurnar þeystu út úr
lögreglubílunum og byrjuðu að streitast á
móti lögregluþjónunum sem aldrei höfðu
séð annað eins.
Aldrei áður hafði hópur píulegra stráka
og sterklegra kvenna sameinast gegn þeim.
Aldrei áður hafði hópur af þessu fólki
sameinast gegn árásum á það sjálft.
Kristóferstræti í Greenwich Village logaði
allt í einu í undarlegum slagsmálum.
Fjölmiðlar voru ekki á staðnum vegna
þess að þeir voru ekki vanir neinni mót-
spyrnu úr þessari átt, en fljótlega fóru
útvarpsstöðvar að greina frá slagsmálunum
og fólk hópaðist niður í þorpið til að taka
þátt í þessum slag.
Í þrjá daga logaði neðri hluti Manhattan
af glímubrögðum lögreglu, lesbía og homma
og loks tóku fjölmiðlar við sér og fóru að
segja fréttir.
Annað eins hafði ekki gerst áður; að
kynvillingar neituðu að láta berja sig.
Hinsegin dagar verða til
Og það var sem sagt snemma árs 1999 sem
einhver mundi eftir því að það voru 30 ár
frá því að Judy Garland var borin til grafar
og allt varð vitlaust á Stonewall-barnum
í New York. Og fólk kom saman og velti
fyrir sér hvort ekki væri rétt að minnast
þessa atburðar með hátíðahöldum í miðbæ
höfuðborgar Íslands. Og svarið var: Jú,
ættum við ekki að setja upp blandaða dag-
skrá á Ingólfstorgi?
Samtökin ’78 sem þá höfðu ein barist
fyrir réttindum samkynhneigðra á Íslandi
í um 20 ár ákváðu að fjármagna veisluna
þótt lítið væri til skiptanna. Hringt var til
listamanna og kvenna, fólk var fengið til að
mæta, skipuleggja og gera – og viti menn,
hinn 27. júní 1999 var sett upp dagskrá á
Ingólfstorgi.
Á árum áður, 1993 og 1994, þegar
göngur höfðu verið reyndar, mættu um 70
manns og eftirvæntingin var því ekki mikil.
„Hver vill láta sjá sig samkynhneigðan á
almannafæri?“ spurði fólk sjálft sig sisvona
og bjóst við engri mætingu frekar en áður.
En þetta reyndist ekki vera venjulegur
dagur. Það mættu að minnsta kosti fimmtán
hundruð manns og margir þeirra „réttkyn-
hneigðir“ vegna þess að það var svo
mörgum mál að standa með okkur. Og þá
stóðum við þarna með gleðigrettu í andlit-
inu en ákaflega klumsa yfir öllum stuðn-
ingnum og sum okkar fóru að velta fyrir sér
hvort ekki mætti gera þetta einu sinni á ári
og þá með mikilli göngu?
Það var upp úr þeirri hugsun sem
Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride voru
stofnaðir á fámennum fundi á Laugavegi 3
á haustmánuðum 1999. Það var þessi hópur
sem ákvað að skipuleggja strax á næsta
ári aðra slíka hátíð OG gleðigöngu. Það
var á þeim fundi sem orðið GLEÐIGANGA
fæddist.
Margir í hópnum efuðust um að nokkur
h I n S E G I n d A G A R 10 á R A
bARáttAn um ímyndInA
25