Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2008, Page 26
myndi mæta í slíka göngu; hún yrði fámenn
og hlægileg í augum þeirra sem ekki vissu
um hvað málið snerist. En það voru líka
eftirvæntingarfullar raddir á fundinum, full-
ar af von eftir glæsilegan dag á Ingólfstorgi
nokkrum mánuðum áður, sem sögðu að
engin ástæða væri til örvæntingar.
Nú væri Ísland tilbúið.
Fjöldinn handan við hornið
Það var hópur skelfdra en ákveðinna og
glaðra sem kom saman við lögreglustöðina
á Rauðarárstíg í ágúst 2000 til að setja
saman fyrstu gleðigönguna.
Fólk var staðráðið í að setja saman
svo langa og skrautlega göngu að engin
myndavél gæti náð öllum herlegheitunum í
einu skoti. Þannig gætum við ekki verið lítil
í augum umheimsins. Hópurinn var einbeitt-
ur og hafði ekki tíma til að líta fyrir hornið
á Hlemmi. Fólkinu fannst eins og það væri
í u.þ.b. 300 manna hópi, en svo var tíminn
kominn til að leggja af stað og beygt var
fyrir hornið á strætóstöðinni á Hlemmi.
Það var á því augnabliki sem flestir eru
sammála um að nokkur hundruð hjörtu hafi
stoppað og jafnmargir kekkir myndast í
hálsi fólks, því þegar þessi föngulegi hópur
tók beygjuna niður Laugaveginn blasti við
12–15 þúsund manna brosandi hópur sem
beinlínis beið eftir því að standa með okkur!
Á dauða okkar áttum við von, en ekki
þessu.
Frá þessari stundu hafa Hinsegin dagar
verið til og vaxið frá því að vera eins dags
hátíð með um 15 þúsund manns í fjögurra
daga menningarhátíð hinsegin fólks með
yfir 70 þúsund gestum.
Á þessum sama tíma hafa miklar rétt-
arbætur átt sér stað á sviði löggjafarinnar,
en það sem skiptir mestu máli er að á þess-
um tíu árum hefur þjóðin alist upp við það
að vita að við erum samkynhneigð, gagn-
kynhneigð og allt það – en umfram allt fólk
sem er staðráðið í að bera virðingu fyrir
hvert öðru og hafa gaman að lífinu og það
er langstærsti sigurinn – fyrir okkur
– sem þjóð.
Að standa með sjálfum sér
En það eru einnig aðrir til í heiminum og
þeir eru ekki allir sammála okkur.
Þess vegna hafa Hinsegin dagar þróast
yfir í afl sem ekki er bara til á Íslandi, held-
ur minnir reglulega á litlu stúlkuna frá Oz
með bréfasendingum til borgarstjóra, ein-
ræðisherra, forseta, forsætisráðherra og
þjóðþinga um allan heim sem enn eru að
níðast á samkynhneigðum, tvíkynhneigðum
og transgender-fólki fyrir það eitt að vera til.
Við þreytumst ekki á því að minna á þá
staðreynd að andrúmsloftið er líka okkar
– að við höfum öll rétt til að draga andann
og að heimurinn er ekki bara streit – hann
er líka hinsegin.
Nú er oft spurt: Hefur ekki allt náðst?
Er einhver ástæða til að halda áfram að
berjast? Svarið er að það má aldrei sofna á
verðinum. Vegna þess að fólk heldur áfram
að fæðast og deyja – kynslóðir koma og
fara og ef við höldum ekki fána okkar á lofti
kann annar og ógeðfelldari fáni að verða
dreginn að húni.
Nú um stundir er þetta kannski spurn-
ingin um baráttuna um ímyndina. Hvernig
við kjósum að láta sjá okkur, eða láta aðra
sjá okkur – með sínum óupplýstu augum.
Ef við látum eins og ekkert C kemur
nefnilega að því að aðrir ráða því hver
við erum, og þá hefur allt verið unnið til
einskis. Þá verðum við aftur þau sem ÞEIR
ákveða að við séum og þá styttist í að ein-
hverjir byrji að berja okkur á nýjan leik fyrir
það eitt að vera til.
Þess vegna er svo mikilvægt að hafa
Hinsegin daga – þess vegna er svo mikil-
vægt að standa með sjálfum sér – alltaf.
Heimir Már Pétursson
is the executive direc-
tor of Reykjavík Gay
Pride. He has been
an invaluable and
multitalented mem-
ber of the festival’s
organising committee for the last nine
years. in his article he reminisces the
genesis of Reykjavík Gay Pride ten
years ago and how courage and pride
conquered the voices of doubt and fear
to give rise to one of the most popular
and vibrant national celebrations in
iceland.
Viltu vera með atriði
í gleðigöngunni?
Atriðum í gleðigöngunni hefur fjölgað ár
frá ári og mörg hver hafa verið einstak-
lega glæsileg. Til þess að setja upp gott
atriði er mikilvægt að hugsa málin með
fyrirvara. Góð atriði þurfa ekki að kosta
mikla peninga. Gott ímyndunarafl og liðs-
styrkur vina og vandamanna dugar oftast
nær. Hinsegin dagar verða með verkstæði
í miðborginni síðustu tvær vikurnar fyrir
hátíðina en nánari upplýsingar um hús-
næðið verður að finna á vefsíðunni www.
gaypride.is þegar nær dregur hátíðinni. Þar
geta allir sem eru að setja saman atriði
saumað og smíðað og nýtt sér það skraut
sem er á boðstólum hverju sinni. Þau sem
geta lagt til verkfæri, saumavélar og svo
framvegis, vinsamlegast hafið samband
við Hinsegin daga.
Þátttakendur sem ætla að vera með
formleg atriði í gleðigöngunni verða að
tilkynna það til Hinsegin daga fyrir 3. ágúst
í síðasta lagi. Nauðsynlegt er að skrá
atriði með því að fylla út eyðublað sem
finna má á vefsíðunni, www.gaypride.is.
Nánari upplýsingar veita Katrín göngu-
stjóri, kaos@simnet.is, eða Heimir Már
framkvæmdastjóri, heimirmp@internet.is
Einnig má hafa samband við Katrínu í síma
867 2399 eða Heimi Má í síma 862 2868.
Hægt er að sækja um styrki til einstakra
gönguatriða.
Byrjað verður að raða göngunni upp
við lögreglustöðina á Hlemmi kl. 12:00,
laugardaginn 9. ágúst og þeir þátttakendur
sem eru með atriði verða skilyrðislaust
að mæta á þeim tíma. Gangan leggur
stundvíslega af stað kl. 14 og bíður ekki
eftir neinum.
Do you want a float or space
in the parade?
As in previous years, the Reykjavík Gay
Pride Workshop will be open for inter-
ested participators. It is located in the city
center, close to Hlemmur Square and the
Police Station. There you can build your
float or make your costumes. Those who
wish to perform a number in the parade
must register before 3 August. You can
register on the website www.gaypride.
is, from the link “Parade Application” on
the English version of the website, or
send an e-mail to Katrín, kaos@simnet.
is or Heimir, heimirmp@internet.is. Please
inform us how many people will be partici-
pating in your number and whether it will
involve a float or a car. We will also need
the name, address and phone number of
the contact person in charge.
Participants please meet at 12 noon on
Saturday 9 August by the Police Station
at Hlemmur. The parade starts at 2 p.m.
sharp.
26