Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2008, Síða 29

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2008, Síða 29
Hinsegin í H e i l a n d a G Hinsegin dagar í Reykjavík er sameiginleg hátíð þess fjölbreytta hóps fólks sem kallar sig samkynhneigt, tvíkynhneigt eða trans- sexúal. Samt yrðu Hinsegin dagar svipur hjá sjón ef ekki kæmi til stuðningur þess gríðarlega fjölda Íslendinga sem slæst í hópinn á götum Reykjavíkur á hátíðisdaginn. Þar er á ferð öll flóra íslensks samfélags – ungir og aldnir úr öllum stéttum. Þar eru ekki bara vinir okkar og fjölskyldur, heldur líka „bláókunnugir“ sem ekki tengjast okkur vina- eða blóðböndum, en finna samt á Hinsegin dögum rétta tækifærið til að láta í ljósi stuðning við baráttuna fyrir betra lífi. Fátt yljar okkur eins og að sjá allar þessar þúsundir Íslendinga slást í hópinn í gleðigöngunni niður Laugaveg. Sá samhugur er einsdæmi í heiminum. Í þakklætis- og virðingarskyni vilja Hinsegin dagar bjóða öllum landsmönnum og erlendum gestum að gerast hinsegin í heilan dag. Við hvetjum ykkur til að styrkja litina í regnboganum og auka á gleðina með því að bregða ykkur á spariskóna og klæðast einhverju því í tilefni dagsins sem þið hafið aldrei áður þorað að ganga í niður Laugaveg. Samkvæmiskjóllinn með pallíettunum sem fékk að rykfalla inni í skáp frá því á árshátíð Sveinafélags húsasmiða 1967 – hans tími er aftur upp runninn! Eða kjólfötin góðu sem aldrei eru viðruð nema á stöku frímúrarafundi eða á árlegum vorkonsert Fóstbræðra. Að ekki sé minnst á alla dýrlegu hattana, hawaii-skyrt- urnar, bítlaskóna og blómahálsbindin sem eitt sinn þóttu fín, en eru nú litin hornauga af smáborgurum þessa heims. Það er ekki bara hinsegin fólk sem lendir stundum inni í skáp, heldur líka alls kyns dýrindis fatnaður. Hann á sinn tilverurétt. Leyfum honum að sleppa út úr skápnum, þótt ekki sé nema einu sinni á ári. Njótið dagsins! Gay f O r a d a y Reykjavík Gay Pride is unique in one sense: Nowhere else in the world do queers meet such overwhelming support from family and friends as we do here in Iceland. The participation in the Pride festivities is perfect proof of that statement, as one fourth of the Icelandic nation now gathers every year in the centre of Reykjavík for the Pride Parade and the Open Air Concert at Arnarhóll. To celebrate the tenth anniversary of Reykjavík Gay Pride we urge you to add your own special touch of colour to our rainbow by joining the celebration on Pride day in some fancy dress of your past. Whether a precious gown, tuxedo, hat or a tie – bring it out of the closet, into the streets! 29

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.