Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2008, Page 30

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2008, Page 30
áforma engu að síður hátíðahöld til að efla sjálfsvitund sína og samstöðu. Á dagskrá er hinsegin kvikmyndahátíð í Minsk og Gomel og síðan fjölmenn ráðstefna í Minsk þangað sem ungu fólki víðsvegar úr Austur- Evrópu er boðið til að ræða stöðu mála og skipuleggja aðgerðir. Loks er ætlunin að halda tvær glæsilegar hátíðir innan dyra, bæði í Minsk og Gomel, undir slagorðunum „Gegn alnæmi“ og „Saman stöndum við sterk“. Samtökin ’78 og Hinsegin dagar í Reykjavík styrkja hátíðina og félagsmenn þeirra hafa einnig lagt fé af mörkum í söfn- un til hátíðahaldanna. Einn af gestum Hinsegin daga í ágúst er ungur baráttumaður Svyatoslav Sementsov, Slava eins og hann er kallaður. Hann er í málsvari fyrir hreyfinguna TEMA og mun fræða gesti Hinsegin daga um ástand mála á umræðufundi í Samtökunum ’78 og sækja reynslu til okkar. Fundurinn fer fram á ensku, miðvikudagskvöldið 6. ágúst og hefst kl. 20:30. Húsið er opnað kl. 20. Sýnum samstöðu og stuðning og fjölmenn- um. Lesa má um lífið í Hvíta Rússlandi á www. pride.by Alþjóðlegt samstarf og stuðningur við sam- kynhneigða, tvíkynhneigða og transgender- fólk í fjarlægum löndum er mikilvægur þáttur í starfi Hinsegin daga í Reykjavík. Svo lengi sem einhver úr okkar hópi mætir fordómum og þjáningu einhvers staðar í heiminum höfum við verk að vinna. Til Íslands er nú litið eftir fyrirmyndum, því að sú jákvæða þjóðfélagsþróun, sem orðið hefur hinsegin fólki í hag hér á landi, vekur athygli um allan heim. Eitt af þeim löndum sem hafa leitað eftir þekkingu okkar og stuðningi er Hvíta Rússland – Belarus. Í stærstu borgum landsins, Minsk og Gomel, er að finna einbeittan og meðvitaðan hóp hinsegin fólks sem berst hart fyrir því að bæta hag síns fólks og auka meðvitund samfélagsins um sjálfsögð mannréttindi. Hinsegin fólki í Hvíta Rússlandi er haldið niðri á þann hátt sem reyndar er gamalkunnur í sögunni. Stjórnvöld lands- ins hindra alla upplýsingamiðlun um líf hinsegin fólks, því er meinaður aðgangur að fjölmiðlum og bannað að safnast saman á götum þar sem athygli gæti vakið. Fjölmiðlar segja einungis neikvæðar og fjandsamlegar fréttir og nota hvert tækifæri til að lýsa hinsegin þegnum ríkisins og stuðningsfólki þeirra í öðrum löndum sem afbrigðilegum og andfélags- legum. Þegar fréttist af aðgerðum grípa stjórnvöld oft til þess ráðs að hneppa fólk í varðhald um stundarsakir til að draga úr því kjarkinn og dreifa skipulögðum óhróðri um einstaklinga í fjölmiðlum. Hreyfing hinsegin fólks lætur samt ekki deigan síga í Hvíta Rússlandi. Það heyrir til tíðinda að í fyrsta sinn sást regnbogafáninn á götum Minsk í vor við árlega minningar- athöfn um Chernobyl-kjarnorkuslysið. Slíkt þóttu tíðindi þar í borg. Í haust halda félagar okkar í Hvíta Rússlandi sína Hinsegin daga í annað sinn í sögunni. Enn voga þau sér ekki í göngu út á götur, vitandi vits að stjórnvöld snúast hart gegn þess háttar sýnileika. En þau hInSEGIn AuStAn VIð FALLIð tjALd 30

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.