Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2008, Side 45
heim ef eitthvað var um að vera. Þegar sumir
spurðu hvað það ætti að þýða að draga
gamla karla í partí ungu strákanna, fengu
þeir ævinlega sama svarið: „Bíðið bara, þið
verðið líka einhvern tíma gamlir.“ Ég get
eiginlega ekki lýst því hvað ég er öllum þess-
um vinum mínum þakklátur.
Svo bíður félagslífið eftir mér í sumar og
haust, ég er að fara aftur til Kanaríeyja þar
sem ég var í vetur, og svo ætla ég að vera í
Skotlandi í ágúst hjá vinafólki mínu. Ég sleppi
ekki Edinborgarhátíðinni og vel úr það sem
mér finnst skemmtilegast. Ég elska sérstak-
lega það sem þeir kalla Edinburgh Military
Tattoo, voldugar skraut- og hersýningar þar
sem piltarnir marsera fram og til baka í alls
konar úniformi.
Þórir Björnsson has seen some changes in
his time. Born in 1926, he has enjoyed the
manifold delights that men have to offer
since he was 15 years old. the Second
World War was a time of joyful exploration
for Þórir, providing him with the chance for
affairs with men in the British and American
occupying armies; positive experiences that
gave him a belief in life’s limitless possi-
bilities. Although based in iceland, Þórir is a
citizen of the world and social animal, with
a particular weakness for uniforms. He has
lived for long periods in Britain, the US and
Canada, spending a number of years in the
service of the Canadian army in the 1950s.
Here he recalls some incredible but true
tales of his past, and reflects on the times
of adversity and change that the gay world
underwent in the 20th century.
Bara Vestmannaeyingar
Að spjalla við Þóri Björnsson er eins og að fá
sögu homma síðustu sjötíu árin beint í æð.
Hann man öll tímaskeið, hvert með sínum
sérkennum, og lítur þau sínum persónulegu
augum. Og veit manna best hve margt hefur
breyst. Sumt til batnaðar þótt ekki geti hann
neitað því að hann sakni eins og annars frá
liðnum dögum.
Á sjötta áratugnum var það nokkuð föst
venja að hommarnir í Reykjavík litu við á
hádegisbarnum á Borginni eftir að búðir
lokuðu kl. tólf á laugardegi. Einn daginn var
ég þar staddur þegar tveir kunningjar mínir,
ættaðir úr Vestmannaeyjum, byrjuðu að
kyssast í sófa á barnum. Og mannskapurinn
fór náttúrlega að gjóa á þá augunum. Lítur
þá ekki annar þeirra upp úr
sófanum, beint á gestina
og segir stundarhátt: „Nú
halda víst allir að við séum hommar.
Við sem erum bara Vestmannaeyingar.“
Nú eru menn að mestu leyti hættir að
verjast heiminum með góðu tilsvari og góðu
sögunum fækkar. Það hefur orðið gríðarleg
breyting á öllu hér á landi, en þetta breyttist
seint. Sérstaklega voru menn seinir til að
mynda með sér góðan félagsskap eins og ég
þekkti í útlöndum. Sumir kunnu þó að halda
góð samkvæmi, til dæmis Siggi Sy klæðskeri
sem bjó á efstu hæðinni á Laugavegi 11.
Hann varð fjórum sinnum fimmtugur og hélt
upp á það me› sama glæsibrag í hvert sinn.
En fyrsta raunverulega gay veislan hér á
landi var haldin árið 1971. Þá meina ég raun-
verulegt gay boð eins og þau gerast fínust,
með öllu tilheyrandi. Ég á meira að segja
boðskortið í þá veislu sem Ragnar Axelsson
hélt. En það boð var blandað, það hefur
lengst af einkennt Ísland að við bjóðum
gagnkynhneigðu fólki í okkar veislur. En það
verður þá að sitja þær á okkar forsendum.
Mér fannst stærsta breytingin verða
í félagslífinu um og upp úr 1985 og það
tengist talsvert „22“ á Laugavegi. Það var
fyrsti raunverulegi gay staðurinn hér á
landi. Og reyndar sá eini enn sem komið
er. Andrúmsloftið þar var sérlega gott og
skemmtilegt, alveg eins og það sem ég
þekki úr útlöndum, allir svo velkomnir. Þessir
staðir sem seinna komu náðu þessu bara
ekki. Cozy-bar og Q-bar sem seinna urðu til,
þeir náðu því ekki að verða raunverulegir gay
staðir, bara pick-up barir. Og fólk drekkur
miklu meira og verr en í gamla daga. Fyrir
nú utan allt dópið. Andrúmsloftið er orðið
aggressíft í seinni tíð.
Þið verðið líka einhvern tíma gamlir
Ég hef gert mörg mistök um ævina, en ég
hef reynt að leiðrétta þau ef ég sé leið til
þess. Stundum detta orð út úr manni sem
maður ætlaði ekki að segja. Því ég á
það til að vera svolítið „sar-
castic“ þegar
ég er í glasi,
það er minn stóri
galli, því miður.
En ég geri það sem
ég get til að bæta
fyrir það. Svo reyni
ég að forðast skuldir.
Ég eignaðist mitt fyrsta
kreditkort núna á dögun-
um, enda ekki seinna
vænna. Heilsan leyfir held-
ur ekki lengur að ég fái mér
í glas og það gerir mann yfirvegaðri, ég
velti því meira fyrir mér en áður hverja ég
umgengst. Og hverjum ég get hugsað mér
að bjóða heim til mín.
Hér heima er ég svo heppinn að eiga
góða vini sem ég hef aðallega kynnst í MSC
Ísland, þeir eru tryggir og bjóða mér
alltaf heim til sín ef eitthvað er
um að vera og umgangast mig
eins og jafnaldra sinn. Reynir
Már Einarsson, einn þeirra sem
núna er horfinn, hafði það fyrir sið
að bjóða alltaf elstu kynslóðinni
Þórir Björnsson 75 ára
BROt úR tÓtUSönG
Þegar fer að bregða birtu
barinn heillar lóðatík.
Klæðist þá í skárri skyrtu,
skálar fyrst í Arsenique.
Hirðarsveinum hennar, virtu,
hressing einnig skenkist slík.
Tindra augun, töfrum styrktu,
Tóta er ung í Reykjavík.
Þá er enn sem augun ljómi,
árin verða núll og nix.
Verður öll einn æskublómi,
umhverfist í Fröken Fix.
Daðurdrós í jómfrúrdómi,
dugar ennþá gamalt trix,
játar æfðum englarómi:
„I am only twenty six.“