Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2008, Qupperneq 50

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2008, Qupperneq 50
50 Guðbergur bergsson Fyrir mörgum árum átti ég leið fram hjá blaðasölu í París og rak augun í lausblöðung um útrýmingarbúðir nazista. Þarna var því haldið fram að þrátt fyrir mikla umfjöllun um málið væri til dæmis ekkert vitað um morð þeirra á sam- kynhneigðum, gyðingar hefðu fengið alla athygli hvað varðaði þjáningar fólks í búðunum. Hugsjón nazista hafi hvað sem því líður verið að eyða allri úrkynjun og í þessu efni hafi oft ekki verið gerður greinar- munur á kynstofni og kynhneigð. Með þögn hvað þetta varðar var sagt að engin leið væri að finna tölu samkynhneigðra sem lentu í gasklefum. Tregðan til að leyfa rannsóknir á þessu benti á vissan hátt til réttlætingar vestrænna þjóða, einnig gyðinga, á baráttu gegn samkynhneigð. Eitt virtist samt nokkurn veginn víst, að í flokkun á úrkynjun lentu samkynhneigðir og gyðingar oft í sama bás og fyrir bragðið gæti talan á dauða gyðinga minnkað sem var engu ríkisvaldi í hag. Lögin gegn samkynhneigðum karlmönnum (konur voru látnar liggja á milli hluta) voru ekki sett af nazistum því þau höfðu verið í gildi frá 1871, en nazistar nýttu sér þau með sínum hætti. Eftir ósigur þeirra voru þau enn í gildi, Adenauer kanslari Vestur- Þýskalands virtist hafa verið þeim sam- þykkur, en þeim var beitt á mannúðlegri hátt. Þegar forstöðukona skjalasafnsins um útrýmingarbúðir nazista var spurð fyrir fáum árum, hvers vegna ekki hefði verið leyft að rannsaka útrýmingu á samkynhneigðum, sagði hún að það hefði verið gert af tillitssemi, hefðu þeir sloppið lifandi hefði þeirra beðið niðurlæging og skömm, annað en samúð, eins og gyðinga, hinna viðurkenndu fórnarlamba. Á þessum árum var engin leið að vita af bókum um ógn nazista hverjir báru bleika þríhyrninginn. Merkisins var getið innan búðanna en ekki merkingar þess. Núna er vitað að ástæðan fyrir feimninni var sú að fordómar gegn samkynhneigð voru jafnvel fyrir hendi hjá þeim sem naktir biðu útrýmingar í gasklefunum. Við hliðina á minnismerkinu um útrýmingu gyðinga í Berlín var fyrir skömmu reist annað minnismerki um morðin á samkynhneigðum, en miklu minna. Schröder og sósíaldemókratar höfðu ákveðið að minn- ast jafnt útrýminganna, en þeir töpuðu í kosningum og hægri stjórn Angelu Merkel lauk verkinu. Þegar minnismerki gyðinga var afhjúpað mættu forsetinn og valdalið landsins, en næstum engir nema venjulegar senditíkur við afhjúpun hins minnismerkisins. Ástæðan fyrir því kvað meðal annars vera sú að inni í því er hægt að sjá tvo karlmenn kyssast ef lagst er á gægjugat. Enginn skyldi ætla að lög á borð við þau þýsku séu einsdæmi. Svipuð ríktu á Spáni fram á tíð sósíalista, „Lög um dáðlausa og illfygli“. Heimilt var að fang- elsa grunaða, en þeir voru ekki teknir af lífi heldur skyldi lækna þá og „snúa þeim með heilbrigðum hætti að ást til kvenna“. Þetta var gert í Kynvillingafangelsinu í borginni Huelva. Við útrýmingu villunnar voru notaðar jafnt ljósmyndir og lifandi skírlífisgyðjur í „fullum holdum“ eins og sérhæfðu vændiskonurnar voru nefndar. Mannrækt var líka stunduð á Íslandi, þótt sagt hafi verið að engin lög væru til um kynvillu, hún aðeins dönsk eða útlend ónáttúra. Samt gekk saga um gamalt skar sem kom á kaffihúsið Laugaveg 11. Hann var sagður heita Haraldur Hamar. Í æsku átti fólk að hafa fundið inn á „eitthvað“ hjá honum, svo menn leiddu hann upp á Arnarhól og geltu hann. Engin leið var að vita hið rétta, en að sjá gamalmennið haltra á slitnum skóm um Laugaveginn í hvaða veðri sem var rak stoðir undir sannleikann. Ef spurt var hvort geldingin hefði farið fram undir styttunni af landnámsmanninum var það talið óvíst, heldur í felum, í slakkanum þar sem Seðlabankinn er núna. Seinna heyrðist að „sá gelti“ hefði verið sonur skáldsins Steingríms Thorsteinssonar og flúið með skömm sína úr landi en snúið aftur heim ellimóður til þess að drekka molakaffi fram í andlátið á Laugavegi 11, án þess að þora að yrða á nokkurn mann – og enginn tók hann tali. svolítið um samkynhneigð Haraldur Hamar Thorsteinsson. Myndin er tekin 1912, ári› sem hann stó› á tvítugu. fijó›minjasafn Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.