Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 20064 Fasanarækt í frístundum Það er ýmislegt sem fólk finnur sér til dundurs og dægra- dvalar og alltaf gaman að fylgjast með þegar að nýir hlutir bætast í flóruna. Jóhann Ólafson er einn þeirra sem valið hefur að fara ótroðnar slóðir í þessum efn- um og hefur komið sér upp fasanarækt í Engidal. Þess má til gamans geta að ekki ómerk- ari manneskja en sjálf popp- drottningin Madonna er ein þeirra sem ræktar fasana á bú- garði sínum í Bretlandi. Ég tók hús á Jóhanni og fasönun- um til að kynna mér málið betur. –Fasanar eru ræktaðir út í hinum stóra heimi í stórum mæli til að sleppa þeim, svo ævintýraþyrstir veiðimenn geti farið og náð sér í nokkuð auðfengna bráð. Þetta er sport- veiðimennska, þar sem ein- göngu er verið að eltast við hanana, en þeir eru mun stærri en hænurnar og eru einstak- lega fallegir fuglar. Þeir eru litskrúðugir með myndarleg, löng stél. Hænurnar eru ekki ósvipaðar stórum rjúpum, en þær eru í felulitunum eins og margur kvenfuglinn. Þetta eru harðgerðir fuglar og geta þolað mikið frost. Ungarnir eru aftur á móti af- skaplega viðkvæmir og það má varla detta á þá vatnsdropi, þá eru þeir dauðir. Hanarnir geta verið grimmir og það þýðir til dæmis ekki að unga út í kringum þá, þeir drepa bara ungana. Fasanar eru af hænsnfugla ætt og eru nánustu ættingjar þeirra Kalkúnar, skógarhænur og akurhænur. Ein stór ræktun er á landinu á Höfn í Horna- firði og er fuglinn þar ræktað- ur til slátrunar. Fasanar þykja herramanns- matur og það má sjá æ fleiri veitingahús státa af honum á matseðli sínum. Eins og af öðrum fugli eru bringurnar vinsælastar en það má vel nota annað kjöt af honum eins og læri. Fuglinn er stór og það er matur fyrir svona eins og fjór- ar manneskjur af hverjum fugli. „Það er búið að rækta fasana á Íslandi í u.þ.b tvo áratugi. Fyrstur til að flytja þá inn var maður að nafni Skúli Magnússon sem lést úr krabbameini fyrir nokkru síðan,.hann var leið- sögumaður og hafði um árabil verið að leiðsegja veiðimönn- um bæði við veiðar á hreindýr- um og rjúpu. Hans sýn var að sleppa fasönum í kjarrskóg á Tókastöðum rétt fyrir utan Egilsstaði og vann hann að því að stækka skóginn og hafði hugsað sér að koma þangað með sína ferðamenn. Heldurðu að það væri ekki flott að vera hér með nokkra fugla inn í Tunguskógi til að leyfa krökkunum að fara í fas- analeit. Af þessum uppruna- lega stofni eru núna allavega komnir hér á landi 10 – 15 kynslóðir af fugli“ – Hvað vakti áhuga þinn á fasanarækt? „Jóhann var kunningi minn og ég vissi auðvitað af því að hann væri að flytja fuglinn inn. Ég keypti af honum nokk- ur stykki til að hafa á boðstól- um í matarklúbb. Síðan sá ég auglýsingu í Bændablaðinu þar sem verið var að auglýsa fugla til sölu og ég hringdi og sló til. Ég keypti mér fimm fugla, fjórar hænur og einn hana.“ –Nú þegar er búið að bætast nokkuð við stofninn og for- vitnilegt að vita hvaða fram- tíðar áform Jói er með varð- andi fuglana. „Núna í janúar verð ég að gera upp við mig hvort ég ætla í einhverja alvöru með ræktunina eða hvort ég ætli bara að vera að þessu fyrir sjálfan mig. Maður þarf bara að finna réttu útungunarvélina til að ná góðri prósentu í útungun. Núna vorum við að ná þetta um 25-35% en úti eru þeir að ná allt að 80%. Sá sem er með stærstu ræktunina hér er að ná svona 35-50%. Miðað við að stefna á það að fá góða útungunarvél þá á ég von á að við getum farið í svona 50- 60%. Ef að það gengi eftir getum við verið með 350-500 fugla strax næsta vetur. Það eru geggjaðir möguleikar í þessu. En ég segi að ef maður ætlar að gera þetta af fagmennsku þá h l j ó t a m e n n að vilja setja þetta þannig upp að þeir framleiði allavega fimm eða tíu þúsund fugla á ári. Hænurnar liggja á 15-20 eggjum sjálfar en ef týnt er undan þeim geturðu verið að fá á bilinu 70-100 egg á tíma- bilinu frá apríllokum til ágúst- loka. Það er möguleiki á að láta þær verpa yfir vetrartím- ann með sérstökum ljósum, þannig að maður blekki þær og láti þær halda að það sé sumar.“ –Hvernig þarf rýmið fyrir fuglana að vera? „Þetta þarf eiginlega að vera þrískipt. Fyrst rými fyrir hæn- urnar þar sem þær liggja á og maður getur komið tvisvar til þrisvar á dag til að týna undan þeim. Síðan með ungana þá þarf maður helst að hafa lakk- að gólf og 15 stiga hita til að hafa þá allavega fyrstu vikuna, út af því að þeir drepast stund- um bara við það eitt að vera til. Kafna undir hver undir öðr- um, því þeir safna sér saman í bunka og þeir drepast bara við að hafa óvart verið neðst í bunkanum. Þegar við smíðuð- um úti stíuna hérna hinu meg- in, þá tókum við rafmagnið af. Fuglarnir öskruðu svoleið- is og djöfluðust þangað til að rafmagnið var komið aftur á. Um leið og rafmagnið og hit- inn komust á aftur snarþögn- uðu þeir. Þriðja rýmið er svo fyrir fullorðna fugla.“ – Blaðamaður veltir fyrir sér hvort að þetta væri ekki flott viðbót fyrir skotveiðifólk. „Jú þú sérð það að til dæmis með rjúpuna Þá var verið að veiða í fyrra 70.000 fugla og í ár er svo leyft að veiða 40.000. Það væru eflaust margir til- búnir að borga vel fyrir að fá að komast í nokkurra daga fasanaveiði. “ –Er það þá yfirleitt fólk í einhverjum veiðiklúbbum sem helst hefur aðgang að því að veiða þá úti í heimi? „Nei, það er fyrir hvern sem kaupir sér veiðileyfi. Dæm- ið er að þegar búið er að þreskja kornakra hjá bændum þá koma þeir með fasanana og sleppa þeim. Þeim er svo sem líka sleppt á villta jörð en hanarnir sækja mikið inn á þessa akra, því þar er svo mikið af korni. Síðan er veiðileyfið sett þannig upp að það eru litlir hópar manna, svona í mesta lagi sex sem fara með leið- sögumanni, sem í flestum til- fellum hefur með sér hund, á stykki sem þeim hefur verið úthlutað og þeir dreifa sér um svæðið. Ef fuglinn heyrir ein- hvern nálgast þá flýgur hann upp og er skotinn. Þú þarft ekkert að vera að stressa þig því þeir fljúga ekkert hratt. Á einum stað kostar til dæmis veiðileyfið 1100 dollara eða (77.000 ISK) fyrir svona þriggja daga veiðitúr. Ma- donna rukkar gott betur fyrir veiði á sínu landi en hún er að rukka 1,3 milljónir á dag. “ –Hvað er verðið á fuglin- um? „Það fer eftir því hvort mað- ur er að kaupa þá lifandi eða dauða. Ég tildæmis kaupi stykkið á tæplega átta þúsund kall, en dauðir eru þeir kannski að fara á 4000-5000 kall.“ –Hvernig ætli svo þessar skepnur skynji? „Þær eru afskaplega vitlaus- ar. En það er ýmislegt sem þær gera eins og um leið og það fer að dimma þá fara þær upp á prik og rör sem eru hátt uppi, þær sofa svo á prikunum. Þetta er þeim eðlislægt.“ – Eftir að hafa skoðað full- orðnu fuglana fórum við og kíktum á yngri kynslóðina, þar voru fuglar sem komnir voru vel á legg. Ég spurði Jóa hve- nar þessir fuglar væru fæddir? „Fyrstu ungarnir hjá okkur í ár komu 20. maí en þeir drápust nú, ég get trúað því að flesti þeirra sem hér eru hafi komið svona eins og fyrstu vik- una í júní. – Eru það þá mest eins og árs- gamlir fuglar sem verið er að sleppa? „Allt frá sex mánaða fugli er sleppt úti.“ Framtíðarsýnin „Ég sé fyrir mér að fasana- kjötið verði bara selt ferskt og fuglinn alinn á góðu fæði til að gera kjötið sem bragðbest. • Miðað við reynslu frá nálægum löndum má telja öruggt að fasanaleysingjar munu reyna varp á Íslandi verði þeim sleppt. • Ólíklegt er að fasanar geti myndað sjálfbæra villta stofna hér á landi. • Litlar líkur eru á því að fasanar muni dreifast í nokkru magni um landið út frá sleppistöðum. • Suðurland er líklegasta svæðið þar sem fasanar gætu hjarað hér á landi, t.d. þar sem kornakrar eru í bland við bithaga ásamt með limgerðum og trjálundum. • Ólíklegt er að fasanar hér muni keppa við rjúpu um fæðu og rými en þeir gætu borið sjúkdóma og sníkjudýr í íslenska náttúru, m.a. úr hænum. • Samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að gilda ströng skilyrði við innflutning og sleppingar á dýrum út í villta náttúru. Náttúrufræðistofnun Íslands mælir því gegn þessari tilraun á þeim forsendum að ekki beri að leyfa stór- felldar fasanasleppingar hér á landi. Stofnunin leggur einkum áherslu á að fasanar geti opnað sýkingarleið fyrir margvísleg sníkjudýr úr hænum yfir í villta fugla og að um sé að ræða framandi tegund í íslenskri nátt- úru sem ströng alþjóðleg náttúruverndarákvæði ná yfir. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands var að finna eftirfarandi: Heldurðu að það væri ekki flott í framtíðinni ef þetta gæti verið fasanasvæði, þar sem er hægt að komast í veiði á fugli, borða á veitingastöðum sem sérhæfa sig í matreiðslu á fas- ana. Þú getur bara séð þetta víðsvegar um Bandaríkin og Kanada að þar eru fullt af litl- um fyrirtækjum sem sérhæfa sig algjörlega í einhverju sem snýr að fasönum með einum eða öðrum hætti. Til dæmis við sultuframleiðslu þar sem er sultukrukka með mynd af fasana og þessi sulta ætti því að vera ljómandi fín borin fram með kjötinu. Ég sé þetta sem mikla möguleika fyrir ferðaþjónustuna, þar sem það væri að koma fullt af fólki inn á svæðið og það þarf að borða og taka bensín og þar frameftir götunum.Þetta fólk fer svo aftur heim og talar fallega um svæðið, þetta getur ekki verið slæmt.“ Jói sagði það ekki vera auð- sótt mál að fá til þess heimild á Íslandi að sleppa fasönum. Blaðamaður kannaði til gam- ans hvað hefði verið reynt í þeim efnum og lætur fylgja með smá klausu: Áhugamál Jóhann Ólafson, fasanaræktandi á Ísafirði. 44.PM5 5.4.2017, 13:034

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.