Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 9 að þora að draga fram þær áherslur sem Framsóknar- flokkurinn hefur lengst af haft.“ Vill slá af öll áform um Norð- lingaölduveitu – Mikið hefur mætt á Fram- sóknarflokknum í umhverfis- málum, hvernig heldurðu að það muni koma út fyrir flokk- inn í komandi kosningum? „Framsóknarflokkurinn á sér langa sögu í umhverfis- málum. Eysteinn Jónsson var til dæmis forvígismaður í nátt- úruvernd á sínum tíma, og var mikill framámaður í þeim efn- um. Það hafa verið miklir fram- sóknarmenn sem hafa verið raunverulegir náttúruverndar- sinnar. Við eigum að halda því á lofti. Það þýðir að áhersl- an á stóriðju getur ekki verið eins mikil og verið hefur. Við eigum ekki að hverfa frá því að koma á fót stóriðju, þar sem það er hagkvæmt og arð- bært, en það þarf að vera innan hóflegra marka. Þetta er at- vinnuskapandi starfsemi og á ákveðnum svæðum á lands- byggðinni getur hún haft mjög góð áhrif á byggðaþróun. Við eigum að nýta það. Mér finnst engin sérstök ástæða til að byggja upp stóriðju á höfuð- borgarsvæðinu. Í umhverfis- málum eigum við hiklaust að segja að við viljum vernda Þjórs- árver og allt það nágrenni, ég vil slá af öll áform um Norð- lingaölduveitu. Það vil ég hik- laust. Fleiri svæði á landinu koma til álita að mínu mati, að við gefum út strax að við ætlum ekki að hreyfa við þeim. Með því móti værum við auðvitað að draga svolítið úr áherslu á stóriðju en við héldum henni áfram gangandi sem einum lið í atvinnustefnu. En við þurfum að horfa meira á þekkingariðnað, þjónustu og viðskipti, þar er framtíðin. Þess vegna eigum við að leggja meiri áherslu á það heldur en á framleiðslugreinarnar.“ Ímyndarpólitík gengur ekki án innihalds – Eftir síðustu kosningar kom upp orðrómur þess efnis að Framsóknarflokkurinn hefði keypt kosningarnar með öflugri auglýsingaherferð á síðustu stundu. Svo virtist manni í síðustu sveitarstjórn- arkosningum að það ætti að endurtaka leikinn, en það virð- ist ekki hafa gengið eftir. Heldurðu það sé skynsamlegt fyrir flokkinn að fara varlega í ímyndarpólitíkina fyrir kom- andi kosningar? „Já, ímyndarpólitík gengur Innkaupastjóri Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ auglýs- ir eftir starfsmanni til starfa við innkaup og lagerhald. Um er að ræða stöðu innkaupa- stjóra stofnunarinnar og er um ábyrgðar- mikið og krefjandi starf að ræða. Starfið gæti hentað sjúkraliða, hjúkrunarfræðingi eða öðrum með þekkingu á hjúkrunarvör- um. Haldgóð þekking á innkaupum og rekstri er kostur. Um er að ræða 50% starf og reiknað er með fastráðningu frá 1. desember nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi við- komandi stéttarfélags og stofnanasamn- ingi HSÍ. Nánari upplýsingar gefur Karl Jónsson, innkaupastjóri (lager@fsi) í síma 450 4500 og Þröstur Óskarsson, framkvæmdastjóri (throstur@fsi). Vinsamlegast sendið umsóknir til Heil- brigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, Torfnesi, 400 Ísafirði fyrir 20. nóvember nk. á eyðu- blöðum sem fást í afgreiðslu Fjórðungs- sjúkrahússins á Ísafirði. Öllum umsóknum verður svarað er gengið hefur verið frá ráðningu. sóknarmaður og tala fyrir framsóknarstefnunni. Stunda þessa hófsömu umbótastefnu sem flokkurinn hefur lengst af talað fyrir. Að undanförn- um árum hefur kannski verið vikið frá henni í of ríkum mæli. Það er þetta sem málið snýst um að mínu mati, menn þurfa að þora að leiðrétta kúrsinn.“ Lífskjörin, mark- aðsvæðingin og landsbyggðamálin – Hver heldur þú að verði helstu baráttumálin sem liggja fyrir eftir næstu kosningar? „Það verða lífskjörin, það er að segja jöfnun lífskjara. Fyrst og fremst gagnvart hóp- um eins og öldruðum og ör- yrkjum. Þetta verður stórt mál. Það þarf að endurskipta þeim verðmætum sem orðið hafa til. Þess vegna skipta atvinnu- málin svo miklu máli, því þau skapa verðmætin. Menn hafa engu að skipta ef atvinnustefn- an skilar engum árangri. Að mínu viti verður að vinna úr einkavæðingunni og mark- aðsvæðingunni. Menn hafa farið mjög hratt í þetta, mark- aðsvætt hvert svið viðskipt- anna á fætur öðru og einkavætt fyrirtæki, til dæmis bankanna. Tilgangurinn er að bæta hag almennings með því að þessi nýskipan leiði til betri þjón- ustu og lægra verðs. Það hefur ekki gerst í nærri öllum til- fellum. Menn eiga eftir að vinna úr því. Á fjarskipta- markaði er engin alvöru sam- keppni, sem kemur auðvitað fram í þjónustunni. Menn sjá það hér á landsbyggðinni að það gengur allt miklu hægar að byggja upp þjónustu. Það vantar upp á að menn nái árangri í þessu, og í því þarf að vinna. Þetta á líka við á fjármálamarkaðnum. Við er- um með eitt dýrasta banka- kerfi heims, gagnvart við- skiptavinum. Bankarnir hafa verið að standa sig vel í er- lendum viðskiptum en innan- lands hafa þeir ekki staðið sig vel gagnvart neytendum. Það er verkefni okkar að láta kerfið virka og bæta þannig hag al- mennings.“ – Hvernig er hægt að fá bankanna til að haga sér? „Það er verkefni manna sem veljast til forystu á næsta kjör- tímabili að finna leiðir til þess. Ein leið, eins og með fjármála- markaðinn, er sú að tryggja erlenda samkeppni svo inn- lendu bankarnir geti ekki óformlega talað sig saman. Það getur verið að það þurfi að setja löggjöf sem skyldar þá til þess að gera ákveðna hluti. Sömuleiðis getur verið að setja þurfi löggjöf til að brjóta upp fyrirtæki sem hafa of stóra markaðshlutdeild. Úr því að leiðin er orðin sú að þjóðfélagið byggist upp á markaðslögmáli og samkepp- ni þá eiga stjórnmálamenn að það virki. Það tel ég, á eftir lífskjaramálunum, vera stær- sta verkefni næsta kjörtíma- bils. Í þriðja lagi er það svo staða landsbyggðarinnar, sem er sums staðar góð, en víða ekki góð. Þar þurfa menn að taka til hendinni og leggja sig fram um að bæta ástandið. Til þess þarf að setja peninga í málefnið og sérfræðiþekk- ingu. Það eru þessi þrjú mál, sem mestu munu skipta, að mínu mati“, segir Kristinn að lokum. – eirikur@bb.is ekki til lengdar nema það fylgi henni innihald. Við sáum það að það gekk vel í alþingis- kosningunum, flokkurinn náði að bjarga sér á síðustu dögunum. Hvort það var endi- lega út af auglýsingunum veit maður ekki, en maður væntir þess að einhver áhrif hafi þær haft. Sérstaklega auglýsing- arnar um húsnæðismálin, sem ég held að hafi verið vel heppnaðar því það var áher- sluatriði sem höfðaði vel til almennings. Í sveitarstjórnar- kosningunum sáum við það síðan að þetta gekk ekki eins vel. Fylgið fór verulega niður á miðað við sveitarstjórnar- kosningarnar fyrir fjórum árum. Ímyndin ein og sér skil- ar ekki góðri kosningu. Það verður að vera innihald og trú- verðugir leiðtogar fyrir flokk- inn. Það sem skiptir máli er stefnan, og trúverðugleiki frambjóðenda. Trúa kjósend- ur því að frambjóðendurnir muni standa við stefnuna, að eins miklu leyti og hægt er í samsteypustjórn. Það held ég að sé lykilatriði.“ – Telurðu að trúverðugleiki flokksins hafi beðið mikla hnekki? „Það er alveg ljóst að flokk- urinn hefur verið í nokkrum erfiðleikum, það hefur meðal annars leitt til forystuskipta, og það hefur verið haldið sér- stakt flokksþing til þess að taka á innri vanda flokksins. Þannig að það þýðir ekki að draga fjöður yfir það. Það er okkar verkefni nú að vinna okkur úr þeim vanda. Þess vegna segi ég: Nú þarf að þora. Nú þarf að þora að vera fram- Glitnir færir glaðning Patrycja Wittstock sem átti 17 ára afmæli á fimmtudag, fékk heldur betur glaðning í afmælisgjöf frá Glitni þegar henni voru afhentar 50.000 krónur í bílprófsstyrk. Vestfirðingar hafa verið mjög lánssamir í Námsmannaleik Glitnis í ár, því alls hafa þrír viðskiptavinir útibúsins á Ísafirði fengið bílprófsstyrk á árinu. Auk Patrycju hafa þau Arnar Friðrik Albertsson og Ólöf Anna Benediktsdóttir fengið styrkinn. Styrkveitingum er þannig háttað að viðskiptavinir Glitnis sem verða 17 ára á árinu og eru í námsvild geta átt von á glaðningi á afmælisdaginn. Í hverjum mánuði er eitt heppið afmælisbarn mánaðarins dregið út og hlýtur bílprófsstyrk. Það var Gerður Eðvarsdóttir hjá Glitni sem færði Patrycju glaðninginn. 44.PM5 5.4.2017, 13:039

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.