Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Síða 6

Bæjarins besta - 02.11.2006, Síða 6
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 20066 Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Eiríkur Örn Norð-dahl, símar 456 4694 og 845 2685 eirikur@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is – Anna Sigríður Ólafs- dóttir, símar 456 4680 og 860 6062, annska@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulíf- eyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Eftir hverju er beðið? Ritstjórnargrein Stærstu íþróttafélögin innan Héraðssambands Vestfirðinga hafa ákveðið að halda áfram samningaviðræðum um mögu- lega sameiningu félaganna og standa vonir til að ákvörðun um sameininguna verði tekin um áramótin. Þetta var ákveð- ið á almennum félagsfundi sem haldinn var í skíðaskál- anum í Tungudal í síðustu viku. „Það var komin smá stöðnun í ferlið og því hóuðum við saman félögunum til þess að koma á hreint hvort vilji væri fyrir hendi að halda áfram og hvernig málin stæðu“, segir Ingi Þór Ágústsson, formaður Héraðssambands Vestfirð- inga. Félögin sem um ræðir eru Sundfélagið Vestri, Körfu- knattleiksfélag Ísafjarðar, Skíðafélag Ísfirðinga og Bolta- félag Ísfirðinga. „Sérstök nefnd mun vinna að því að undirbúa sameiningu með hag allra félaganna að leiðarljósi. Nefndin hefur fram að áramót- um en þá verður ákveðið hvort af sameiningunni verði“, segir Ingi Þór. Meðal þess sem fram kom á fundinum var að deildir halda vissu sjálfstæði, eignum og kennitölu og geta dregið sig til baka eða gengið út úr samstarfinu hvenær sem er. Öll félögin koma inn í sam- starfið á núlli og útilokað á að vera fyrir eina deild að steypa félaginu í stórar skuldir. Einn megintilgangurinn með sam- einingu virðist vera að félagið sé sameiningartákn; allir séu í sama félagi, með eitt nafn, eitt merki, einn búning. Auk þess fæst með þessu viss hag- ræðing, starfsmaður sem vinn- ur fyrir deildir, möguleiki á hagstæðari samningum, t.d. í tengslum við keppnisferðir og fleira. Hugmyndin er sú að eftir að stærstu félögin myndu sameinast yrði minni félögum boðin þátttaka. „Það er mikill vilji hjá HSV að af sameiningunni verði því við teljum að það verði hagur allra félaganna“, sagði Ingi Þór. Ákvörðun um sameiningu íþrótta- félaga tekin um næstu áramót Níu hitastigulsholur voru boraðar í landi Svarfhóls í Álftafirði á dögunum og mæld- ist sú heitasta með 117 í hita- stigul, en það þykir bara nokk- uð gott. Illa mun hafa gengið að bora þar sem bingur af jök- ulbergi var fyrir, en upphaf- lega áttu holurnar að vera tíu. Haukur Jóhannesson, jarð- fræðingur, hafði umsjón með rannsóknunum, og mun hann væntanlegur vestur til að kynna niðurstöðurnar fyrir Súðvíkingum um miðjan þenn- an mánuð. Þó niðurstöðurnar reynist að öllu leyti jákvæðar á eftir að ákveða hvort farið verði í að bora eftir heitu vatni, en framkvæmdir af því tagi geta reynst mjög dýrar. Ef svo fer að heitt vatn finnist þarf að fara í hagkvæmnisútreikninga fyrir hitaveitu þar sem taka þarf inn í reikninginn stofn- kostnað, lagnakostnað, mögu- legar tekjur og rekstrarkostnað hitaveitunnar. Frá þessu er greint á ruv.is. Vonir standa til þess að rannsóknarvinnu og hag- kvæmnisútreikningunum verði lokið í kringum áramótin. Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á 12 milljónir króna, og greiðir Orkubú Vestfjarða, sem er umsjónar- aðili verksins, fjórðung af kostnaðinum. Rannsóknir þessar hafa verið í bígerð í um árstíma. Tæp þrjátíu ár eru síðan fyrstu rannsóknir fóru fram á svæðinu þegar viðamiklar eðlisviðnámsmælingar voru gerðar á Vestfjörðum og í kjölfarið á þeim var boruð til- raunahola og mælingum bar saman um að jarðhitasvæði sé að finna við Svarfhól í Álftafirði. Þegar rætt var við Ómar Má Jónsson, sveitar- stjóra Súðavíkur, fyrir fáein- um vikum sagðist hann ekki vita hvers vegna rannsóknum á heitu vatni hafi ekki verið haldið áfram á sínum tíma, en sagðist þó telja að lakari tæknibúnaður hefði haft nokk- uð um það að segja, en vildi ekkert fullyrða um það. ÍSOR (Íslenska orkustofnunin) hef- ur umsjón með því hvar verður leitað og er fagaðili þegar kemur að jarðfræðilegum þætti verksins. Orðið hitastigull er sjálfsagt nýyrði fyrir mörgum lesend- um. Við jarðhitaleit er oft stuðst við hitastigul, en það er mælikvarði á hve hratt hitastig hækkar með dýpi. Boraðar eru grunnar hitastigulsholur og hitinn mældur. Loks er reikn- að út hve mikill hitastigullinn ætti að vera á 1 km dýpi. Jarðhitarannsóknir í Álftafirði lofa góðu Súðavík. Mynd: Mats Wibe Lund. Missti stjórn á bifreiðinni Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði í síðustu viku. Á miðviku- dag missti ökumaður stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á annari bifreið sem stóð kyrrstæð á bílastæði. Ekki urðu slys á fólki en nokkurt tjón varð á ökutækjum. Aðfaranótt sunnudags ók síðan fólksbifreið á grjót á Súðavíkurhlíð með þeim afleiðingum að undirvagn bifreiðarinnar og hjólbarði skemmdust. Þá hafði lögreglan afskipti af tveimur ökumönnum vegna hraðaksturs auk ökumanns stórrar bifreiðar sem var með ökurita sem ekki reyndist í samræmi við tilheyrandi reglugerð. Nokkrir aðilar sem reka verslunar- og þjónustustarfsemi á Eyrinni á Ísafirði hafa sent bæjarstjórn Ísafjarðar bréf þar sem þeir mótmæla hugmyndum ym einstefnuakstur upp Aðalstræti og Hafnarstræti. Í bréfi aðilanna segir m.a. að framkomin til- laga um einstefnu upp Aðalstræti-Hafnarstræti sé ekki til bóta. Þó segir ennfremur í bréfinu: „Við teljum að það hljóti að vera eðlilegast fyrir vegfarandann, að eiga beina leið inn í verslunar- hverfið, jafnvel þó að hann síðan þurfi að leita tiltekinna ein- stefnuleiða út úr hverfinu. Ef hins vegar er nauðsynlegt að hafa einstefnu á umræddum verslunargötum ætti hún frekar að vera niður Hafnarstræti-Aðalstræti. Reyndar drögum við í efa, að eftir tilkomu Pollgötu, sé nokkur þörf breytinga á núverandi tvístefnu umferð gatnanna. Ef gera á breytingu til aukins öryggis og vegfarendum til hags- bóta, þá er það öðru fremur að fjölga á svæðinu bílastæðum sem ekki væru sérmerkt fyrirtækjum eða stofnunum.“ Mótmæla hugmyndum um einstefnuakstur Á þessum degi fyrir 16 árum Vegagerðin hefur varað ökumenn við að vera á ferð um Ós- hlíð að nauðsynjalausu. - Óshlíð hefur verið lokað fyrir um- ferð vegna grjóthruns. – Tilkynningar í þessa veru hljóma kunnuglega. Því miður. En við þessar aðstæður hafa Bolvík- ingar og aðrir þeir sem einhverra hluta vegna hafa átt leið til Bolungarvíkur mátt búa við áratugum saman. Stórgrýtið sem féll á veginn um Óshlíð í síðustu viku hlýtur að hafa fyllt mælinn. Það er ekki seinna vænna að tekin verði ákvörðun um leysa Bolvíkinga úr þessari gíslingu í eitt skipti fyrir öll. Og til þess dugir ekkert hálfkák. Hugmyndinni um þrenn stubbajarðgöng á Óshlíðinni ber að kasta fyrir róða. Velja verður á milli annarra leiða sem til tals hafa komið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Vegagerð á Íslandi hefur lengst af miðast við bráðabirgða- lausnir með sem ódýrustum hætti. Þar um vitna tvenn og þrenn samsíða uppgróin vegstæði sem víða má sjá, einkum á heiðum uppi. Eflaust hafa aðstæður þeirra tíma ráðið hvernig að var staðið. Ekki úr miklum fjármunum að spila, tækni og þekking allt önnur og vegavinnutæki í engu sambærileg við það sem við nú höfum yfir að ráða. Í ljósi þess eigum við að hætta öllum bráðabirgðaúrlausnum. Hætta að tjalda til einnar nætur. Á þessum vettvangi hefur því ítrekað verið haldið fram að greiðfærar samgöngur innan héraðs og milli landshluta sé ein af megin forsendum þess að landsbyggðin haldi velli. Í því sambandi er stytting leiða milli staða höfuð atriði. Atvinnulíf á landsbyggðinni á allt sitt undir greiðum samgönguleiðum. Stjórnvöldum hlýtur að hafa verið þetta ljóst um langan tíma. Þrátt fyrir tæpitungulaust tal forsvarsmanna atvinnufyrirtækja um nauðsyn úrbóta og eftirrekstur sveitarstjórna, hefur hægt miðað. Súðavík – Ísafjörður - Bolungarvík. Horft til langrar framtíð- ar í samgöngum á norðanverðum Vestfjörðum er óhjákvæmi- legt að líta á þessi þrjú byggðalög sem eina heild. Nokkuð ljóst ætti að vera að íbúar þeirra stæðu betur að vígi eftir sam- einingu. Við núverandi aðstæður í samgöngum er sú sýn víðs fjarri. Þegar kostnaður við jarðgöng er lagður á vogarskálar á móti venjulegri vegagerð verður að taka eftirleikinn með í dæmið. Ætli það hallist svo mikið á þegar upp er staðið eftir að hafa tekið tillit til áratuga viðhalds og snjómoksturs á móti lágmarksviðhaldi jarðganga. Í vegagerð verður að hugsa í áratugum. Tækni og þekking gerir okkur það kleift. Samfélagið krefst þess. Bolvíkingar bíða eftir að vera leystir úr prísundinni. Eftir hverju bíða stjórnvöld? s.h. 44.PM5 5.4.2017, 13:036

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.