Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 15 Rekstraraðili Eyrarbót ehf., rekstraraðili Esso skálans á Flateyri auglýsir eftir einstaklingi til að sjá um rekstur fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 1. desem- ber. Allar nánari upplýsingar veitir Steinþór í síma 896 0538. Eyrarbót ehf., Flateyri. Samgönguráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum vegna nýrra draga að frumvarpi til vegalaga, en meðal þess sem lagt er til þar er að veghald safnvega og hluta tengivega verði flutt til sveitarfélaga. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu felst megin breytingin í því að lagður er til nýr veg- flokkur, sveitarfélagsvegir, en innan þess flokks eru vegir sem ekki teljast þjóðvegir en eru í umsjón sveitarfélaga, og teljast til þeirra götur innan þéttbýlis og héraðsvegir sem er nýmæli. Héraðsvegir eru vegir sem í núgildandi lögum kallast safnvegir eða í daglegu tali afleggjarar heim að einstökum bæjum ásamt hluta tengivega en tengivegir eru t.d. hinir dæmigerðu sveitavegir sem tengja viðkomandi sveitir við meginvegakerfið. Lagt til að veghald þeirra vega verði alfarið hjá sveitarfélögum og gert er ráð fyrir að áfram verði fjárframlag til þeirra ákvarðað í vegáætlun með svipuðu sniði og verið hefur en þó þannig að lágmarksframlag til þeirra verði tryggt sem 5% af mörk- uðu tekjum vegamála. Samkvæmt drögunum er sveitarfélögum jafnframt tryggð heimild til að leggja á sérstakt vegtengigjald, nokkurs konar gatnagerðargjald, til lagningar héraðsvega fyrst og fremst heim að nýjum íbúðum eða býlum sem eru án tengingar í dag fjarri meginvegakerfinu. Í tilkynningu segir þá m.a.: „Lagt er til að flokkun vega endurspegli betur en nú þær áherslur sem markaðar hafa verið í samræmi við lög um samgönguáætlun og endur- spegla breyttar þarfir samfé- lagsins.“ – eirikur@bb.is Lagt til að veghald safnvega verði flutt til sveitarfélaga Vilja gera tvíhliðasamn- ing við Kómedíuleikhúsið Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Halldór Halldórsson, hefur lagt til að gerður verði tvíhliða samningur við Kómedíuleik- húsið. Bæjarstjóra var nýlega falið að taka saman yfirlit yfir greiðslur Ísafjarðarbæjar til Kómedíuleikhússins á árinu 2005 og það sem af er árinu 2006. Í yfirlitinu kemur fram að greiðslur 2005 námu 592 þúsund krónum, og það sem af er árinu í ár eru þær tæplega 732 þúsund krónur. Þessar upphæðir hafa fyrst og fremst verið veittar fyrir vinnu Kómedíuleikhússins fyrir Ísafjarðarbæ við hátíðar- höld og sýningar í leik- og grunnskólum. Í bréfi bæjar- stjóra, sem lagt var fyrir bæj- arráð í síðustu viku, kom fram að hægt væri að byggja tví- hliða samning á þeim greiðsl- um sem inntar eru af hendi vegna verkefna sem unnin eru í dag að viðbættum styrk. „Það skiptir miklu máli fyrir starf Kómedíuleikhússins að vera með samning til ákveðins tíma sem tryggir ákveðna fjárhæð til rekstrarins þann tíma.“ Tillaga bæjarstjóra er þrí- skipt: 1. Að tvíhliðasamningur verði gerður til 3. ára. 2. Að í samningnum verði skilgreind fjárhæð að upphæð 1 milljón krónur vegna verkefna sem unnin eru af Kómedíuleikhús- inu við hátíðahöld og fram- komu í leik- og grunnskólum. 3. Til viðbótar verði veittur 400 þúsund króna styrkur, og menningarmálanefnd hafi heimild til að fela Kómedíu- leikhúsinu ákveðin verkefni til að vinna fyrir þeim styrk. Þá er lagt til að greiðslur berist Kómedíuleikhúsinu í samræmi við framlagða vinnu, og að menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar hafi umsjón og eftirlit með samningnum verði hann samþykktur af báð- um aðilum. Kómedíuleik- húsið er annað af tveimur at- vinnuleikhúsum á landsbyggð- inni, og það eina á Vestfjörð- um. – eirikur@bb.is Húsgagnaloftið lokar eftir áramót Húsgagnaloftinu í Ljóninu á Ísafirði verður lokað 1. febrúar og þar með hættir eina húsgagna- verslunin á Vestfjörðum starfsemi. „Þannig er mál með vexti að fjárfestar keyptu TM húsgögn, eiganda Húsgagnaloftsins, og gerðu úr því stórverslunina Heima. Þessi fjárfestar hafa nú ákveðið loka Húsgagnaloftinu og horfa meira til framtíðar í Reykjavík“, segir Grétar Sigurðsson, verslunar- stjóri. Vonir standa þó til að þetta verði ekki endalok verslunarinnar. „Ég er að leita eftir aðilum til að opna aðra húsgagnaverslun og reyna að sporna gegn því að við missum einu húsgagnaverslun Vestfirðinga. Ég hef verið að þreifa fyrir mér og fengið frekar jákvæð viðbrögð “, segir Grétar. Skíðafélag Ísafjarðar og Glitnir hafa skrifað undir styrktarsamning til tveggja ára. Glitnir banki verður þar með aðalstyrkt- araðili SFÍ og félagið flyt- ur öll sín viðskipti til Glitnis, þar með talið inn- heimtu æfingagjalda. Glitnir styrkir metnaðar- fullt barna og unglinga- starf í Ísafjarðarbæ og vill styðja Skíðafélagið í því markmiði sínu að rífa skíðaíþróttina upp úr þeirri lægð sem hún hefur verið í eftir afleiðingar snjóflóðanna 1994 og 1999. Samningurinn gerir SFÍ kleift að ráða tvo þjálfara í fullt starf, Kristján Flosa- son, íþróttafræðing, alpa- greinaþjálfara og Åshild Höva Sporsheim, göngu- skíðaþjálfara. Undir samn- inginn skrifuðu Hallgrím- ur M. Sigurjónsson og Gerður Eðvarðsdóttir, fyrir hönd Glitnis og Mar- grét Halldórsdóttir og Friðgerður Ómarsdóttir, fyrir hönd Skíðafélagsins. Glitnir styrkir Skíðafélagið Undir samninginn skrifuðu Hallgrímur M. Sigurjónsson og Gerður Eðvarðsdóttir, fyrir hönd Glitnis og Margrét Halldórsdóttir og Friðgerður Ómarsdóttir, fyrir hönd Skíðafélagsins. 44.PM5 5.4.2017, 13:0315

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.