Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 200614 Batman frá Holti sést á ný á Kanarí Sandlóukarl frá Holti í Önundarfirði sást á Lanzarote á Kanaríeyjum 11. október sl., en sami fugl sást á eyjunum í desember á síðasta ári. Um er að ræða karlfugl sem var á sínum tíma nefndur Batman. Hann var merktur á Holtsodda sumarið 2005 og sást aftur í sumar á sama stað. Hann reyndi nokkrum sinnum að koma upp ungum í sumar en það misfórst alltaf. Síðast sást hann í lok júlí í Dýrafirði og svo núna á Kanarí. Það var breskur fuglaskoðari að nafni Gareth sem sá fuglinn. Gareth hefur tekið þátt í að athuga dreifingu á litmerktum íslenskum jaðrökum í Portúgal. Ruslatunna fyrir unglinga á lóðaríi Ruslatunnan er einföld og hentug. Ný gerð ruslatunnu var tekin í notkun við Ísafjarðar- höfn í síðustu viku, en hún er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. „Fólk getur keyrt upp að tunnunni, rúllað niður gluggann og fleygt rusli án þess að þurfa stíga út úr bíln- um“, segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri. „Þetta er aðallega ætlað fyrir unglinga sem hanga þarna tímunum saman á lóðaríi og er tilvalin fyrir pappírsrusl og gosflöskur sem aðallega er verið að kasta á þessu svæði.“ Hönnuður ruslafötunnar er Magni Guðmundsson hjá Fjarðarneti hf. á Ísafirði. Þrátt fyrir að til staðar séu tvær ruslatunnur hefur rusl á þessu svæði verið mikið vandamál að sögn Hjalta Þórarinssonar hafnarvarðar sem hefur að mestu leiti séð um þrif á höfninni. „Ég hef séð unglinga koma og henda rusli út um gluggann beint á götuna, sem má alls ekki. Það er alltaf mikið um rusl á göt- unni hér.“ Standa vonir til að nýja ruslafatan muni bæta úr þess- um vanda fyrir utan að auka þægindi vegfarenda sem geta nú hreinsað rusl úr bifreiðum sínum án þess að stíga út. „Þetta er þó ekki ætlað fyrir ösku og sígarettustubba úr öskubökkum og er fólk vin- samlegast beðið að losa þá í ruslatunnurnar sem hengdar eru upp á staur á svæðinu“, segir Guðmundur. Eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum er ruslatunnan einföld í hönnun en afar hent- ug og e.t.v. verða fleiri slíkar settar upp ef sú fyrsta reynist vel. – thelma@bb.is Hjalti Þórarinsson við nýju ruslafötuna. Gunnar Hólm sestur við trommusettið. Kristín Kolbeinsdóttir (Gína), eiginkona Gunnars, tekur lagið fyrir bóndann ásamt skyldfólki sínu. Gunnar Hólm áttræður Gunnar Hólm Sumarliðason, málari og tónlistarmaður með meiru varð áttræður 30. október. Af því tilefni bauð hann ættingjum og vinum til veislu í Guðmundarbúð og mættu á milli 70 og 80 manns til veislunnar. „Þetta var allt alveg afskaplega vel heppnað,“ segir Gunnar. „Það kom til að mynda eitt barnabarn mitt frá Danmörku mér að óvörum, sem var mjög gleðilegt.“Mikið var um tónlist og söng í veislunni en bæði barnabörn og barnabarnabörnin sungu og spiluðu sem gladdi Gunnar mjög. Ekki nóg með það heldur steig afmælisbarnið sjálft á stokk. „Ég meira að segja náði því að taka nokkur lög með Óla Kitt, Villa og Magnúsi Reyni,“ sagði Gunnar alsæll með vel heppnaða afmælisveislu. „Ég vil endilega nota tækifærið og þakka kærlega fyrir mig.“ Gunnar Hólm ásamt spilafélögum sínum til margra ára, Ólafi Kristjánssyni, Magnúsi Reyni Guðmundssyni og Vilberg Vilbergssyni. 44.PM5 5.4.2017, 13:0314

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.