Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 200616 Storkurinn í heimsókn Það er ekki á hverjum degi sem við sjáum storkinn færa barn til nýrra foreldra, en sú var nú raunin í síðustu viku. Storkurinn settist á svalirnar að Seljalandsvegi 2 á Ísafirði, til þess að færa þeim Jóhönnu Fylkisdóttur og Samúel Orra Stefánssyni son. BB sló á þráðinn til nýbakaðrar móður til að forvitnast um hvaðan storkurinn kom. „Foreldrar mínir voru á ferðalagi úti í Hollandi og sáu svona stork, pabbi var svo hrifinn að hann reddaði sér skapalóninu.“ Eftir að skapalónið var komið á staðinn smíðaði vinnufélagi Samúels hjá Ágústi og Flosa fuglinn og málaði. Jóhanna hafði ekki hugmynd um storkinn áður en hún hélt á fæðingardeildina, Faðir hennar, Fylkir Ágústsson, kom bara með mynd af skreytingunni á svölunum með sér þegar hann kom að skoða afastrák og tilkynnti að storkurinn væri kominn með barnið. Upptökurnar verða geymdar í Safnahúsinu á Eyrartúni. Ísafjarðarbæ barst á dögun- um hljóðritun frá hátíðarfundi bæjarstjórnar Ísafjarðarkaup- staðar 26. janúar, 1966, á 100 ára afmæli Ísafjarðarkaup- staðar, frá Baldri Ólafssyni á Akranesi. Einnig er hljóðritun af hátíðarsamkomu í Alþýðu- húsinu á Ísafirði. Hátíðarfund- ur bæjarstjórnar var haldinn á sviði Góðtemplarahússins í Sólgötu, og kemur fram í bréfi Baldurs til bæjarins að til upp- tökunnar hafi verið notaður einn hljóðnemi sem staðsettur var á miðju sviðinu. „Að kvöldi afmælisdagsins var haldin hátíðarsamkoma í Alþýðuhúsinu. Þegar sam- koman var byrjuð var hringt í mig og ég beðinn að hljóðrita það sem þar færi fram. Þess vegna vantar það sem fram fór fyrst á samkomunni“, segir í bréfi Baldurs, og kemur fram að upptakan hefjist á ræðu hr. Ásgeirs Ásgeirssonar, þáver- andi forseta Íslands, og nái til loka samkomunnar. Upptakan var hljóðrituð á stórar spólur á Tandberg seg- ulbandstæki, en nú í haust færði Baldur þær á tvenns kon- ar stafrænt form og brenndi á geisladiska fyrir Ísafjarðarbæ í tveimur eintökum. Bæjarráð færði Baldri bestu þakkir fyrir að hafa varðveitt upptökurnar og fært þær bænum. Upptök- urnar verða geymdar í Safna- húsinu og verða þær þar að- gengilegar almenningi. Ísafjarðarbær fær upptökur frá 100 ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar að gjöf Sigurjón ráðinn fjármálastjóri OV Sigurjón Kr. Sigurjóns- son, viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn fjár- mála- og skrifstofustjóri hjá Orkubúi Vestfjarða. Sigurjón er með próf í viðskiptafræði frá Há- skólanum á Akureyri en lokaverkefni hans var ein- mitt um gerð spálíkans til að áætla orkunotkun og raforkukaup fyrir Orkubú Vestfjarða, auk þess sem það fjallaði um nýju raf- orkulögin. Sigurjón út- skrifaðist síðastliðið vor en hefur starfað hjá Löggilt- um endurskoðendum síðan árið 1993. „Hann er því með mikla reynslu, þó ekki sé langt liðið frá útskrift“, segir Kristján Haraldsson, orkubússtjóri. „Þá þekkir hann þennan bransa vel, því hann er rafvirkja- meistari að auki“. Til stendur að Sigurjón hefji störf í byrjun desember. Eins og sagt hefur verið frá sóttu alls ellefu manns um stöðuna, og aðspurður segir Kristján að ekki verði gefið upp hverjir hinir tíu eru. „Sumir um- sækjendur óskuðu sérstak- lega eftir nafnleynd, og við féllumst á það“, segir Kristján Haraldsson. – eirikur@bb.is Sigurjón Kr. Sigurjónsson. Uppsveifla á fasteigna- markaðnum á Suðureyri Fasteignamarkaðurinn á Suðureyri hefur tekið mik- inn kipp og er eftirspurn orðin meiri en framboð bæði hvað varðar kaup á húsnæði eða leigu. Um 12% íbúða á Suðureyri hafa skipt um eigendur á undanförnum mánuðum. Að því er fram kemur á vef Suðureyrar er ekki vitað um eina íbúð sem er hægt að fá til leigu og ekki er nema ein fasteign á söluskrá hjá Fasteignasölu Vestfjarða. Samfara þessari upp- sveiflu standa nú yfir tölu- verðar framkvæmdir við endurbætur á eldra hús- næði í þorpinu. Einstakl- ingar hafa verið duglegir að endurbæta hús sín og nú standa einnig yfir endurbætur á 13 íbúðum í eigu Hvíldarkletts ehf. Þar að auki eru ungir bændur að byggja nýtt einbýlishús í Botni en ekki hefur verið byggt nýtt einbýlishús frá grunni í firðinum síðan árið 1981. Magnús Stefánsson, heil- brigðisráðherra, og Laufey Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra, hafa skrifað undir samn- ing varðandi aukna þjónustu við geðfatlaða í Ísafjarðarbæ. „Með þessu tekst okkur að leysa úr þjónustu við sex manns sem búa við mikla geðfötlun varðandi búsetu og stuðning við búsetu og koma á stofn dagþjónustu og starfs- endurhæfingu fyrir fólk með geðraskanir. Þetta er heilmikil bylting og kemur vonandi í veg fyrir að fólk sé sent til höfuðborgarinnar af því að þjónustan er ekki til staðar“, segir Laufey. Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar vottaði samninginn en sveitarfélagið mun útvega ein- staklingunum húsnæði til leigu. „Einnig er verið að efla samstarf félagsþjónustunnar og heilbrigðisþjónustu í Ísa- fjarðarbæ sem er grundvallar- forsenda fyrir því að þetta gangi“ segir Laufey. Samn- ingurinn er liður í átaki félags- málaráðuneytisins í málefnum fólks með geðfötlun. Í kjölfar könnunar sem verkefnahópur á Vestfjörðum, sem saman- stóð af fulltrúum frá Svæðis- skrifstofu Vestfjarða, Skóla- og fjölskylduskrifsstofu Ísa- fjarðarbæjar og Heilbrigðis- stofnunar Ísafjarðarbæjar, gerði á stöðu fólks á svæðinu var lagt til að komið yrði á fót búsetuþjónustu fyrir sex ein- staklinga og dagþjónustu og/ eða starfsendurhæfingu fyrir fólk með geðfötlun. Tillög- urnar voru sendar til félags- málaráðuneytis. Þann 9. október, daginn fyrir hinn alþjóðlega geðheil- brigðisdag, var tilkynnt að fjárveiting fyrir uppbygging- unni yrði veitt, en eins og kunnugt er hafði ríkisstjórnin tekið ákvörðun um að verja einum milljarði af söluand- virði Símans og hálfum millj- arði betur úr Framkvæmda- sjóði fatlaðra til stofnkostn- aðar vegna búsetu- og stoð- þjónustu við fólk með geð- fötlun á árunum 2006-2010. – thelma@bb.is Bylting í þjónustu við geðfatlaða á Vestfjörðum Magnús Stefánsson, heilbrigðisráðherra, og Laufey Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, skrifuðu undir samning varðandi aukna þjónustu við geðfatlaða í Ísafjarðarbæ og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar vottaði hann. 44.PM5 5.4.2017, 13:0316

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.