Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Vestfirðingar eru 7.405 samkvæmt áætlun Hagstofu Íslands um mannfjölda 1. október, og hefur því fækkað nokkuð frá 1. júlí en sam- kvæmt tölum um miðársmann- fjölda voru Vestfirðingar þá 7.518. Fækkunin nemur 1,5%. Ef litið er til einstakra sveitar- félaga fækkar Bolvíkingum um 3,9% á tímabilinu, úr 907 í 872. Íbúum Ísafjarðarbæjar fækkar um 0,9%, úr 4.103 í 4.066. Íbúum Reykhólahrepps fækkaði um 6, úr 245 í 239, sem jafngildir 2,4% fækkun. Í Tálknafjarðarhreppi fækk- ar íbúum um sex manns, úr 245 í 239, eða um 2,3%. Íbú- um Vesturbyggðar fækkar um 20 manns, úr 956 í 936, og jafngildir það 2,1% fækkun. Íbúum í Súðavíkurhreppi fækkar um sjö manns, úr 242 í 235, og gerir það 2,9% fækk- un. Íbúar Árneshrepps voru og eru 50 talsins, en íbúum Kaldrananeshrepps hefur fækk- að um 8 manns, úr 110 í 102 sem jafngildir 7,3% fækkun. Íbúum Bæjarhrepps hefur fækkað um 6 manns, úr 107 í 101, og jafngildir það 5,6% fækkun. Samkvæmt miðárs- mannfjölda voru íbúar Brodda- neshrepps 52 og íbúar Hólma- víkurhrepps 447, en þessi tvö sveitarfélög voru sameinuð í Strandabyggð, sem nú telur 507 manns. Hefur íbúum því fjölgað úr 499, um átta manns, og jafngildir það 1,6% fjölg- un. Rétt er að árétta að tölur fyrir 1. október byggjast á áætlun. – eirikur@bb.is Íbúum Bolungarvík fækkar mest af stóru sveitarfélögunum, um 3,9%. Vestfirðingum fækkaði um 1,5% á þremur mánuðum Aðfaranótt laugardags hafði lögreglan á Ísafirði af- skipti af ungmenni sem hafði ekki leyfi til að vera inni á vínveitingahúsi á Ísa- firði. Ungmenningu var vís- að út af staðnum og ábyrgð- armönnum staðarins kynnt afskiptin. Síðdegis á laugardag fram- kvæmdi lögreglan húsleit á heimili einu í Ísafjarðarbæ þar sem fannst lítilræði af kannabisefnum sem og tvær ætlaðar kannabisplöntur sem virtust vera í ræktun hjá húsráðendum. Einn maður var handtekinn vegna rannsóknar málsins og hefur honum verið sleppt. Fíkniefni fundust við húsleit lögreglu Þrjár skólastofur í Grunn- skólanum á Ísafirði hafa verið án neyðarútgangs frá því skólahald hófst í haust, vegna framkvæmda. „Brunaútgangur lá frá tölvustofunni út á þak á tengibygginguna en þegar hún var rifin fór útgangurinn um leið. Við höfum verið að ræða ýmsar leiðir til að bæta úr þessu, en það er bara um tvennt að ræða: Að finna stiga til að setja upp til bráðabirgða eða að bíða eftir að platan á nýju millibygg- ingunni verður steypt og þá mun hún nýtast sem út- gönguleið. Að mér skilst á að steypa hana um miðjan nóvember“, segir Skarphéð- inn Jónsson, skólastjóri. Um er að ræða heima- stofur 9. og 10. bekkjar og tölvustofu sem allir árgang- ar nýta. Málið var rætt á fundi umhverfisnefndar og samkvæmt upplýsingum blaðsins var slökkviliðs- stjóra falið að leita úrlausna. Þá ganga framkvæmdir við skólann vel og segir Skarp- héðinn að ónæðið af þeim sé mun minna en menn áttu von á. „Auðvitað er ónæði en það truflar okkur furðu- lega lítið að það sé verið að hamra og negla samhliða okkur. Menn sætta sig við þetta og lifa í sátt og sam- lyndi.“ – thelma@bb.is Þrjár skólastofur án neyðarútgangs Grunnskólinn á Ísafirði Stórgrýtið skemmdi vegrið við veginn. Stórgrýti féll á Óshlíðarveg Mikið grjóthrun varð á Óshlíð, við Sporhamar innan Óshólavita, síðdeg- is á föstudag og fram eftir kvöldi. Að sögn Geirs Sigurðssonar, rekstrar- stjóra Vegagerðarinnar á Ísafirði kom stórt grjót niður og fór yfir veg- inn og skemmdi m.a. vegrið. Þá lokað- ist önnur akgreinin, vegurinn allur lokaðist aldrei alveg. Mjög bratt er fyrir ofan veginn þar sem hrunið varð og er því ekki hægt að koma þar fyrir netgirðingum. Vegagerðin hafði var- að ökumenn við að vera á ferð um Óshlíð að ástæðulausu enda höfðu miklar rigningar verið hér vestra. Á föstudag mældist úrkoman 24 mm í Bolungarvík. Vegurinn um Óshlíð er stórhættu- legur við aðstæður sem þessar og bíða því Bolvíkingar og nágrannar spennt- ir eftir því að hafist verði handa við gerð jarðganga undir Óshlíð. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef bifreið hefði orðið fyrir stórgrýtinu. – thelma@bb.is Eins og sjá má er grjótið engin smásmíði. 44.PM5 5.4.2017, 13:0320

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.