Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 200612 Pólverjar sem hingað koma fara í gegnum eitthvað svipað. Koma fyrst til að prófa, fara að vinna til að spara peninga til að taka heim. Síðan breytist þetta. Eins og með okkur við fórum til Hólmavíkur og eign- uðumst þar marga vini og síð- an fórum við í heimsókn til Póllands sem við höfðum líka saknað. Og tilhugsunin um að koma ekki aftur til hvors stað- arins gerði okkur sorgmædd- ar. Við verðum að segja að fólkið sem við höfum hitt hér og kynnst hefur allt verið mjög opið og okkur gott. Íslend- ingar hafa tekið mjög vel á móti okkur. Ég hef að sjálf- sögðu heyrt einhverja Pól- verja tala um að þeir hafi mætt neikvæðni. Ég segi það með hönd á hjarta að þetta hefur ekki verið raunin hjá okkur. Ég man bara eftir einu skipti þegar við vorum á Hólmavík, kom þar nýr sveitarstjóri og hann var svolítið skrýtinn. En það voru ekki bara við sem lentum í honum, heldur lét hann svona við alla. M: Við vorum líka þrír skólastjórarnir sem fórum, ég sem skólastjóri tónlistarskól- ans, skólastjóri grunnskólans og skólastjóri leikskólans. Samstarfið við hann gekk ekki mjög vel.“ M: „Ég man vel eftir vetrin- um 1995 á Hólmavík, þá voru þar hræðileg veður eins og hérna megin á Vestfjörðunum líka. En þá kom fyrir að við snjóuðum inni, ég man bara eftir móðursýkiskastinu sem ég fékk í fyrsta skipti sem það gerðist. Það var ekkert hægt að opna, hvorki hurðar né glugga. Ella var að róa mig og segja að ég þyrfti engar áhyggjur að hafa því það væri alveg feikinóg súrefni handa okkur inni í húsinu. Þá kom nágranni okkar og gróf okkur út, hann gaf okkur líka í leið- inni skóflu, þannig að ef þetta gerðist aftur áttum við að geta mokað okkur út.“ E: „Þegar við komum til Póllands aftur eftir þennan vetur var tekið við okkur viðtal fyrir pólskt tímarit þar voru meðal annars myndir af öllum þessum snjó, Pólverjum þótti þetta mjög merkilegt. Við vor- um að segja þeim hvernig við mokuðum snjónum í bala og settum hann svo í baðið til að bræða hann.“ E: „Ég get bara sagt að hér hef ég bara hitt velviljað fólk og hér líkar mér afskaplega vel að vera, auðvitað er stund- um erfitt, en það er bara lífið og það koma erfiðir tímar hvar sem maður býr.“ M: „Ég man þegar við vor- um nýfluttar til Ísafjarðar kom maður gargandi á okkur því við höfðum lagt í stæðið hans. Annar nágranni okkar sagði okkur að hafa ekki neinar áhyggjur af því, stæðið væri ekki merkt honum og væri bara almenningseign og því mættum við bara alveg leggja þar ef við vildum. Svona getur þetta verið alls staðar.“ Aðlögun á Íslandi og ný tunga – Mér hefur þótt Pólverjar eiga töluvert auðvelt með að aðlagast samfélaginu hér, mynduð þið segja að það væri rétt að Pólverjar ættu auðveld- ara með að aðlagast íslenskum aðstæðum en aðrir innflytj- endur? E: „Kannski ekki allir, því maður heyrir svo sem um bæði. Sumir Íslendingar hafa spurt okkur hvers vegna Pól- verjar haldi sig svona út af fyrir sig og vilji ekki blandast íslensku samfélagi. Ég held að það sem hái fólki helst sem kemur hingað er að það talar ekki málið.“ M: „Þegar ég heyrði ís- lensku í flugvélinni á leiðinni hingað, sagði ég við sjálfa mig að þetta tungumál gæti ég al- drei lært! Ég man eftir fyrstu dögunum í skólanum, sem tóku alveg svakalega á. Ég man eftir einum kennaranum sem kom til mín og sagði „Mariola, ertu búin?“ Búin? spurði ég og þá hófst mikill leit að því að skilja hvað búinn þýddi, því á pólsku hefði hún verið að segja „Mariola, ertu rúnstykki?“ Viktor skólastjóri gat þýtt þetta yfir á þýsku og þá skildi ég hvað hún átti við. Við vorum líka að æfa kirkju- kórinn og hún Sigga sem var prestur, mjög dugleg stelpa, hún skrifaði niður á blað fyrir okkur svona þetta helsta: Hvað heitir þú, hvað ertu gam- all og þess háttar. Síðan man ég eftir því að við vorum í partýum og svona hlógum við líka þegar að allir voru að hlæja, án þess í raun að skilja hvað var að gerast.“ E: „Stundum hlógum við ekki af því að hlutirnir voru svo fyndnir heldur af því að við skildum ekki neitt.“ M: „Stundum var þetta bara stress.“ E: „Ég held að þetta geti oft verið ástæðan fyrir því að Pólverjar vilji ekki fara mikið út á lífið. Það getur stundum verið voða erfitt að skilja ekki neitt og segja bara já eða nei og vita ekki einu sinni hverju þeir eru að svara. Það var oft þannig þegar við vorum í kaupfélaginu og við sáum að þar var einhver sem við könn- uðumst við, vonuðum við bara að viðkomandi færi ekki að tala við okkur því það tók svo mikið á.“ M: „Ég sé líka að mjög margir sem hingað koma fara að vinna í fiski, og kannski hjón saman. Og þarna eru þau bara með fiska í kringum sig sem ekki segja mikið. Við fórum strax að vinna með fólki og mikið með börnum, þannig að það var auðveldara. Þetta er auðvitað ekki næstum því eins stressandi í dag, því í dag get ég þó allavega alltaf út- skýrt með einum eða öðrum hætti hvað ég á við. Ég vil líka að fólk segi mér hvernig er rétt að segja hlutina og leið- rétti mig ef ég segi vitlaust.“ E: „Það er ekki það að mað- ur hafi ekki viljað hitta fólk, en stundum vildi maður bara fá frí frá stressinu.“ M: „Síðan var það alltaf eins og heimavinna ef ég þurfti að fara á einhverja fundi, því þá þurfti ég alltaf að fara yfir það nákvæmlega sem ég þurfti að segja.“ E: „Við vitum auðvitað að við tölum ekki rétta íslensku, en við getum þó sagt okkur til málsbóta að við höfum aldrei lært neina íslensku. Það hefði hjálpað mikið og það að hafa kennara sem maður má spyrja og hann á að svara og segja þér rétt til.“ M: „Ég man líka í skólan- um, var ég oft að spyrja krakk- ana eða foreldrana hvernig þetta eða hitt ætti að vera og oft höfðu þau bara ekki hug- mynd um það. Þannig að við lærðum alveg ótrúlega mikið af sjálfum okkur bara. Skrif- uðum mikið niður, horfðum á sjónvarp, lásum bækur, sér- staklega barnabækur. Það sem Sigga skrifaði niður fyrir okk- ur hjálpaði líka mikið til.“ E: „Núna þurfum við bara þegar við höfum tíma að taka til í öllu þessu sem við höfum lært.“ M: „Eins og núna vinn ég mjög mikið og hef ekki verið að gefa mér tíma til að læra íslensku. Í fyrra ég gerði nokk- uð sem var mjög gott, þá skrif- aði ég niður nokkur orð á hverjum degi og lærði þannig hvernig orðin voru rétt. Og ég skrifaði og skrifaði í 15 mín- útur í senn. Núna til dæmis þegar ég les textann í sjón- varpinu skil ég alltaf allt, en þegar ég á svo kannski að segja það get ég það ekki al- veg.“ – Íslenskan er svo sannar- lega ekki auðvelt tungumál að læra, ekki nóg með flókna málfræði en þá er bara svo erfiður framburðurinn fyrir flestar þjóðir. „Já þetta var sérstaklega erf- itt fyrir okkur af þessum sök- um. Íslenskan er algjörlega á öndverðum meiði við pólsk- una í framburði“ segir Ella og kemur með nokkur dæmi „ef þú hefðir ætlað að bera pólsk- una fram eins og íslenskuna hefðirðu verið sendur til lækn- is.“ M: „Þegar við komum hing- að var heldur ekki hægt að nálgast neitt efni um hvernig ætti að læra pólsku. Núna er þó allavega hægt að fá pólsk- íslenska orðabók. Ella var mjög dugleg á Hólmavík, hún byrjaði á orðabók.“ E: „Já og ég náði að gera „A.“ Eitt af því sem gerir bæði íslensku og pólsku flókin tungumál er það að þú getur notað svo mörg orð yfir einn og sama hlutinn.“ M: „Ef maður er kannski að þýða úr pólsku yfir á ensku og síðan frá ensku yfir á ís- lensku þá getur maður verið kominn með annað orð en það sem maður hafði upprunalega. Það eru nokkur fyndin dæmi um rugling eins og að kalla lambalæri „landamæri,“ og segja er ég að „drulla á þig“ í staðinn fyrir trufla þig, tæki- færi og fyrirtæki og að segja „ef þú gerir þetta þá verð ég fáklædd“ í stað þess að vera þakklát. Ein vinkona okkar sagði einu sinni „það er hræði- legt veður og mikill hákarl á leiðinni“ en hún átti við hálku.“ Jóhannes Páll páfi og trúin – Ég varð vör við það þegar að ég heimsótti Pólland að þar virtist trúariðkun vera mjög mikil, mér fannst fólk alltaf vera að fara til kirkju. E: „Það eru yfir 90% í Pól- landi kaþólskir og það er mis- jafnt hversu mikið fólk sækir kirkju, sumir fara á hverjum degi, einhverjir einu sinni í viku, aðrir einu sinni í mánuði og síðan einhverjir einu sinni á ári. Það eru örugglega líka einhverjir sem fara bara einu sinni yfir ævina. Ég veit ekki tilhvers allir hinir eru að koma í kirkju, en ég veit hvers vegna ég fer. Mér finnst það hjálpa mér mjög mikið, stundum vil ég fara bara ein til þess að einbeita mér enn betur og stundum vil ég fara í messur og syngja og biðja með hinu fólkinu.“ M: „Sástu í Kraká, þar eru örugglega 100 kirkjur eða meira. Ég fer á hverjum degi í kirkju þegar ég er úti, fer að- eins inn og krýp á kné og hugsa, stundum til að gráta, stundum bara til að horfa.“ E: „Ég verð að segja að mér finnst þetta eins og lyf. Aðrir eru að taka töflur, en þetta er það sem ég þarf. Ég hef verið að fara til kirkju síðan ég var lítið barn, þá var alltaf farið til kirkju. Núna get ég alveg sagt „æji ég nenni ekki til kirkju“ en það er bara ekki þannig því ég þarf á þessu að halda. Þetta er líka frábrugðið íslensku messuhaldi því þarna syngja allir saman og sérstaklega uppi í fjöllunum þá verða messurnar oft svolítið eins og gospel messur.“ M: „Á aðfangadagskvöld var alltaf farið klukkan tólf á miðnætti og þar var alltaf full kirkjan af fólki og það var meðal annars sungin jólalög og kirkjan nötraði. Ég man líka þegar við pabbi héldum heim í snjónum eftir messuna, þetta var alveg yndislegt.“ E: „Alveg ótrúleg stemmn- ing.“ Elzbieta Anna Kowalczyk.Maria Jolanta Kowalczyk. „Íslendingar hafa tekið mjög vel á móti okkur. Ég hef að sjálfsögðu heyrt einhverja Pólverja tala um að þeir hafi mætt neikvæðni. Ég segi það með hönd á hjarta að þetta hefur ekki verið raunin hjá okkur.“ „Fólki finnst voða spennandi að við séum á Íslandi í dag. Ísland er mjög framandi í augum þeirra sem eru heima og allir vilja óðir og uppvægir koma í heimsókn. Hversu margir í litla sveita- þorpinu okkar að meðtöldum okkur sjálfum hefði trúað að þang- að myndu koma í heimsókn árið 2006 hundrað Íslendingar.“ 44.PM5 5.4.2017, 13:0312

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.