Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Qupperneq 18

Bæjarins besta - 02.11.2006, Qupperneq 18
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 200618 Ábendingar um efni sendist til Thelmu Hjaltadóttur, thelma@bb.is – sími 849 8699 Mannlífið Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Vefsíðan helgavala.hexia.net Alls svöruðu 1.099. Framsóknarflokk sögðu 101 eða 9% Frjálslynda flokkinn sögðu 115 eða 10% Samfylkinguna sögðu 238 eða 22% Sjálfstæðisflokkinn sögðu 352 eða 32% Vinstri græna sögðu 150 eða 14% Óákveðnir voru 143 eða 13% Spurning vikunnar Ef gengið væri til kosn- inga í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa? Einar Guðnason, skipstjóri Aðalgötu 3 á Suðureyri verður 80 ára mánudaginn 6. nóvember nk. Í tilefni af því ætlar hann að taka á móti ættingjum og vinum á veit- ingastaðnum Talisman á Suð- ureyri, laugardaginn 4. nóv- ember á milli kl. 18 og 21. Árnað heilla Sherryfromas sykurlaust 4 stk egg 20 g Camderel sætuefni 9 blöð matarlím 70 g rifið súkkulaði sykurlaust 6 dl rjómi 1 dl Sherry Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn, setjið Sherry í pott, bræðið matalímið í sherry-unu en það má ekki sjóða. Þeytið rjómann, þeytið egg og sætuefni saman, setjið matalímið út í eggjahræruna hrært með sleif, matarlímið má vera ekki heitari en líkamshiti. Setjið næst súkkulaðið út í. Hrærið að lokum er rjóminn varlega saman við. Sykurlaus Marmarakaka 300 g smjörlíki 30 g strásæta 5 stk egg 375 g hveiti 1 tsk lyftiduft 3 tsk kakó Hrærið smjörlíki og strásætu mjög vel saman, bætið eggjum út í. Bætið lyftidufti og hveiti út í. Takið 1/3 hluta deigsins tekinn frá og kakó hrært saman við. Ljóst- dökkt- ljóst, hrært í með prjóni. Bakið í ca 1 klst. við 170°C. Birgir Jónsson, matreiðslumeistari á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði Reynum að ná fram mömmubragði Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði er ein besta eldhúsað- staða á landinu og þar starfa fimm starfsmenn sem hafa í mörgu að snúast. En hvað þarf að hafa í huga þegar fæða þarf heilt sjúkrahús. Birgir Jónsson matreiðslumeistari tók á móti Bæjarins besta í eldhúsinu á dögunum og sagði frá starfinu. „Þegar ég byrjaði óx starfið í augum mér og ég hélt að ég þyrfti að passa mig ógurlega og elda nánast fyrir hvern og einn. Það er nú ekki svo. Við bjóðum upp á almennan mat og reynum að hafa hann eins eðlilegan og fólk er vant. Við reynum að ná fram þessu venjulega mömmubragði. Auðvitað fáum við oft ein- hverja sem mega ekki borða eitt og annað og þá tökum við tillit til þeirra. Það er ekkert mál. Sumir eru til dæmis syk- ursjúkir en við pössum að eiga alltaf til fyrir þá líka. Við kaup- um sykurlaust súkkulaði og bökum sykurlausar kökur og svoleiðis. Þegar ég var nýbyrjaður var ég hræddur við saltið og salt- aði nánast ekki neitt. Þá kom starfsfélagi minn til mín og sagði mér að við þyrftum líka á salti að halda, líkaminn ákveðið magn af salti á dag þó vitanlega fáum við það úr mörgum öðrum mat. Núna krydda ég alveg matinn þó að ég geri það temmilega. Það hefur t.d. verið sagt um matinn á Landspítalanum að hann sé bragðlaus en það er vegna þess að þeir eru með svo stóra flóru af sjúklingum að þeir geta ekki leyft sér að krydda matinn mikið vegna þeirra sem kann- ski þola það ekki. Við erum mun færri hér og getum því leyft okkur meira. Við erum búin að gera allt tilbúið fyrir daginn kl. 15 og inn á milli tökum við tarnir í að taka slátur eða búa til kæfu. Vel er gengið frá öllu og við leggjum stolt okkar í að hafa allt snyrtilegt og aðgengilegt. T.d. er kryddinu raðað upp eftir stafrófsröð þannig að við vitum alltaf hvar hver tegund er þegar við þurfum að grípa til hennar.“ – Er meira annríki eftir því hversu margir sjúklingar liggja inni hverju sinni? „Nei, það skiptir ekki máli því það er alltaf sama rútínan sem við förum í gegnum. Ef það er fleira fólk sem þarf að hugsa um þá bara bætir maður við hana, eins og maður smyr þá nokkrar brauðsneiðar í við- bót og þannig fram eftir göt- unum. En það er ekkert meira að gera hjá okkur.“ – Hvað um hátíðirnar, að hverju þarf að huga þá? „Í enda nóvember byrjum við að baka við smákökur til þess að gleðja fólkið með. Síð- an á jólunum sjálfum höfum við mat sem fólkið þekkir; t.d. hamborgarahrygg ásamt grænum baunum frá Ora og allt sem því fylgir. Við leggj- um mikið upp úr því að hafa þetta sem líkast því sem fólk fær heima fyrir. Svo eru borð- in skreytt til að hafa þetta sem hátíðlegast og síðan förum við með matinn til þeirra. Það eru oftast mjög fáir sjúklingar þar sem reynt er að haga því svo að flestir geti farið heim yfir jólin. En það myndast alveg sérstök stemmning og það skiptir svo miklu máli að fólkið finni að við erum að gera eitthvað extra fyrir það. Það er einmitt það sem ég er svo ánægður með á sjúkra- húsinu á Ísafirði, það er svo mikið um þennan mannlega þátt. Það er ekki bara verið að sinna fólki vélrænt heldur staf- ar hlýja af starfsfólkinu. Birgir lætur hér fljóta með tvær uppskriftir sem henta sykursjúkum. – thelma@bb.is Birgir Jónsson, matreiðslumeistari í eldhúsinu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. „Þá er ljóst að Gutti leiðir lista Samfylkingar í NV-kjördæmi. Gutti er frábær kall sem ég kynntist bara fyrir einum og hálfum mánuði eða svo. Hann hefur verið skólastjóri í Grundaskóla á Akranesi í 25 ár og einu styggðaryrðin sem ég heyrði um hann í bar- áttunni var að fólk ætlaði sko ekki að kjósa hann því að það vildi ekki missa hann úr skólanum.Það eru nú ágætis meðmæli. Ég er líka mjög sátt við að vera í fimmta sæti.“ Smáauglýsingar Til sölu er VW Golf árg. 1996, 3ja dyra, ek. 198 þús. km. Skoð- aður í júní athugasemdalaust. Vetrardekk og CD spilari fylgja. Góður vinnubíll eða skólabíll. Verð kr. 65 þús. Upplýsingar í síma 849 8177 eða 892 4990. Til leigu er falleg 2ja herb. íbúð á góðum stað í bænum. Stórar svalir. Uppl. í síma 867 6657. Öll rjúpnaveiði á Laugabóls- og Efstadalslandi er með öllu bönnuð. Landeigendur. Til sölu eru felgur og dekk und- an Subaru sem og rær og kopp- ar. Einnig þverbogar og skíða- festingar. Uppl. í símum 456 4681 eða 892 4688. Til sölu er amerískur svefnsófi úr Marco. Á sama stað óskast 3ja sæta leðursófi. Uppl. í síma 456 8229 eða 894 7029. Tekur þátt í píanókeppni Helga Kristbjörg Guðmunds- dóttir, nemandi og kennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar, tekur þátt í píanókeppni ís- lensku EPTA-deildarinnar sem fram fer í Salnum í Kópa- vogi 8.-12. desember. Helga hefur lengi verið þekkt hér vestra og víðar fyrir framúrskarandi leik á harmo- nikku og mikla tónlistarhæfi- leika. Hún heldur einleikstón- leika í Hömrum á sunnudag. 44.PM5 5.4.2017, 13:0318

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.