Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Page 2

Bæjarins besta - 02.11.2006, Page 2
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 20062 Þennan dag árið1914 voru lög um notkun bifreiða stað- fest. Enginn mátti stýra bifreið nema hann væri „fullra 21 árs að aldri“. Í þéttbýli mátti ökuhraði aldrei vera meira en 15 km á klukkustund en 35 km utan þéttbýlis. Dagurinn í dag 2. nóvember 2006 – 308. dagur ársins Atvinnuhúsnæði til sölu – Silfurgata 1 Til sölu er Silfurgata 1, Ísafirði, jarðhæð og kjallari, samtals 211,6m² verslunarhúsnæði í hjarta miðbæjarins. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar fást hjá Fasteignasölu Vestfjarða, sími 456 3244, vefsíða: www.fsv.is, netfang: eignir@fsv.is. Skírteinið eins og það lítur út eftir 13 ára sjóbað. Mynd: www.bvg.is Undar- legur afli Það var heldur sérstæð- ur aflinn sem skipverjar á Kleifabergi ÓF 2 fengu í einu holinu á Halamiðum í síðustu viku. Upp með aflanum kom ökuskírteini Ísfirðings sem gefið var út fyrir 17 árum og er enn í fullu gildi, en það rennur út árið 2041. Skírteinið var nokkuð velkt, undið og snúið en samt ekki al- veg ónýtt og vel hægt að lesa á það. Eigandi þess er Ólafur Helgi Ólafsson á Ísafirði. Hann sagðist í samtali við blaðið hafa frétt af fundinum og fannst ótrúlegt að skírteinið skyldi hafa ratað í trollið á öllu þessu hafsvæði. „Það er að skila sér eftir 13 ár. Skírteinið var í veski sem stolið var af mér hér á Ísafirði. Það var hér inni einhver grænn togari frá Dalvík í brælu og ég reddaði einum skip- verjanna smá vökva sem hann greiddi mér fyrir með ávísun. Seinna um kvöldið áttaði ég mig á því að ávísunin var úr mínu eigin ávísanahefti,“ sagði Ólafur Helgi. Ólafur Helgi hafði ekki haft neinar spurnir af veskinu né innihaldi þess síðan umrætt kvöld, málið hefur aldrei verið upplýst en skírteinisfundurinn ætti að gefa einhverja mynd af því hvað hefur orðið um allavega hluta af innihaldi veskisins. Sagt var frá fundi skír- teinisins á vefsíðunni bvg.is. Söngvamessa verður haldin í Suðureyrarkirkju á sunnudag. Þar mun Þorsteinn Hauk- ur Þorsteinsson syngja frumsamin lög og leika undir á gítar. Söngvamessa í Suðureyrkirkju Umhverfisnefnd Ísafjarðar- bæjar hefur lagt til við bæjar- stjórn að skólalóð Grunnskóla Ísafjarðar, frá gatnamótum Austurvegar og Norðurvegar, verði lokuð fyrir allri umferð nema umferð vegna fatlaðra og vegna neyðarbíla frá 7.45 til 15 þá daga sem skólinn starf- ar. Byggingarnefnd Grunn- skólans á Ísafirði mætti á fund umhverfisnefndar á dögunum til viðræðna um breytingar á umferð í nágrenni GÍ og var þetta niðurstaða þeirra við- ræðna. Umferð um Austurveg hef- ur verið bönnuð frá gatnamót- um við Aðalstræti frá 8.15 til 15 um nokkurt skeið en upp á síðkastið hefur verið nokkuð rætt um að loka veginum með slá, svo ekki sé hægt að brjóta bannið nema með ærinni fyrirhöfn. Þegar rætt var við Skarphéðinn Jónsson, skóla- stjóra fyrir nokkru, sagði hann að lokun af þessu tagi yrði mikið framfaraspor enda væri ekki spurning um hvort heldur hvenær slys bæri að höndum í götunni ef ástandið héldist óbreytt. Bæði foreldrar og kennarar hafa látið í ljós miklar áhyggj- ur vegna umferðar í kringum skólann. Umferð yfir götuna hefur að mestu verið börn á leið í sund eða leikfimi í Sund- höllinni, en nú er heill árgang- ur kominn með skólastofur í Sundhöllinni sem eykur enn frekar umferðina. – eirikur@bb.is Algengt hefur verið að bílstjórar hunsi umferðarbann um Austurveg á skólatíma. Lagt til að Austur- vegi verði lokað Guðmundur Hall- dórsson, smábátasjó- maður frá Bolungar- vík, var gerður að heið- ursfélaga Landssam- bands smábátaeigenda á landsfundi samband- sins í síðustu viku. Arthur Bogason, for- maður sambandsins tilkynnti um þetta í setningarræðu sinni og sagði m.a.: „Hér í salnum er einn okkar sem hefur að öllum ólöstuðum skrifað talsvert umfram meðaltal og vakið landsathygli fyrir einurð og djörfung í framgöngu og málflutningi. Þetta er faðir línuívilnunarinnar og skipuleggjandi stær- stu funda hérlendis um málefni og framtíð strandveiðanna og strandveiðisamfélaganna. Ég er hér að tala um strigakjaftinn, kempuna og vin minn Guðmund Halldórsson frá Bolungar- vík. Ég ætla ekki að hafa langa tölu um þennan 73 ára gamla ungling, flestir vita hver hann er og fyrir hvað hann stendur. Í dag gerum við Guðmund Halldórsson að heiðursfélaga Landssambands smábátaeigenda.“ Guðmundur er fyrrverandi formaður Eld- ingar, félags smábátamanna á norðanverðum Vestfjörðum. – eirikur@bb.is Guðmundur gerður að heiðursfélaga Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar telur að endurskoða þurfi starf leikhópsins Morrans, enda hafi störf og starfstími breyst verulega frá því starf- semi hófst. Segir meðal annars í tillögu nefndarinnar að kostnaður við starfsemina hafi aukist talsvert og brýnt sé að fá fleiri að rekstrinum. Nefndin leggur til að skipaður verði starfshópur til þess að ræða nýtt hlutverk Morrans. Í nefndinni verði fulltrúi frá vinnuskólanum, íþrótta- og tómstundanefnd, at- vinnumálanefnd, hafnarstjórn, menningarmálanefnd og frá safninu í Neðstakaupstað. Jafnframt verði óskað eftir aðkomu fulltrúa Vest- urferða að starfinu, enda Vesturferðir stór hags- munaaðili í umræddu máli. Hópurinn ljúki starfi sínu fyrir miðjan nóvember í ár. Eins og sagt hefur verið frá skrifuðu aðstandendur Vesturferða bæjar- yfirvöldum bréf á dögunum þar sem farið var fram á að starf hópsins yrði eflt, og að fyrirkomulag og uppbygging starfsins sé úr sér gengið. Sagði einnig að kröfur verði æ háværari um að Ísafjarðarbær geri eilítið stálpaðri unglingum, 16 ára og eldri, kleift að vinna að list sinni á launum. Þá voru viðraðar hugmyndir um að safnið í Neðstakaup- stað, sem fær umtalsverðar tekjur af móttöku skemmtiferðaskipa greiði fyrir þjónustu Morrans og gefi þannig Vinnuskólanum sértekjur. Segja brýnt að fleiri aðilar komi að rekstri Morrans Krakkarnir í Morranum skemmtu gestum Ísafjarðar í sumar, líkt og fyrri sumur. Ný starfsmannastefna í Bolungarvík Ný starfsmannastefna fyrir Bolungarvík hefur verið samþykkt. „Markmiðið með henni er að Bol- ungarvíkurkaupstaður hafi alltaf á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum sem geta tryggt nauðsynlegt frumkvæði í störfum og veitt góða þjónustu og brugðist við síbreytilegum þörfum sveitarfélagsins. Starfsmannastefnan á að tryggja starfsmönnum ákveðin starfsskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi“, segir á vef Bolungarvíkur. Á móti gerir sveitarfélagið kröfur til starfs- manna að þeir virði samstarfsmenn sína, séu viðbúnir þróun og breytingum og taki þátt í þeim, viðhaldi þekkingu sinni og auki við hana, sinni starfi sínu af trúmennsku og metnaði og sýni ábyrgð. 44.PM5 5.4.2017, 13:032

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.