Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 11 a bara örlögin“ getað rifið kjaft við þá, sagt að ég hefði bara ekkert gert af mér. Ef ég hefði gert það, hefðu þeir handtekið okkur með það sama og látið okkur dúsa í fangageymslum í 48 tíma. Guði sé lof þá sluppum við nú.“ – Hvað varði þetta ástand lengi? E: „Þetta byrjaði 1981, verst var síðan ástandið 1982. 83- 84 var ástandið líka slæmt en þá var fólkið farið að venjast þessu.“ M: „Ég get sagt þér góða dæmisögu sem lýsir ástandinu nokkuð vel: „Það var einu sinni fátækur gyðingur sem kemur til rabbína síns og segir farir sínar ekki sléttar, hann segir „þú verður að hjálpa mér, ég get ekki lifað svona leng- ur.“ Rabbíninn spyr hann hvað sé eiginlega að. „Ég á bara eitt herbergi og ég á konu og fimm börn og hjá okkur búa mamma mín og pabbi, systir mín og systir konunnar minnar, þetta er alveg ómögulegt. Börnin gráta, mamma og pabbi eru bæði gömul og veik. Þú verður að hjálpa mér, þetta gengur ekki svona.“ Rabbíninn svar- ar, farðu á markaðinn og kauptu þér geit. „Geit! Rabb- íni, hvað heldurðu að hún geti eiginlega gert? Hún getur ekki verið með okkur í herberg- inu.“ Rabbíninn segir jú, þú verður að fara og kaupa þér geit og hún verður að búa í sama herbergi og þið. Stuttu síðar kemur maðurinn aftur til rabbínans og segir „þetta bara gengur alls ekki, ofan á allt annað hefur nú bæst jarm- andi geit sem líka skítur út um allt, krakkarnir grenja, gamla fólkið er veikt. Ég gæti bara hengt mig“ „Heyrðu vin- ur,“ segir rabbíninn, „farðu núna með geitina aftur á mark- aðinn og seldu hana.“ Eftir tvo daga kemur maðurinn aft- ur til rabbínans og segir „Takk kærlega fyrir það sem þú hefur gert, þetta er alveg frábært her- bergi sem ég á.“ E: „Það var kannski 1989 sem ástandið í Póllandi fór að fara batnandi, þó svo að stríðið sjálft hafi kannski verið búið um 1984. Það er kannski erfitt að segja frá því nákvæmlega hvernig þetta var því þetta var ástandið sem við bjuggum við og það er hægt að lifa við nánast hvaða aðstæður sem er.“ M: „Þú sérð það að á sama tíma lifði fólkið í Síberíu ástandið af.“ E: „Það var miklu, miklu verra en samt lifði fólk það af. Síðan fór að birta til í Póllandi. Jóhannes Páll páfi tók við em- bætti og hann gaf fólkinu von. Á sama tíma hrundi líka Berlínarmúrinn. Við fórum að skynja að við værum frjáls og fólk fór að segja „við erum frjáls og við getum gert hvað sem við viljum.““ M: „Fólkið var búið að lifa við kerfi kommúnismans í 40- 50 ár, kunni síðan bara ekki að gera hlutina af eigin ramm- leik og eldra fólk segir oft enn í dag „hlutirnir voru miklu betri í tíð kommúnismans.“ Það var auðvitað þannig að á meðan að kommúnisminn ríkti höfðu allir vinnu, en síðan þurfti fólkið að horfa upp á mikið atvinnuleysi eftir að honum lauk. Nú er staðan þannig að sumir eru mjög ríkir og aðrir sem eru mjög fátækir. Bilið hefur breikkað mjög mikið og stéttaskipting aukist til muna.“ E: „Það var allt miklu jafn- ara þegar að kommúnisminn var við lýði, nema þá að stjórn- völd voru þeir sem áttu pen- inga. Þá voru líka sömu stjórn- endur mjög lengi við völd. Núna eftir að kommúnisminn féll koma alltaf nýjar og nýjar stjórnir og þar hugsa flestir fyrst og fremst um sjálfan sig, því miður.“ M: „Fólkið hugsar alltaf svona „ég ætla að taka sem mest á meðan ég get, þeir mega svo bara reka mig seinna.““ E: „Það er kannski ekki rétt- látt að segja að allir sem stjórna geri það illa, það var bara svo lengi sem spilling þreifst í kerfinu að það er kannski erfitt að skrúfa fyrir hana bara rétt sisvona.“ M: „Það er ekki hægt að breyta algjörlega um hugsana- gang í einni svipan.“ E: „Það eru margir núna sem vilja gera eitthvað fyrir Pólland, það er líka þannig að fólk er að gefa út fyrirmæli um hluti sem gætu gert ástand- ið betra en síðan ákveða þeir sem eiga að fylgja því eftir að gera eitthvað allt annað.“ M: „Kommúnískt kerfi kenndi fólkinu í gegnum tíð- ina að stela. Það voru til dæmis flestir sem stálu rafmagni. Pabbi var til að mynda póst- hússtjóri og hjá honum voru í það minnsta 100 póstberar í vinnu. Þegar verið var að greiða út eftirlaun sem voru afhent í peningum og borin út í póstinum, því þarna notuðust engir við bankaþjónustu. Einu sinni var póstberi sem hafði stolið og pabbi spyr hann hvað hann hafi eiginlega verið að gera, þá svarar póstberinn „hvað, það stela allir, af hverju ekki ég líka?“ Núna er til dæmis erfitt að fá fólk til að skilja það að ef þau eru að stela svona eins og þau gerðu, þá eru þau að stela frá sjálfum sér. Allt sem er ríkiseign er okkar eign. Núna er ég til dæmis sjálf skólastjóri og það væri náttúrulega bara alveg ferlegt ef ég væri bara „Aaaa fínn stóll best að taka hann með mér heim.““ E: „Núna þegar þetta er búið hafa sumir meira að segja skilað inn ríkiseignunum, en þá þarf að lifa áfram og fólk þarf að byggja upp.“ Að fóta sig á nýjum tímum, síðan í nýju landi – Það er þá kannski núna komin krafan um að fólkið geri hlutina af eigin frum- kvæði, sem hefur ekki verið? M & E: „Já nákvæmlega.“ M: „Hugsunarhátturinn var líka á þá leið að það var ekkert mál að hringja út um hvippinn og hvappinn í vinnunni, því fólk þurfti ekki að borga það og þannig hugsuðu flestir að þetta væri bara í lagi. Hugsaðu þér ef ég væri bara alltaf að hringja til Póllands í vinnunni og fyndist það bara alveg sjálf- sagt. Annars er Pólland afskap- lega fallegt land og fólkið þar opið fyrir öðrum og gefur þér blóð bara ef þú óskar eftir því, en svo eru aðrir sem maður þarf að passa sig á.“ E: „Þetta er stórt land með marga íbúa og eins og Amer- íka, það er fallegt og að mörgu leiti alveg frábært, en ég vil bara ekki búa þarna.“ M: „Ég var á ferðalagi um Ameríku í 6 vikur og ég gæti aldrei hugsað mér að búa þar. Ég ferðaðist um alla austur- ströndina og var að syngja á tónleikum. Þetta var nú mikil breyting frá litla smábænum okkar í Klikusawa. Eins var nú ekki sjokkið minna að flytja frá Kraká til Hólmavík- ur. Við vorum vanar að vera alltaf á ferðinni og oft að keyra einhverja 100 kílómetra á dag. Síðan komum við til Hólma- víkur og þar var bara húsið okkar, skólinn, kirkjan og kaupfélagið. Okkur fannst hreinlega ekki neitt vera þarna og ég sagði við Ellu að eftir mánuð yrði ég orðin geðveik.“ E: „Þetta voru rosa við- brigði að fara úr lífsstílnum í Kraká yfir í þetta, en það er vel hægt. Maður þarf bara að venjast því.“ M: „Við vorum bara að spila á spil og yatzy.“ – Hólmavík er fyrsti staður- inn sem þið dveljið á hér á Íslandi, hvenær komuð þið þangað? E: „Við komum 6. janúar 1994.“ – Hvað voruð þið svo lengi á Hólmavík? M: „Til ársins 2000. Við vorum þar í sex og hálft ár. Fluttum þaðan til Ísafjarðar í september.“ – Hvernig líkaði ykkur dvölin þar, svona eftir að þið voruð búnar að jafna ykkur á menningarsjokkinu? E: „Mér líkaði mjög vel, það er alveg frábært að vera á Íslandi. Þetta var reyndar erf- iður tími þegar við komum, það var auðvitað janúar.“ M: „Það var svo mikið myrk- ur og síðan kom oft stormur. Húsið okkar var alveg við sjóinn svo það buldi á því í vondum veðrum. Við vorum auðvitað ekki vanar því.“ E: „Fyrst hugsuðum við með okkur að við myndum vera fram í maí. Síðan fór að birta.“ M: „Þá fórum við að hugsa aðeins öðruvísi.“ E: „Þegar það er myrkur vil ég bara sofa og slappa af, núna er það reyndar orðið öðruvísi, þar sem það er bara miklu meira að gera.“ M: „Núna er það líka öðru- vísi því Sigurjón vaknar kl. sjö“, segir Mariola og hlær.“ E: „Eftir því sem leið á vorið og birtan jókst og við fórum að tala meira við fólkið og sérstaklega við þáverandi sveitarstjórann. Hann var sá fyrsti sem við hittum á Íslandi, hann tók á móti okkur þegar við komum. Hann sagði við okkur að það væri voða gott ef við gætum verið lengur.“ M: „Þegar við fórum til Pól- lands í maí, gáfum við bara svör um það að við kæmum ábyggilega aftur.“ E: „Ég veit að mjög margir „Síðan komum við til Hólmavíkur og þar var bara húsið okkar, skólinn, kirkjan og kaupfélagið. Okkur fannst hreinlega ekki neitt þarna og ég sagði við Ellu að eftir mánuð yrði ég orðin geðveik.“ 44.PM5 5.4.2017, 13:0311

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.